Stjórnkerfið sjálft er ónýtt

napigleonÁ meðan vonast er til að þjóðin venjist ýldufnyknum sem leggur frá skilanefndum bankanna sem eru í óða önn að skipta milli vina sinna og kunningja því sem eftir er af hræjunum og tryggja að sama fólkið og slátraði kúnni fái í það minnsta greitt fyrir að farga hræinu, undirstrikar ríkistjórnin það í með skipunum sínum í nefndir, að hún er skilgetið afkvæmi úrkynjaðra stjórnarhátta og súr ávöxtur pólitísks sifjaspells.

Þingflokkarnir skipa enn og aftur í nefndirnar, afdankaða og hæfleikalausa stórnmálamenn og konur sem þeir vilja sjá fyrir bitlingum. Engum í plokkspólitík dettur í hug að ráða í stjórn seðlabankans fólk sem hefur vit á fjármálum, frekar en fólk í Þingvallanefnd sem hefur áhuga, jafnvel þekkingu,  á menningu og náttúru landsins.

Og það sem er verst er að allir sjá hversu ótrúlega spillt þessi flokkspólitíska hugsun er, líta jafnvel undan af blygðun,  þegar óforskammaðir flokksforingjar hygla sér og sínum á kostnað þjóðarinnar sem berst í bökkum við að borga óráðsíuna eftir þá og þessa vini þeirra.

Jú, bloggarar og fréttastofur eru fullir vanþóknunar, en neita samt að fordæma sjálft meinið sem er fullt af grút og viðurkenna að núverandi stjórnkerfi þar sem stjórnmálaflokkar fara með völdin er ónýtt og óbætanlegt.

Þeir sem vilja ekki að þetta haldi áfram, verða að rjúfa sig frá flokks-pólitíkinni og leita annarra leiða.  Stjórnarskipti hafa engin áhrif á grunneðli stjórnmála í dag. Að því leiti er sami rassinn undir þeim öllum.

Eina leiðin er að leggja niður flokkskerfið með öllu sem því tilheyrir. Þangað til að tekið verður upp óflokksbundið persónukjör munu krossvenslaðir flokksgosar halda áfram að sjúga merginn úr beinum þjóðarinnar og koma henni á kaldann klaka líkt og raunin er á í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Get ekki verið meira sammála, og hef oft drepið á þessu, er enda í tilvistarkreppu þegar kemur að staðsetja lífskoðun mína á hinu pólitíska litrófi.

Fullt af fínu fólki í öllum flokkum, en það er múlbundið stefnu örfárra.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 13.8.2009 kl. 00:19

2 identicon

Svo satt, svo satt, svo óhugnanlega satt.

Solveig (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 00:36

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

það þarf algjöra uppstokkun á allri stjórnsýslu hérna á Íslandi.  Henda öllu því gamla út og taka upp nýja hætti. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.8.2009 kl. 00:51

4 Smámynd: Konráð Ragnarsson

Nálykt Íslands berst úr vinnustöðum þessa fólks

Konráð Ragnarsson, 13.8.2009 kl. 01:07

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þú ert að verða mergjaðri eftir því sem þú dvelur lengur á klakanum !!

Óskar Þorkelsson, 13.8.2009 kl. 01:38

6 identicon

Heill og sæll; Svanur Gísli - sem og, þið önnur, hér á síðu !

Um leið; og ég þakka Svani síðu hafa, grein góða - vil ég taka miklu dýpra í árinni.

Verði ekki; kominn litur á, að Stjórnarráðið, fari að vinna, í þágu heimila og fyrirtækja, í landinu - skulum við segja þjóðfélags kerfinu ÖLLU, stríð á hendur, gott fólk !

Í; orðanna fyllstu hljóðan !!!

Punktur ! 

Með beztu kveðjum; sem áður og fyrri /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 01:42

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæl Svanur, hverju orði sannara. Það sem almenningur hefur mátt horfa upp á eftir hrunið er að elítan ætlar með öllum ráðum að sitja áfram við borðið.  Það er í mesta lagi reynt að blekkja almenning með því að setja þá út sem eru svo vanhæfir að fnykurinn af þeim finnst á heimsenda, en það er ekki fyrr búið að vísa þeim úr sæti en þeim er boðið til sætis aftur sem á að vera betur lyktandi. 

Þetta er farið að minna óþyrmilega á veisluborð þar sem menn éta á sig drullu og standa upp til að hafa sætaskipti, en rétt á meðan ekki er setið á almenningur í hlutverki ræstingakonunnar að þrífa sætin.  Þetta lið þrífst ekki á öðru en hnallþórum í formi kúlulána og nú á að taka þau af ríkinu á kostnað almennings. Um það snýst m.a. icesavae samningurinn sem Alþingi á eftir að samþykkja með fráránlegum fyrirvörum.  Þeir vita að það þarf að taka kúlulán fyrir útborguninni þeirra.

Almenningur á svo að halda með stjórnmálaflokkunum eftir að hann hætti að grilla á kvöldin og hefur ekki lengur efni á því halda með fótboltaliðum með því að fara á völlinn einu sinni til tvisvar á vetri í boði Icelandair.

Magnús Sigurðsson, 13.8.2009 kl. 08:12

8 Smámynd: Jonni

Ég er alveg sammála þeirri staðhæfingu að stjórnkerfið sé ónýtt, en ég er ekki alveg sannfærður um að lausnin sé persónukjör. Spillingin sem þrífst í þessu fjórflokkakerfi er ekki komin vegna þessa kerfis, heldur er þetta kerfi farartæki þessarar spillingar. Við persónukjör þarf þessi spilling að færa sig í nýtt form og ég sé það fyrir mér að á Alþingi persónukjörinna þingmanna muni spillingin eiga sér kjörlendi.

Rót vandans er með öðrum orðum ekki formið á stórnkerfinu, heldur liggur þessi spilling eðlislæg í íslensku þjóðinni. Þess vegna skiptir ekki máli hvaða form þú velur; spillingin mun ávallt vaxa fram fyrr eða síðar.

Spurningin er því hvað er til ráða. Góð spurning en því miður hef ég ekki svar við henni.

Jonni, 13.8.2009 kl. 08:34

9 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Ég leyfi mér að setja hér komment frá vef Láru Hönnu:

Koma þarf á neyðarstjórn almennings á Íslandi. Stjórn sem nýtur trausts
almennings og umheimsins. Stjórnmálaflokkarnir og stjórnmálamenn njóta
hvorugs, heldur búa við megna tortryggni og andúð. Sama er að segja um
stjórnsýslu landsins. Hið pólitíska kerfi er komið í þrot og ræður ekki við
brýnustu úrlausnarefni þjóðarinnar. 

Neyðarstjórnin þarf að fá afmarkaðan tíma til þess að hrinda í framkvæmd
eftirfarandi verkefnum:

1. Neyðarráðstöfunum í efnahagsmálum
2. Rannsókn á efnahagshruninu
3. Endurskipulagningu stjórnsýslunnar
4. Stjórnlagaþingi

Neyðarstjórn verður skipuð fólki utan þings sem nýtur almennrar virðingar
og trausts meðal þjóðarinnar. Stjórnin mun fá til liðs við sig færustu
sérfræðinga innan lands og utan við úrlausn hvers verkefnis.

Þegar stjórnlagaþing hefur skilað af sér drögum að nýrri stjórnarskrá,
verða þau borin undir þjóðina til samþykktar eða synjunar í einfaldri
þjóðaratkvæðagreiðslu. Samþykki þjóðin drögin verður stofnað nýtt lýðveldi
á grundvelli nýrrar stjórnarskrár og boðað til alþingiskosninga.

Tímabært er að snúa baki við gömlu, úrsérgengnu stjórnmálakerfi og reisa
kröfuna um utanþingsstjórn. Fulltrúar á Alþingi þurfa að þekkja sinn
vitjunartíma og verja slíka stjórn falli.

Hjörtur Hjartarson

Margrét Sigurðardóttir, 13.8.2009 kl. 09:00

10 Smámynd: Jonni

Þetta eru athyglisverðar hugmyndir, en ég rek augun aðallega í eitt;

"Neyðarstjórn verður skipuð fólki utan þings sem nýtur almennrar virðingar

og trausts meðal þjóðarinnar"

Núverandi alþingismenn eiga sér það flestir sameiginlegt að hafa uppfyllt þessi skilyrði áður en á Alþingi var komið. Trúnaðarbresturinn og meint dómgreindarspilling á sér stað eftir að komið er inn á Alþingi. Ég tel að breytingar á stjórnskipun eigi ekki að vera gerðar svo lengi sem maður sé ekki búinn að skilgreina og staðsetja vandamálið með núverandi stjórnskipun.

Það læknar ekki veikan mann að klæða hann í önnur föt.

Jonni, 13.8.2009 kl. 09:42

11 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Jonni og þakka þér athugasemdirnar sem og öllum öðrum :)

Gallinn við núverandi stjórnkerfi er án efa flokksræðið. Það spillir þinginu og setur allt og alla ofaní skotgrafirnar. ÞAð kemur í veg fyrir að fólk fylgi samvisku sinni. Flokkana burt og lýðræðið verður persónulegt og virkt. 

Svanur Gísli Þorkelsson, 13.8.2009 kl. 10:02

12 Smámynd: Jonni

Flokksræðið er ekkert annað en afkvæmi ákveðinna afla í samfélaginu. Takist okkur að banna stjórnmálaflokka og með einhverjum hætti að afnema þetta fyrirbæri liggja þessi þessi öfl eftir sem áður í innviðum samfélagsins. Þau myndu finna sér nýtt form, sérsniðnu nýrri stjórnskipan.

Til þess að okkur takist að "hreinsa" okkur af þessari svokölluðu spillingu þarf að uppræta þessi öfl. Þau liggja hinsvegar djúpt í þjóðarsálinni og búa í okkur öllum. Guð blessi Ísland.

Jonni, 13.8.2009 kl. 10:18

13 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Heyr, heyr, félagi.

Rut Sumarliðadóttir, 13.8.2009 kl. 10:25

14 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Nákvæmlega!  Takk fyrir.

Sigrún Jónsdóttir, 13.8.2009 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband