Hafdís Huld og Bubbi

3afsfgdsfgHún er eins og ferskur blær og hann eins og kletturinn í hafinu. Ég var að koma af tónleikum með Hafdísi Huld og Bubba. Þau sungu og spiluðu fyrir troðfullum sal á Rósenberg. Bubbi hitaði upp fyrir Hafdísi og  tók m.a. nokkur lög sem ég hef ekki heyrt áður. Eitt um 14 ára stúlku sem var nauðgað af fjórum piltum og annað um homma sem verður fyrir ofsóknum á vestfjörðum.

Ég veit ekki nákvæmlega hvað það er við Hafdísi Huld sem fær mann til að hlusta á hana af svo mikilli einbeitingu að mann verkjar í kjálkanna. Hún er stórskemmtileg á sviði og textarnir hennar (á ensku) eru bráðsmellnir og frumlegir. Alistair, kærastinn hennar, spilar undir öll lögin og það er ljóst að á milli  þeirra ríkir sérstakur andi sem skilar sér á sviðinu.

113705Bubbi og Hafdís tóku saman lagið í lokin. Munurinn á þessum tveimur frábæru tónlistarmönnum getur ekki hafa farið fram hjá neinum. - Bubbi svo gamall í hettunni og svo góður að jafnvel mistökin sem hann gerir eru flott. Hafdís, upprennandi stjarna, óðum að hasla sér völl á erlendri grundu (eitthvað sem Bubba tókst aldrei að fullu) og ein af björtustu vonum Íslands. Textar hennar og lög eru létt og full af græskulausu gamni en lög og textar Bubba eins og hann sé sjálfskipuð samviska þjóðarinnar.

Fárbær skemmtun í alla staði. Takk fyrir það Hafdís Huld, Bubbi og Alistair.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Textar Bubba eru skelfilega lélegir og mörg laga hans fáránlega léleg. En hann á líka nokkrar perlur, það verður ekki af honum tekið.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.8.2009 kl. 14:38

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Bubbi ræddi dálítið á tónleikunum einmitt það sem þú ýjar að, þ.e. vandann við að gera gott lag með góðum texta. Stundum smellur það og stundum ekki. Hann tók sem dæmi Woody Guthry sem samdi á þriðja þúsund laga, flest tveggja hljóma en samt var eitthvað við lögin sem virkaði. Ég er persónulega ekki mikið Bubbafan, en viðurkenni að hann er enn vaxandi gítarleikari og söngvari. Geri aðrir betur á gamalsaldri :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 6.8.2009 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband