Óhæft Alþingi

Í umræðum á Alþingi í gær um Icesave samninginn, kom vel í ljós hversu óhæf þessi stofnun er til að fjalla um mál sem varðar velferð allrar þjóðarinnar. Þegar að þjóðin þarf hvað mest á samstöðu og einurð að halda, hlupu stjórnmálaflokkarnir áður en varði niður í sínar gamalkunnu skotgrafir. 

Fjármálráðherra mælti fyrir frumvarpinu um að heimildin til að borga Icesave yrði veitt. Hann talað af yfirvegun og leiddi fyrir því rök að hér væri um að ræða lokahnykk á slæmu máli sem allir flokkar ættu þátt í að hafa komið af stað.  

Gylfi Magnússon fullyrti að Ísland hefði efni á þessum samningi ef að innflutningur yrði minnkaður til móts við það sem var um 2003 og útflutningur ykist í samræmi við það sem hann hefur gert síðast liðin ár. 

Samt var blásið á þau orð hans af þeim sem til máls tóku til að andmæla eftir Það.

Þar kom greinilega fram hjá flestum sem til máls tóku að markmið þeirra var ekki að vinna landinu heilt, heldur að reyna að nota sér þetta mál til flokkspólitísks framdráttar. Jafnvel Ögmundur Jónsson sem virtist friðmælast við stjórnarandstöðu, eða allavega vin sinn Pétur Blöndal,  var þrátt fyrir göfug orð um að fylgja eigin samvisku, aðeins að undirbúa málsvörn sína, þegar kemur að honum að greiða atkvæði og gera grein fyrir því.  Hann lýtur greinilega svo á að málið geti hugsanlega fellt stjórnina og að því muni hann aldrei stuðla, jafnvel þótt hann verði að kjósa móti sannfæringu sinni í þessu Icesave máli.

Sá sáttatónn sem heyrðist örla á í Ræðu Þorgerðar Katrínar var greinilega litaður af hræðslu við að mjög djúpt yrði farið ofaní þau mörgu jaðar-mál sem tengjast hruninu þar sem bóndi hennar á hlut að máli. Hún lagði mesta áhersluna á samtrygginguna, eða að allir í síðustu ríkisstjórnstjórn væru jafn sekir.

Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson stigu hvað eftir annað í ræðustól og höguðu báðir sér eins og litlir drengir í skólaleikriti sem eru að reyna að herma eftir og tala eins og þeir halda að stjórnmálmenn eigi að gera. Sýndarmennskan í málfari þeirra og tilburðum var pínleg á að hlusta. Þeir slepptu því alveg að reyna að færa rök fyrir máli sínu en töluðu þess í stað um hversu mikill brandari það væri að þeir þyrftu að gera það. -

Pólitíski skotgrafarhernaðurinn var augljós í ræðu Árna Páls félagsmálráðherra, sem gerði út á að fela ábyrgð Samfylkingarinnar að hruninu.

Mér fannst augljóst að allir nema Fjármálaráðherra og Gylfi Magnússon höfðu slæman málstað að verja í þessu máli og reyndu hvað þeir gátu til að skafa yfir það.

Ræða Valgeirs Skagfjörð var dálítið með öðru sniði en hinar ræðurnar. En þrátt fyrir yfirlýstan vilja um að ætla ekki að feta í fótspor flokkadráttanna, var niðurstaða hans sú sama og hinna andstæðinga frumvarpsins, samninginn varð að fella, sama hverju tautaði. 

Spurningin er; hvernig getur þjóðin vænst þess að þetta máli verði til lykta leitt á farsælan hátt þegar að þeir sem fara með völdin (Þing og ríkisstjórn) hafa að markmiði að nota málið fyrst og fremst til að ala á sundrungu og pólitískum deilum sín á milli.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Já, það hryggir mann ósegjanlega að horfa uppá, og hlusta á, suma stjórnmálamenn sem virðast vera með lepp fyrir báðum augum.  Af hverju helgast það þegar nokkrir falsróma menn í ræðumannaleik leggja ekki allt fram SEM GÆTI NÝST OKKUR SEM ÞJÓÐ?

Blindir eiginhagsmunir? Flokkurinn minn, umfram allt?  Greindarskortur?  Sinnuleysi um þjóðarhag    Illvilji? Þjóðarhatur? Svik við þjóðina?

Auðvitað eru þetta bjánalegar spurningar; getur ekki verið þjóðarhatur eða annað þarna. En hvað á maður að halda???

Eygló, 3.7.2009 kl. 14:03

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Ég vil mótmæla því að Ögmundur Jónasson hafi ekki góðan málstað.

Auðun Gíslason, 3.7.2009 kl. 14:15

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég ætla mér ekki þá dul Maí að greina hvatirnar sem þarna standa að baki að öðru leiti en að mér finnst það ljóst að hinar gamalkunnu flokkspólitísku erjur hafa gagntekið þetta mál. Flokkadrættir er það eina sem þetta fólk kann og í því mikla ginningargapi rúmast eflaust allt það sem þú taldir til.

Sæll Auðun; Ögmundur sagðist ætla að fylgjast vel með, sérstaklega sjálfstæðismönnum, því hann grunaði þá um að vilja nota þetta mál til að fella stjórnina. Hann sagði líka að mikilvægt væri fyrir landið að þessi stjórn héldi velli og að afstaða hans til Icesave mundi ráðast af þeim pólitískum forsendum. Ég gat ekki skilið orð hans á annan veg en að hann væri tilbúinn til að gera allt til að verja stjórnina, jafnvel þótt það þýddi að hann greiddi atkvæði með samningnum, eða þvert um þann hug sinn að þeir væru óásættanlegir.

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.7.2009 kl. 14:28

4 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Sammála þér. Hef líka verið að hlusta á alþingismenn og þar er viðhafður mjög ábyrgðarlaus málfutningur sérstaklega af hálfu Framsóknarforingjans.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 3.7.2009 kl. 19:32

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svanur, þjóðin vill (og þá er ég að tala um hinn almenna borgara) leysa þetta Icesave mál, en ekki með þeim afarkostum sem stjórnin býður uppá.  Ráðherrar allir og þingmenn stjórnarinnar, þmt Ögmundur, munu svíkja almenning og velja afarkostina.  Því miður. 

Mörg okkar bundu vonir við Steingrím J og treystu því að hann gætti hagsmuna okkar ekki síður en hinna erlendu hagsmuna.  Þessar vonir okkar hefur sá sami maður troðið fótum - sem og eigin framtíðarferil í stjórnmálum.  Því miður.

Kolbrún Hilmars, 3.7.2009 kl. 20:09

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góður pistill Svanur og ég er þér innilega sammála.

Sigrún Jónsdóttir, 3.7.2009 kl. 20:19

7 Smámynd: Stefán Gunnar

Mikið rosalega þótti mér sorglegt að lesa hjá þér að stjórnarandstaðan sé vonlaus fyrir að sinna sínu hlutverki. Alveg sama hversu yfirvegaðir þessir menn kunna að vera þá breytir það því ekki að þetta er háalvarlegt mál sem er alls ekki augljóst hvað skal gera og þakka ég fyrir að það séu þingmenn sem benda okkur á staðreyndir málsins, svo ég tala nú ekki um eftir ítrekuð rökþrot hjá stjórninni.

Ég er ekki pólitískur vil einungis það besta fyrir þessa þjóð og ég verð að viðurkenna að mér þykir rök stjórnarandstöðunnar mun betri í þessu máli.  En ég veit að fyrir þá sem eru flokkstengdir þá er auðvitað voðalega erfitt að viðurkenna það.  Alveg dæmigert að það séu skot um að þeir láti eins og smástrákar í stað þess að svara fyrir með rökum og þetta er ástæðan fyrir að ég treysti betur því sem þeir segja því þeir eru rökfastir.

Stefán Gunnar, 3.7.2009 kl. 23:38

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Stefán Gunnar og þakka þér athugasemdina.

Stjórnarandstaðan er því miður jafnt djúpt niðurgrafin í skotgrafirnar og aðrir flokkar. Málflutningur hennar er litaður af því og ekki hagsmunum þjóðarinnar sem  heildar. Ef að svo væri mundu þeir koma með breytingatillögur á samningnum sem fyrir liggur sem mundu gera hann hagkvæmari fyrir okkur. Mest af málflutningi þeirra eru eru þess í stað gífuryrði og upphrópanir og þrætur um "hver er sekari en hver."

Svanur Gísli Þorkelsson, 4.7.2009 kl. 00:48

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Takk fyrir ykkar athugasemdir Þórdís Ragnar, Sigrún systir og Kolbrún.

Svanur Gísli Þorkelsson, 4.7.2009 kl. 00:58

10 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Sæll Svanur, Bjarni Ben, og Sigmundur D. hafa verið eins og litlir strákar,Þjóðin er heppin að hafa Gylfa og Rögnu með í liðinu.Við verðum að semja strax pg fara að róa eins og afi gerði en hann var í fyrsta hóp farmanna 1906.nú koma trillurnar með met afla og hækt er að auka hann.

Einar Kristinn stóð með útrásarvíkingunum en Jón Bjarna stendur með þjóðinni,

Um leið og viðskrifum undir opnast fleiri markaðir allir vilja hjálpa okkur, fólk vorkennir okkur að hafa druslur eins og núverandistjórnarandstaða og davið, finn, halldór þorgerði k. og Ingib.s

Bernharð Hjaltalín, 4.7.2009 kl. 02:30

11 identicon

"hversu óhæf þessi stofnun er til að fjalla um mál sem varðar velferð allrar þjóðarinnar"

 Hverskonar stofnun viltu that til ad sja um thetta, einhverja sem er ekki kosin af almenningi eda?

Er that stofnunin sem slik sem er vandamalid eda ad thad eru ekki sjalfstaedismenn sem rada?

Toti (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 04:35

12 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Góð grein hjá þér Svanur Gísli!  kv. B

Baldur Kristjánsson, 4.7.2009 kl. 11:27

13 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þakka þér fyrir mjög góða grein, ég er þér innilega sammála,  og hef sannast sagna af þessu stórar áhyggjur.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.7.2009 kl. 13:12

14 identicon

Ég er sammála þér Svanur.

Burt séð frá niðurstöðu þessara umræðna þá er fremur dapurlegt hvernig hún fer fram og á hvaða forsendum. Sú aðferð, að gera lítið úr málflutningi andstæðings síns og væna hann um alskyns annarlegar hvatir eða skort á vitsmunum, er vel þekkt úr kappræðum framhaldsskólanna. Mér hefði hinsvegar þótt eðlilegt að komnir inn á alþingi, væru menn búnir að hlaupa af sér hornin í þessum efnum og hefðu orðið þann þroska að geta rætt saman málefnalega og af virðingu hver til annars. Mér þætti það alla vega meira traustvekjandi og þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að framtíð mín væri í höndum fólks sem ekki hefur stjórn á sér við erfiðar aðstæður.

Markmið þessara landsfeðra og mæðra á aðeins að vera eitt.

Að finna bestu mögulegu lausn á vandamálum okkar og geta litið út fyrir flokkslínuna ef það er það sem þarf til að ná árangri.

Í þessum málum er þjóðin í hlutverki barns í brennandi húsi sem horfir skelfingu lostið á foreldra sína rífast um hvort eigi að slökkva í með garðslöngunni eða hringja á slökkviliðið. Meðan færist eldurinn nær og nær.... 

Hjalti Tómasson (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 22:20

15 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Svanur. Fínn og vel skrifaður pistill hjá þér. Ég er ekki sammála því að þetta geti verið ópólitískt mál og hvort sem það er flokkspólitík  eða pólitísk lífssýn fólks.  Sumir vilja sjálfstæða þjóð en aðrir eru sáttir við meðalmennsku meðal stóru samfélaganna í Evrópu. Ég tel að þetta mál  snúist um  sjálfstæði þjóðarinnar. Af hverju er minnihlutinn veikur á Alþingi. Ég tel að það sé vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn er með súrt bragð í munni eftir að hafa brugðist þjóðinni varðandi útrásarfárið og meðan holdgerfingur þess situr á þingi og telur alla jafn seka eru orð þeirra ekki sannfærandi þrátt fyrir góðan atgang formannsins. Hver var það sem sló þjóðarstjórn út af borðinu þegar DO nefndi það. Ögmundur og Guðfríður Lilja mega ekki klikka núna. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að þau fari ekki eftir sannfæringu sinni. Það þarf að losna við Samfylkinguna úr stjórn, ekki seinna en strax eins og sagt var áður og fyrr (2007  ). Ég tel að við eigum ekki að borga en ef við VERÐUM þá verða það samningar sem taka mið af eignasafninu í okt 2008, vextir 0-2,5 % og lánstíminn ekki undir 25 ár. Það eru hagsmunir EB að við göngum frá þessu annars mega þeir bara sækja þetta á okkur. Tek  undir orð Hjalta hér að framan. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 6.7.2009 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband