Heppni og óheppni Íslendinga

farmer-1Gömul saga úr Buddatrú segir frá bónda sem átti hest sem hljóp í burtu. Allir nágrannarnir komu til að votta honum samúð sína, segjandi; "mikil óheppni."

"Kannski" svaraði bóndinn.

Daginn eftir snéri hesturinn til baka og honum fylgdu margir villtir hestar. "Mikil heppni" sögðu nágrannarnir.

"Kannski" svaraði bóndinn

Nokkrum dögum seinna reyndi sonur bóndans að temja einn villihestanna. Hesturinn kastaði honum af baki þannig að hann fótbrotnaði. "þvílík óheppni" sögðu nágrannarnir.

"Kannski" svaraði bóndinn.

Viku síðar áttu hermenn leið um þorpið í leit að ungum mönnum til að þjóna í hernum. Þeir tóku alla sem þeir fundu nema fótbrotna bóndasoninn. "Þvílík heppni" kvað við í nágrönnunum.

Og þannig heldur sagan áfram.

Dag einn fengu íslenskir bankar ekki lengur fyrirgreiðslu annarra banka. Óheppni?

SheepÍ ljós kom að nokkrir íslenskir kaupsýslumenn höfðu farið með fjármuni þjóðarinnar og annarra sem eigin og tapað þeim. Nú komst loks upp um þá og sukkið stöðvaðist. Heppni?

Kannski sögðu margir.

Vegna þess að þeir höfðu platað peninga út úr almenningi í öðrum löndum urðu Íslendingar að borga fyrir þá skuldirnar og taka til þess lán. Óheppni.

Kannski sögðu margir.

Til að borga lánin verða Íslendingar að draga úr þenslunni í samfélaginu og reiða sig á það sem þeir raunverulega geta framleitt í staðinn fyrir blöðruviðskipti í útlöndum. Heppni.

Kannski sögðu margir.

Vegna þess að þetta hafði gerst á vaktinni hjá miklum frjálshyggjumönnum í pólitík, var efnt til mótmæla og þeir loks hraktir úr stjórn. Í staðinn komst til valda félagshyggjufólk sem beið það erfiða hlutverk að stýra landinu í gegnum erfiðleikanna. Óheppni fyrir þá.

Kannski sögðu margir.

En vegna þess að félagshyggjufólkinu stýrir kona sem mikill meiri hluti þjóðarinnar ber mikið traust til eru langflestir í landinu ánægðir. Heppni.

Kannski sögðu margir.

Svo kom að því að konan og hennar fólk gerði samninga um að borga það sem um var samið. Margir töldu að samningarnir væru slæmir, illa tímasettir, vextirnir of háir eða fara hefði átt með málið fyrir alþjóðlega dómstóla. Vegna þess var konan sem flestir treystu svo mikið, kölluð landráðamanneskja og svikari. Óheppni!

Kannski sögðu margir.

Og svona heldur sagan áfram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

ættir kannski að nota meira þátíð eins og báru og voru

Einar Þór Strand, 11.6.2009 kl. 16:50

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Einar; Eigum við ekki að bíða eftir næstu skoðanakönnun um vinsældir Jóhönnu áður en við segjum "báru" eða "voru"? :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.6.2009 kl. 16:54

3 Smámynd: Eygló

Auðvitað er Jóhanna að miklu leyti landráðakona;  kona sem ræður landinu (að miklu leyti)

Eygló, 12.6.2009 kl. 02:45

4 Smámynd: Einar Þór Strand

Svanur ertu að meina að þetta sé að verða eins og í Sovét forðum að skoðanakannanir og kosningar sé tilbúnar fyrirfram?

Einar Þór Strand, 12.6.2009 kl. 08:11

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Luv u 2  !!!

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 13.6.2009 kl. 04:15

6 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Mjög góð dæmisaga, sem segir okkur helst að dæma ekki allt fyrirfram. Ég held samt að heppilegast (í alla staði og ávalt) hefði verið að koma alfarið í veg fyrir sukkið frá punkti 0 með almennilegri STJÓRNSÝSLU.

Lilja Skaftadóttir, 16.6.2009 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband