Hjátrú er hættuleg náttúrunni

rhino+hornNashyrningar í Simbabve eru að verða útdauðir. Talið er að fjöldi þeirra sé nú aðeins á milli 4-700 dýr. Án róttækra aðgerða munu þeir verða útidauðir í landinu einhvern tíman á næstu fimm árum. Ásókn veiðiþjófa  í nashyrningahorn er haldið uppi af háu verði sem hægt er að fá fyrir hornin bæði í austurlöndum nær og fjær. Einkum eru Það Kínverjar sem ásælast hornin. Í Kína eru þau eru mulin niður í duft sem Kínverjar trúa að geti læknað ýmsa kvilla. Fyrir eitt horn fæst allt að ein milljón króna á svartamarkaðinum í Kína.  

Samkvæmt kínverska sextándu aldar lyfjafræðingnum Li Shi Chen, getur nashyrningshorn læknað snákabit, skyntruflanir, hitasótt, höfuðverki, kartneglur, ælupestir, matareitrun og andsetningu. (Ekki samt kyndeyfð eins og margir halda.)  

poaching-1Til eru allt að þrjú þúsund ára gamlar heimildir um margvíslega notkun nashyrningshorna. Í grískri goðafræði er sagt að þau hafi þá náttúru að geta hreinsað vatn. Í forn-Persíu voru hornin notuð í bikara sem áttu að hafa á eiginleika að geta numið eitur í víni. Sú trú var einnig viðtekin við margar konunglegar hirðar í Evrópu fram á nítjándu öld.

Nashyrningshorn eru aðallega gerð úr keratíni, sem er eitt algengasta efni í heimi. Hár og neglur eru gerðar úr því efni, hófar, skjaldbökuskeljar og fuglsgoggar. Það ætti því að gera alveg sama gagn að naga á sér neglurnar og að gleypa malað nashyrningshorn.

Þessi hjátrú tengd nashyrningshorninu er gott dæmi um hvernig hjátrú og fáfræði í bland við öfgar fátæktar annarsvegar og ríkisdæmis hinsvegar, er náttúrunni hættuleg.

Veiðiþjófar í Simbabve nota mikið kínversk deyfilyf til að fella dýrið. Hljóðlausar loftbyssur eru notaðar til að skjóta því í dýrið svo erfitt er að standa þá að verki. Eftir að hafa höggvið hornin af með exi, skilja þeir nashyrninginn eftir meðvitundarlausan þar sem hann deyr að lokum úr ofhitun. Kjötið af honum er ekki hægt að nýta vegna eitursins í kjötinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En gaman að þú sjáir að þessi tegund hjátrúar sé hættuleg... ég bíð eftir því að þú sjáir að öll hjátrú sé hættuleg.
Þar með talið Jesú,mummi, guddi.. þetta er allt hjátrú.

DoctorE (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 17:31

2 Smámynd: Hannes

En ljótt að lesa þetta. Það eru margar aðrar tegundir sem eru í útrýmingarhættu útaf nákvamlegu sömu ástæðu og kínverjar kaupa afurðinar dýrum dómum.

Hannes, 15.6.2009 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband