Björgólfur Guðmundsson formaður og aðal-eigandi kattspyrnufélagsins West Ham á Englandi og varformaðurinn Ásgeir Friðriksson hafa sagt af sér. Rekstur klúbbsins verður framvegis í höndum CB Holding sem er að stærstum hluta í eigu Straums. Nýr stjórnarformaður verður Andrew Bernhardt, sem er einn af bankastjórunum hjá Straumi.
Straumur var eins og kunnugt er yfirtekin af ríkinu (Fjármálaeftirlitinu) og þess vegna er West Ham allt í einu orðin "eign" íslensku þjóðarinnar.
Björgólfur sem er sagður skulda persónulega um 300 millj. punda var hryggur mjög þegar hann skildi við og sagði; "Ég vil þakka öllum á Upton Park fyrir ógleymanleg ár. Þar sem auðna mín hefur breyst verð ég að segja af mér úr stjórn félagsins. Ég geri það með miklum söknuði en ég er sannfærður um að eigendaskiptin og ný stjórn West Ham mun verða félaginu til framdráttar. Ég mun ætíð verða West Ham aðdáandi og vonast til að koma hingað oft aftur"
Fjárfestingarfélagið Straumur var stofnað árið 2001 upp úr Hlutabréfasjóðnum og VÍB. Straumur keypti í framhaldi af því Brú fjárfestingar og fjárfestingabankann Framtak og fékk fjárfestingabankaleyfi árið 2004.
Í ágúst 2005 var ákveðið í framhaldi af stjórnarfundum Burðaráss, Straums, Eimskipafélags Íslands og Landsbanka Íslands að sameina Straum og Burðarás. Úr þessu varð stofnun Straums-Burðaráss í október 2005, stærsta fjárfestingarbanka á Íslandi.
Höfuðstöðvar Straums eru í Borgartúni 25, Reykjavík.
Fjármálaeftirlitið beitti neyðarlögunum á Straum Burðarás þann 9. Mars 2009 til að bjarga tugmilljarða innistæðum sem Íbúðalánsjóður og lífeyrissjóðirnir áttu í bankanum og yfirtók rekstur hans, vegna þessa féllu hlutabréf í félaginu niður um 98,83% þann sama dag í Kauphöll Íslands.
Meginflokkur: Enski boltinn | Aukaflokkar: Dægurmál, Fjármál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:31 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Svanur
Fótboltabullur og fjármálabullur falla í sömu categoríu í mínum bókum, og þó .... fótboltabullurnar eru fyrirsjáanlegar og útreiknanlegar.
Það eru fjármálabullurnar ekki, enda eru þær eins og moldvörpur, með allar útgönguleiðir grafnar undir sjávarmáli.
Nú ríður á að þrampa fast yfir holu gangana þeirra svo þeir falli saman.
Afhjúpun bullsins heldur áfram, og eftir sitjum við og fórnum höndum og fótum.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 9.6.2009 kl. 04:16
Ég hef aldrei verið hrifin af fótbolta það er ekkert nema grimmd í þessari íþrótt og þeir sem æfa þessa íþrótt er ekki kennt neitt gott sem hægt er að taka með sér út í lífið.
Ég æfði Karate og það er íþrótt sem kenndi mér aga, heiðarleika og bera virðingu fyrir sjálfum þér andstæðinig sínum og umhverfinu.
Þannig ef ég mætti ráða þá mætti leggja þessa grimmdar íþrótt niður.
Nú var Gunnar í öðru sæti á HM í JIU JITSU og ég bíð spenntu að sjá hvort hann fái fálkaorðuna fyrir þennan einstaka árangur.
ingo (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 11:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.