8.6.2009 | 01:02
Sterkar konur skilja eftir stóra sogbletti.
Þessi setning er höfð eftir Madonnu.
Hér á eftir fara nokkur fleyg ummæli sem frægt fólk hefur haft um ástina og kynlífið og samskipti kynjanna.
Konur geta gert sér upp fullnægingu en karlmenn geta gert sér upp heilu samböndin. Sharon Stone
Ég vildi að ég fengi jafn mikla athygli í rúminu og ég fæ í blöðunum. Linda Ronstadt.
Kærastan mín hlær alltaf þegar við elskumst, alveg sama hvað hún er að lesa. Steve Jobs.
Einmitt, orðið skilnaður kemur úr Latínu og merkir þar að slíta af manni kynfærin í gegnum seðlaveskið. Robin Williams
Ég hef enn ekki heyrt karlmann kvarta yfir að þurfa að sameina starfsferil og hjónaband. Gloria Steinem
Ég veit að það hljómar einkennilega komandi úr mínum munni, en ég er orðin þeirrar skoðunar að kynlíf sé aðeins til þess að fjölga mannkyninu. Eric Clapton
Það er tími til að vinna og tími til að njóta ásta. Til annars er engin tími. Coco Chanel
Allt sem er á annað borð þess virði að gera það, á að gera hægt. Mae West
Ást er ómótstæðileg þrá eftir að vera ómótstæðilega þráður. Mark Twain
Konur þurfa ástæðu til að hafa kynmök, karlmenn þurfa stað. Billy Crystal
Í stað þess að gifta mig aftur ætla ég að finna konu sem mér líkar ekki við og kaupa handa henni hús. Rod Stuart
Ég er svona góður elskhugi af því að ég æfi mig mikið einn. Woody Allen
Að vera sexý er 50% það sem þú hefur og 50% það sem fólk heldur að þú hafir. Sophia Loren
Kannski að þetta marki tímamót á starfsferli mínum. Paris Hilton á hinu fræga sex videoi sínu.
Er þetta byssa sem þú ert með í vasanum eða ertu bara svona glaður að sjá mig? Mae West
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Dægurmál, Heimspeki, Lífstíll | Breytt s.d. kl. 01:08 | Facebook
Athugasemdir
hehe, skemmtilegt!
Rut Sumarliðadóttir, 8.6.2009 kl. 13:01
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 8.6.2009 kl. 13:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.