Harmleikurinn við Beachy Head

Breskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um þá hörmulegu atburði sem áttu sér stað s.l. sunnudag við Beachy Head hamra í austur Sussex. forsaga þeirra er í stuttu máli þessi;

Kazumi, Neil og SamKazumi og Neil Puttick eignuðust son fyrir fimm árum. Þau nefndu hann Sam. Aðeins sextán mánaða lenti hann í bílslysi og hlaut af því miklar mænuskemmdir. Sam lamaðist frá höfði og niður. Móðir hans Kazumi sem var hjúkrunarkona að mennt helgaði sig algjörlega umönnun Sams litla og sérstakur sjóður var stofnaður til styrktar honum. Með aðstoð sjóðpeninganna var keyptur sérútbúnaður fyrir Sam. Í janúar er haft eftir föður hans í viðtali þar sem hann þakkaði öllum sem að höfðu komið. "Ég er faðir sem aðeins langar til að sjá son sinn vaxa úr grasi hamingjusaman og heilbrigðan. Þið hafið gefið fjölskyldu okkar tækiæri til að sjá son okkar alast upp, þrátt fyrir slysið, og verða að þeirri persónu sem hann alltaf hefði orðið að."

Fyrir viku síðan veiktist Sam og læknar greindu hann með alvarlega heilahimnubólgu. Foreldrum hans var sagt að batahorfur væru afar litlar. Þau ákváðu að fara með Sam heim þar sem hann dó s.l. föstudag.

Á sunnudagskvöl fann strandgæslan lík Kazumi, Neils og Sams fyrir neðan klettana við ströndina við Beachy Head. Bifreið þeirra hjóna fannst í stæði skammt frá þessum alræmda sjálfvígastað, um 150 km. frá heimili þeirra. Niðurbrotin og yfirbuguð af sorg höfðu hjónin komið líki Sams fyrir í bakpoka ásamt uppáhalds leikföngunum hans og stokkið með hann á milli sín fram af 150 metra háum sjávarklettunum.

 

Hér að neðan er stutt myndband sem sýnir foreldra Sams þjálfa hann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þau hafa upplifað algjört tómarúm eftir andlát litla drengsins.

Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 04:18

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Guð hvað þetta er sorglegt.

Rut Sumarliðadóttir, 4.6.2009 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband