Susan Boyle lögð inn á geðdeild

susanBoyle_1401021cAðeins einum degi eftir að hafa náð öðru sæti í stærstu hæfileikakeppni Bretlands, er söngkonan Susan Boyle í vandræðum. Miskunnarlaus pressan sem m.a. hefur uppnefnt hana "loðna engilinn" veittist að henni á rætinn hátt strax daginn eftir og sagði að hún hefði "tapað" keppninni þrátt fyrir að hafa fengið lengri tíma á sviðinu en aðrir keppendur. Þá hefur mikið verið gert úr þeim peningum sem Susan á hugsanlega í vændum vegna frægðar sinnar, þótt ekki hafi enn verið skrifað undir einn einasta samning þar að lútandi. Nú hefur Susan fengið alvarlegt taugaáfall og verið lögð inn sjálfviljug á geðdeild í Lundúnum. Scotland Yard skýrði frá því að lögreglan hefði verið kölluð að hóteli hennar í gærkveldi og að læknir hefði úrskurðað hana til vistar á stofnuninni í samræmi við geðheilsulögin. Pistill um Susan skrifaður fyrir keppnina á laugardagskvöld hér.

Millvina  Dean Látin

millvina%20deanHún var aðeins níu vikna gömul og á leið yfir Atlantshafið með foreldrum sínum  um borð í Titanic þegar það sökk. Í gær fór hún yfir móðuna miklu síðust allra farþega hins fræga fleys, búin að lifa rúm 97 ár. Fyrir nokkru skrifaði ég fáeinar línur um Millvinu hér á blogginu. Við það er í sjálfu sér engu að bæta. Þann pistil er að finna hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Oj! Fólkinu.

Takk! Kerlu.

Davíð Kristjánsson (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 02:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband