Baugsbossar styrkja aftur stöðu sína í Bretlandi

6006b020451314e48cde880d286dce84_300x225Um hríð hefur ekki borið mikið á fréttum um Ísland eða Íslendinga í bresku pressunni. En í dag vekur The Mail on Sunday athygli á því að Baugsbossarnir Gunnar Sigurðsson og Jón Ásgeir sé aftur farnir að færa sig upp á skaftið í bresku athafnalífi, þrátt fyrir að fjöldi manns sitji með sárt ennið eftir viðskiptaævintýri þeirra í landinu. 

jon-asgeir-londonGunnar er nú aftur komin í stjórn House of Fraser en hann gaf eftir stöðu sína þar á síðasta ári. Hann er þá í stjórn sjö fyrirtækja, þar á meðal fyrrum Baugseigninni Aurum Holdings sem eiga skartgripakeðjuna Goldsmiths og Corporal Limited sem eiga leikfangaverslunina Hamleys. Sigurður situr einnig í stjórn móðurfyrirtækis House of Fraser sem heitir Highland Group þar sem hann hefur setið frá því árið 2006. Jón Ásgeir sem einnig á sæti í stjórn Highland Group er stjórnarformaður Iceland verslunarkeðjunnar sem selur frosin matvæli í Bretlandi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

.....Og ég sem stóð í þeirri meiningu að drengirnir væru bláfátækir, bankarnir hefðu yfirtekið allar eigur (okkar).

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 19:39

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Óskar Þorkelsson, 31.5.2009 kl. 21:18

3 identicon

Gerum út flokk manna,og sækjum þessa skemmdarvarga.

Númi (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 21:18

4 identicon

Hehehe...fyndið að fylgjast með abbóköllum sem hafa hæfileikamenn á heilanum :)  Orðabók Menningarsjóðs:  Minnimáttarkind..flettið því upp greyin mín... þar er aumingjum lýst..og haldið bara áfram að skítkasta og öfundast útí menn sem geta eitthvað ;>)

Gleðilegt sumar, hef samúð með minnimáttarkindum (en mátulega mikla) :)

Sigfús Austfjörð (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 21:45

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

minnimáttarkind ?  ertu fífl Sigfús ?

Óskar Þorkelsson, 1.6.2009 kl. 01:15

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég held satt að segja að Sigfús sé að fíflast í okkur Óskar :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.6.2009 kl. 01:48

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

vonandi :) ég náði bara ekki gríninu hjá honum ...

Óskar Þorkelsson, 1.6.2009 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband