20.000 drepnir á meðan heimurinn horfði annað

Meðfylgjandi myndband talar sínu máli. Komið hefur í ljós að á lokasprettinum í borgarstyrjöldinni á Siri Lanka voru meira en 20.000 óbreyttra borgara drepnir af ríkishernum. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna sem fyrstir fengu aðgang að þeim svæðum þar sem Tamílar vörðust hvað harðast, segja að sú tala eigi eftir að hækka. Ríkisstjórn Siri Lanka lét eins og kunnugt er banna allan aðgang fréttamanna og hjálparstofnanna að þeim svæðum sem harðast urðu úti í bardögunum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

fréttir eru ekki góðar ef þú ert í stríði og villt útrýma einhverjum...

Óskar Þorkelsson, 30.5.2009 kl. 11:30

2 identicon

Halló Svanur minn . Ég les alltaf bloggið þitt mér til fróðleiks of gamans. (og átti það að vera)! Einhvernvegin dettur mér alltaf í hu "I´m walking on sunshine" Hafðu það ævinlega sem best , Bestu kveðjur, Hrefna Birgisdóttir.

Hrefna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband