29.5.2009 | 02:42
Eru blæjuklæddar konur dónar?
Það var sól og sumarylur og ég stóð á götuhorni og beið ásamt öðru fólki eftir að götuljósið yrði grænt. Ég leit á fólkið sem stóð við hlið mér og veitti athygli síðskeggjuðum en ungum manni. Hann var klæddur í stuttbuxur og stutterma skyrtu. Fyrir aftan hann stóð konan hans, svartklædd frá toppi til táar í burku og með hijab og með svarta andlitsgrímu og net fyrir augunum. Ég snéri mér að manninum, horfði á konuna hans og sagði; "Þér getur ekki verið alvara". Hann svaraði; "skiptu þér ekki að því sem þér kemur ekki við". Græna ljósið losaði mig undan frekari andsvörum því maðurinn með skeggið og konuna sína í svörtum poka, þremur fetum á eftir sér, strunsaði yfir götuna.
Í dag las ég greinarstúf eftir blaðamann sem heitir Matthew Parris og skrifar fyrir The Times. Í greininni segist hann vera nýkominn frá Tyrklandi, Sýrlandi og Lebanon. Á fyrsta degi eftir komu sína til Bretlands sá hann fleiri konur klæddar í dragsíðar búrkur og með fullt hijab í Tower Hamlets í London en í Damaskus. Í Sýrlandi sem er menningarlega afturhaldsamasta land Múslíma segir hann eina konu af hverjum tíu ganga með andlitsblæju.
Það er marg-staðfest af fræðimönnum Múslíma að það er ekki trúarleg skylda fyrir konur að klæðast fullu Hijab. Flestar íslamskar konur ganga með höfuðklúta en andlitsgrímur og augnanet er algjörlega menningarleg fyrirbæri. Parris spyr hversu langt vesturlandabúar eigi að ganga í að umbera slíka framkomu sem samræmist alls ekki vesturlenskri menningu.
Í Kína þykir ekkert tiltöku mál fyrir fólk að spýta. Um leið og Kínverjar leggja land undir fót til annarra landa , hætta þeir spýtingunum. Hjá mörgum Afríkuþjóðum tíðkast það að konur ganga um berbrjósta. Í stórborgum Evrópu sérðu afar sjaldan berbrjósta konur á almannfæri og ef það gerist eru þær venjulega ekki frá Afríku. Ef vesturlandabúi heimsækir mosku fer hann úr skónum þótt það sé ekki siður þegar hann heimsækir t.d. kirkjur. Vesturlandabúi mundi heldur ekki drekka vín á almannafæri í miðri Damaskus því þar er slíkt talið mikill ósiður.
Að setja upp grímu þegar fólk yfirgefur húskynni sín er truflandi fyrir vesturlandabúa (nema það sé gert til skemmtunar) og jafnvel ógnandi. Börn verða hrædd þegar það sér grímuklætt fólk á ferli.
En hversvegna er það svona algengt í London og öðrum stórborgum vesturheims að sjá íslamskar konur sem með þessum klæðnaði sínum ganga algjörlega á skjön við allar hefðir og venjur umhverfis síns? Eru þær svona miklir dónar?
Parris spyr hvort íslamskar konur sem klæðast blæju og jafnvel augnaneti, viti ekki að þær gera þetta í blóra við viðtekna samfélagshætti eða hvort þeim sé einfaldlega sama því ætlunin sé fyrst og fremst að storka umhverfinu með þessum trúarpólitíska klæðnði.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Lífstíll, Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:44 | Facebook
Athugasemdir
Þær konur sem klæðast á þennan hátt í vestrænum samfélögum gera það eflaust að tilskipan karla í sinni fjölskyldu. (Reyndar líka kvenna, þar sem konur sem sjálfar hafa sætt kúgun alla ævi taka oft þátt í að kúga yngri kynsystur sínar). Hugsanlega verður vald viðkomandi karla yfir konum í fjölskyldunni meira utan heimalandsins. Matthew Parris er hins vegar enginn sérstakur trúarmannfræðingur. Þetta er bara "observation" hjá honum.
Svona svipað og ég fékk nett sjokk í Kina yfir þessu ótrúlega ógeðslega hrákastandi ! Hafði einmitt aldrei séð Kínverja gera þetta á Vesturlöndum og hélt t.d. að sætu fluffurnar á Sjanghæ flugvelli væru allar eitthvað alvarlega veikar þegar þær byrjuðu að hrækja sem óðar væru í alla vaskana inni á kvennaklósetti...
Reyndist bara vera lókalkúltúr.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 29.5.2009 kl. 03:44
Hef mikið spekúlerað í þessu; og kannski aðeins víkkað út;
þegar fólk ákveður að flytjast búferlum í annað land, með aðra menningu, hætti og siði, er það ekki í hæsta máta hrokafullt, að ætlast til að mannfólkið aðlagist því, fremur en það aðlagist landinu sem það kaus að flytjast til.
Dæmi, Kanadamenn eru umburðarlyndir út fyrir gröf og dauða, þegar kemur að innflytjendum, enda er hér fjörleg, yndisleg flóra af fólki úr öllum heimsálfum, dölum og sveitum. Í náttúrufræðitíma í barnaskóla, átti skarinn að útbúa skókassa og safna í hann dóti sem minnti á Kanada. Þetta var spennandi og skemmtilegt verkefni, skókassinn skrýddur hlynlaufum og rauðum rákum og hvað eina, nema hvað kínversku nemendurnir fengu undanþágu........ undanþágu frá hverju ,..... jú þau fengu að gera dýrakassa í staðinn, því það mátti ekki ögra menningu þeirra!! Þegar piparkökuhúsaföndurtíminn kom, fengu kínverjarnir frí þann daginn. Og svo var rembst og reynt að setja það í lög að segja "Happy Holiday" í staðinn fyrir "Merry Christmas".
Svanur þetta er eitt lítið dæmi, á mörg svipuð, svolítið spurning um að hafa bein í nefinu finnst mér, í þessu tilfelli yfirvöld í Kanada ... og hana nú.
Sikkarnir nágrannar mínir eru alveg sérstakur kapituli, en ábyggilega yndislegt fólk.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 29.5.2009 kl. 06:59
Ég var um 1 ár starfandi við fiskvinnslu í Jemen á stað þar sem Islam er mjög "virkt" í bæ sem heitir Mukalla (prófið að googla og fá mynd upp þá vitið hvað ég á við) Þó ég hafði viljað þá var það ekki til siðs að ég væri í stuttbuxum þrátt fyrir 45°hita, í stuttu máli þurfti ég að aðlaga mig að þeirra siðum, sem var sjálfsagt mál, þó oft á tíðum hafi verið skrítið/erfitt. Hvar vara þetta Svanur sem þú varst að bíða eftir grænu ljósi? hér á Íslandi?
Arnbjörn (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 10:06
Sæll Arnibjörn. Græna ljósið var í borginni Bath á Englandi.
Svanur Gísli Þorkelsson, 29.5.2009 kl. 10:40
Sæl Hildur og takk fyrir þetta.
Flestir múslímar í Bretlandi eru frá Pakistan. Í Pakistan ganga flestar konur um án búrku eða fulls hijab, ekki vegna þess að karlarnir leyfa það, heldur vegna þess að menningarlega eru þeir tengdir Indlandi að sjálfsögðu. Skrýtið að karlarnir fara allt í einu að finna fyrir kúgunargirni á þennan hátt þegar þeir koma til Bretlands.
Svanur Gísli Þorkelsson, 29.5.2009 kl. 11:23
Sæl Jenný.
Hvað er þetta með Kínverja í Kanada. Ég bjó í Kanada í fjögur ár og man ekki eftir neinu misjöfnu með þá. Er þetta eitthvað nýtilkomið? -
En ég er sammála því að þegar kemur að menningarlegri samsömun má alveg sýna smá umburðalyndi á báða bóga en meginreglurnar ættu samt að vera skýrar.
Svanur Gísli Þorkelsson, 29.5.2009 kl. 11:30
When in Rome...........
Rut Sumarliðadóttir, 29.5.2009 kl. 13:42
...shit marble, einmitt Rut :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 29.5.2009 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.