Verðandi feður fitna á meðgöngutíma makans

scottbaioAð jafnaði bætir verðandi faðir á sig 6.35 kg. á meðan að meðgöngu makans stendur. Þetta kemur fram í nýlegri skoðanakönnun sem gerð var í Bretlandi fyrir markaðsfyrirtækið Onepoll. 

1000 af 5000 karlmönnum sem tóku þátt í könnuninni sögðu að matarskammtarnir hefðu einfaldlega stækkað og 41% þeirra sögðu að meiri snarlfæðu væri að finna í húsinu.

Þá kom í ljós að 25% karla borðuðu meiri mat til að mökum þeirra liði betur með að þyngjast.

Uppáhald  óléttu snarl feðra er m.a. pizza, súkkulaði, kartöfluflögur og bjór.

 

Meðalþunginn sem feður auka við sig sest aðallega um mittið og mittismálið eykst um tvær tommur. Fjórðungur viðurkenndi að hafa fjárfest í sérstökum þungunarfatnaði.

Fimmtungur kvaðst ekki hafa gert sér grein fyrir þyngdaraukningunni fyrr en fötin sem þeir klæddust hættu að passa.

42% sögðust sækja veitingastaði og krár meira með maka sínum á meðgöngunni en áður, til þess eins að gera mest úr þeim tíma sem þau höfðu til að vera saman ein þangað til að barnið fæddist.

En aðeins þriðjungur karlanna tók þátt í grenningarprógrammi makans eftir fæðinguna.  

ff1Ekki konum að kenna

Verðandi mæður þyngjast að meðaltali um 16 kg. á meðgöngunni. Það er ekkert óeðlilegt þótt þær neyti feitari fæðu og borði snarl oftar en áður.

Á meðgöngunni eru konur einnig hvattar til að neyta sem nemur 300 hitaeiningum meira á dag en ella. Það er ekki nema von að karlmenn freistist til að taka þátt þegar eldhússkáparnir fyllast allt í einu að snakki og snarlmat.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið  er  gott  að  fá  svona  upplýsingar.  Það  breytir öllu.

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 09:45

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þetta er mín reynsla :) ég á 3 og þyngdist um 20 kg frá fyrsta til síðasta barns .. tók 4 ár.

Óskar Þorkelsson, 24.5.2009 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband