Margraddaður söngur Svansa

SvanetiHæstu mannabyggðir í Evrópu er að finna í norð-vestur Georgíu, nánar til tekið á hálendissvæði sem kallað er Svanatía. Fjóra af hæstu tindum Kákasusfjalla er að finna í héraðinu sem byggt er af fornum ættbálki sem kennir sig við hálendið og nefnist Svansar.

Tungumál þeirra kallast svaníska og er hluti Kartvelískri málísku þeirri er Mingreliar og  Lazar (einnig minnihlutahópar í Georgíu) mæla á. Þrátt fyrir að talið sé að Svansar séu rúmlega 30.000, hefur tunga þeirra farið halloka fyrir georgísku og nú er áætlað að almennt tali svanísku aðeins 2500 manns. 

Svansa hermennSvansar eiga sér glæsta sögu og fyrst er a þá minnst af gríska sagnfræðingnum Strabo. Gullöld þeirra var þegar hin sögufræga drottning Tamar réði Geogíu (1184 - 1213) en þá studdu Svansar hana dyggilega og fylltu raðir riddara hennar. Þeir færðu henni marga frækna sigra enda orðlagðir fyrir að vera öflugir stríðsmenn. Þegar að Mongólar lögðu að mestu undir sig Georgíu nokkrum árum eftir dauða Tamar, náðu þeir aldrei að sigra Svanatíu. Héraðið varð að griðastað fyrir alla þá sem ekki vildu lúta yfirráðum þeirra.

Svansískar dansmeyjarÞrátt fyrir harða andspyrnu náðu Rússar að innlima Svanatíu í ríki sitt árið 1876.

Seinna þegar rússneska byltingin var gerð reyndu Svansar enn að brjótast undan yfirráðum þeirra með blóðugri andbyltingu árið 1921,  en hún var kveðin niður.

Eftir að Sovétríkin liðuðust sundur hafa Svansar tilheyrt Georgíu en tilvisst þeirra er ógnað sökum tíðra snjóflóða og aurskriða. Á allra síðustu árum hefur fjöldi Svansa flutt af hálendinu og niður í borgir Georgíu.

Svansa fjölsk.Svansar tilheyra Georgísku réttarúnarkirkjunni og tókst að viðhalda menningu sinni óbreyttri í gegnum aldirnar.

Þeir voru og eru enn hallir undir blóðhefnd, jafn vel þótt lög landsins banni hana. Þeir halda sig við smáar fjölskyldur þar sem faðirinn ræður lögum og lofum, en hafa jafnframt í heiðri eldri konur hennar. Sagt er að sú hefð eigi rætur sínar að rekja til Tamöru drottningar sem Svansar tóku nánast í guðatölu.

Framar öllu öðru hefur tungumál og menning Svansa verið varðveitt í söng þeirra og kveðskap. Hinn fjölraddaði Georgíski karlasöngur, gerist ekki flóknari en sá sem úr börkum Svansa kemur. Hér að neðan er hægt að hlusta á sýnishorn af svansneskum söng og í leiðinni hægt að skyggnast um í Svanatíu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Merkileg saga.. ég tók eftir turnunum í bæjunum hjá þeim og minna þeir mig á svipaða turna á norður italíu.. en þar voru turnarnir hrein fjölskylduvirki á miðöldum.. skuldi það sama hafa verið upp á teningnum í Svanatíu ?

Óskar Þorkelsson, 23.5.2009 kl. 23:00

2 identicon

Það kæmi mér ekki á óvart að sá sem samdi tónlistina í myndinni um Ronju ræningjadóttur hefði kynnt sér þessa músík. Mjög flott.

Davíð Kristjánsson (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 23:04

3 Smámynd: Eygló

Ert þú ekki einmitt ættaður þar, Svansi?

Eygló, 24.5.2009 kl. 00:56

4 Smámynd: Eygló

Ert þú ekki einmitt ættaður þaðan, Svansi?

Eygló, 24.5.2009 kl. 00:56

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Mér kæmi það ekki á óvart Maíja

Nákvæmlega Óskar. Blóðhefndin landlæg eins og á Ítalíu og hvert heimili virki.

Svanur Gísli Þorkelsson, 24.5.2009 kl. 01:55

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þú segir nokkuð Davíð. Var það ekki Björn Isfält sem m.a. gerði líka tónlistina fyrir Mit liv som hund og Bróðir minn ljónshjarta. Hann var svo fjölhæfur og mikill kúnstner að ég gæti vel trúað að þetta væri rétt hjá þér.

Svanur Gísli Þorkelsson, 24.5.2009 kl. 02:09

7 Smámynd: Unnur Guðrún

skemtileg og fróðleg lesning. þessi söngur minnir töluvert á söng ræningjan i myndinn av Ronýu ræningjadóttur.

Unnur Guðrún , 24.5.2009 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband