Hvað á að gera við bólgið sjálf?

117073917_51375f15be"Það sem við óttumst mest er ekki að við séum ófullkomin. Það sem við óttumst mest er að við séum óendanlega voldug. Það er ljósið í okkur, ekki myrkrið, sem við hræðumst mest. Við spyrjum sjálf okkur að því;"hvers vegna ætti ég að vera snjöll, fögur, hæfileikarík og fræg?" Spurningin ætti frekar að vera, "hvers vegna ekki ég." Þú ert barn Guðs. Að látast vera lítilfjörlegur þjónar ekki  heiminum. Það er ekkert göfugt við að skreppa saman svo fólk finni ekki fyrir óöryggi í nálægð þinni. Við vorum fædd til að opinbera dýrð Guðs sem er innra með okkur. Hún býr ekki aðeins í sumum okkar, heldur öllum. Þegar þú lætur eigið ljós skína gefur þú ómeðvitað öðru fólki leyfi til að gera slíkt hið sama. Þegar við losnum við eigin ótta, frelsar nærvera okkar sjálfkrafa aðra."

Monarch_butterfly_7Ég rakst á þessa tilvitnun á fésbókarsíðu frænku minnar, reyndar á ensku, en ákvað að snara henni og birta hana hér á blogginu til gamans og fróðleiks. Tilvitnun kemur frá Marianne Williamson sem er bandarískur rithöfundur og predikari í svo kallaðri Einingarkirkju sem var stofnuð í Bandaríkjunum á síðari hluta 19. aldar. Meira um hana að finna hér fyrir áhugasama.

Það sem vakti áhuga minn við efni þessarar tilvitnunar er að hún fjallar um sjálfsmynd okkar. Flestum þykir mont og sjálfhælni leiðinlegir persónueiginleikar en samt finnum við öll fyrir kenndum sem hæglega geta orðið að grobbi og monti sé þeim ekki rétt stýrt. Marianne bendir þarna á frábæra leið til að horfa á okkur sjálf í þessu tilliti. Sjálfupphafningartilfinningin er tempruð með þeim tilgangi að vera öðrum hvatnig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Góðir punktar þarna. Ég tek þetta til athugunar.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 22.5.2009 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband