Smáfólkinu í Afríku nauðgað.... aftur

African_Pigmies_CNE-v1-p58-BÍ mörgum Afríkulöndum er að finna ættbálka smávaxins fólks sem kalla sjálfa sig ýmsum nöfnum eins og Aka, Baka, Mbuti og Twa. Hver þessara ættbálka er samsettur af ættflokkum sem einnig bera sérstök heiti. Að auki eru til á hinum mörgu Afríkumálum ýmis nöfn yfir þetta smáfólk á meðal hverra hæstu karlmenn verða aldrei hærri en 150 cm. Þá búa ættbálkar smáfólks í Taílandi, Malasíu, á Indónesíu, á Filippseyjum, á Papúa Nýju Geníu, í Brasilíu og í Bólivíu og bera þeir allir sérstök heiti, rétt eins og við köllum okkur Íslendinga.  

Vesturlandabúar þ.á.m. Íslendingar, kjósa enn að kalla þetta fólk Pygmýja sem er komið úr grísku og fyrir utan að vera sú stærðaeining sem lýsir fjarlægðinni á milli olnboga og hnúa er nafn á einhverjum dvergum sem bjuggu í Eþíópíu og/eða á Indlandi og fornskáldið Hómer lýsir fyrstur manna.

Sjálfu finnst smávaxna fólkinu þetta orð óviðeigandi og vilja láta kalla sig því nafni sem það nefnir sig sjálft. 

Að kalla smáfólkið Pygmýja, er ekki ósvipað því þegar fáfrótt fólk talar um Grænlendinga sem Eskimóa.

Eins og tugir annarra netmiðla, flytur Mbl.is um þessar mundir fréttir  af hópi smáfólks  í Austur-Kongó, sem er af Aka ættbálknum og býr í þorpinu Kisa í Walikalen. MBL.is  kallar þá Pygmýja. Smáfólk þetta, sem annað,  kemst ekki oft í heimsfréttirnar og t.d. var lítið sem ekkert um það fjallað þegar að styrjöldin í Kongó stóð sem hæst og pyntingar, nauðganir og fjöldamorð á Aka og Baka fólkinu, voru daglegt brauð. Heimurinn kærði sig kollóttann þótt einhverjir "villimenn" dræpu aðra "villimenn" í Kongó.

pygmies-754018Nú gerðist það fyrir nokkrum vikum að einhverjir hjátrúarfullir og fáfróðir villimenn, sem starfa fyrir ríkjandi stjórnvöld í Kongó, réðust einu sinni enn á smáfólkið. Í þetta sinn í þeim eina tilgangi að nauðga gömlum konum og kornabörnum í þorpinu og síðan höfðingjanum sjálfum. Hluti þessarar "manndómsvígslu" var að gera skömm höfðingjans sem mesta og því var hinum nauðgað að konu sinni og öðrum þorpsbúum ásjáandi.

Nú er allur heimurinn orðin vitni að skömm hans og þetta þykir góður fréttamatur og fullboðlegt í dag, þótt þetta hafi gerst og komið fyrst fram fyrir nokkrum vikum.

 Einhver gerði sér grein fyrir því að það sem þykja mundi fréttnæmt væri að villimennirnir trúðu því, eftir því sem sagt er, að þeir mundu hljóta við þessi voðaverk "yfirnáttúrlega krafta". Sá hluti sögunnar varð að fyrirsögn fréttarinnar.

aka_fatherFlestar þær greinar sem ég hef séð um málið, (þær skipta tugum)  eru nánast algjörlega eins, orðrétt uppétnar eftir hverjum þeim sem fyrstur skrifaði fréttina um þessi gömlu tíðindi.

Engin þeirra gerir minnstu tilraun til að skýra baksvið þessarar fréttar eða kynna fyrst og fremst fyrir okkur þolendurnar voðaverkanna sem í henni er lýst.  Gerendur slíkra óhæfuverka eiga hvort eð er svipaða sögu að baki, hverrar þjóðar sem þeir kunna að vera.

Og Engin greinin getur þess t.d. að þessum sérstaka ættbálki tilheyrir fólk sem í er að finna elstu mannlegu litningana. Þeir eru því elsta "gerð" mannvera sem til er í heiminum. Það var frá sömu slóðum og eru og hafa verið hefðbundin heimkynni þeirra, að lítill hópur fólks tók sig upp fyrir ca. 200.000 árum og hélt norður á bóginn. Af honum er mannkynið komið.

Aka fólkið er enn á einskonar millistigi jarðræktar og safnarastigs. Það neytir 63 mismunandi tegunda jurta, 20 skordýrategunda, hunangs frá 8 mismunandi tegundum býflugna og kjöts af 28 tegundum dýra.

DR_Congo_pygmy_familyÞess er heldur ekki getið að feður af Aka ættbálknum, verja meiri tíma með afkvæmum sínum en nokkrir aðrir feður í heiminum. Börn þeirra eru innan seilingar þeirra 47% af deginum og þeim hefur verið lýst sem bestu feðrum í heimi. Þeir taka upp börn sín, knúsa þau og leika við þau, fimm sinnum oftar en aðrir feður í hinum ýmsu samfélagsgerðum heimsins. Það er álitið að ástæða þess sé hin sterku bönd sem eru á milli eiginmanns og eiginkonu í samfélgi þeirrra. 

Alla daga hjálpast hjónin að við veiðar, fæðusöfnun og  eldamennsku og deila auk þess frítíma sínum með hvort öðru. Það eru sterk samsvörun milli þess tíma sem hjónin verja saman og þess tíma sem karlmaðurinn ver til að veita  börnum sínum umhyggju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Svanur.

Þetta er í einu orði "viðbjóður".

Kveðja

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 03:16

2 identicon

sæll,

takk fyrir áhugaverðan pistil!

Kristín Hildur Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 09:35

3 identicon

Trúarbrögð aka hjátrú ... what can I say, it sucks

DoctorE (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 17:38

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

mjög áhugaverð grein og hræðilegt að heyra um meðferð á þessu fólki sem svo mörgu öðru fólki þar sem illskan og fáfræðin ræður ríkjum

Mjög áhugavert að heyra hversu þróaðir feðurinir eru og mikill kærleikur frá þeim til afkvæmanna. Takk fyrir þennan fróðleik sem ég hef ekki lesið eða heyrt áður og varð til að auka skilning minn á lífinu.

s

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.5.2009 kl. 21:09

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þakka þér enn einn fróðleikinn sem þú færir okkur bloggurum. - Ég veit eiginlega ekki hvað eða hvernig ég get sagt eitthvað meir, mér bara líður þannig eftir lestur þessa pistils.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 12.5.2009 kl. 00:53

6 Smámynd: Sólveig Klara Káradóttir

Frábært hjá þér að kynna þér þetta svona vel og birta þessa færslu. Sorglegt hvernig farið er með bræður okkar okkar og systur og að ekki skulu fleiri vera talsmenn þeirra. Þeirra menning er greinilega mjög áhugaverð og við gætum lært mikið af þeim er ég hrædd um.

Sólveig Klara Káradóttir, 12.5.2009 kl. 20:52

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

þakka þér fyrir fróðlega grein. þó ekki væri fallegt það sem fram í henni kom um þetta andstygglega ofbeldi gagnvart þessum bræðrum okkar og systrum.

Svava frá Strandbergi , 14.5.2009 kl. 02:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband