Næst tekur til máls hæstvirt þriðja þingkona Reykjavíkurkjördæmis norður, Illugi Gunnarsson

11427032872r0O5KEf að mæðraveldi (matriarchy) hefði verið við lýði á Íslandi, mundu þá karlmenn sem kosnir væru til þings á öld jafnréttis og jafnræðis, láta sér lynda að vera kallaðir "þingkonur".

Og mundu þeir karlmenn sem eftir langa jafnréttisbaráttu næðu þeim árangri að setjast í ríkisstjórn, vera ánægðir með að vera titlaðir "ráðfrúr"?

Stjórnsýslutitlum á Íslandi fylgja kyngreiningar. Uppbygging tungumálssins gerir ráð fyrir því, ólíkt sem gerist t.d. í ensku.  En hvers vegna er þá ekki almennt talað um þingkonur og ráðfrúr? Þingkona á þingi er kölluð "hæstvirtur þingmaður" aldrei hæstvirt þingkona. Hvers vegna ekki? Reglum tungumálsins er þarna varpað fyrir róða í krafti misréttis.

Eitt sinn var sú tíð að eingöngu konur gengdu starfi flugfreyja og/eða flugþerna. Um leið og karlmenn fóru að sinna þeim störfum tóku þeir upp starfsheitið flugþjónn. Það kom ekki til greina fyrir þá að vera kallaðir þernur eða freyjur.

Eins er með hjúkrunarmenn sem áður voru kallaðir hjúkrunarfræðingar.

hejabHér áður fyrr voru konur sem stýrðu búi kallaðar bústýrur. En um leið og þær eru settar við stjórn á fyrirtækjum verða þær forstjórar, ekki forstýrur. Hvaða karlmaður mundi una því, ef saga okkar hefði verið á aðra lund, að vera kallaður forstýra eða bankastýra.

Á áttunda áratugnum var gerð gagnskör að því að laga málrænt og hugrænt umhverfi okkar að kynjajafnrétti. Við vöndumst meira að segja á að kalla forsetann okkar frú. - Síðan þá hefur greinilega verið slakað á klónni og eiginlega verður maður ekki einu sinni var við jafnréttisumræðuna lengur.

Hvers vegna? Sá spyr sem ekki veit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Konur eru kvenMenn en ekki Karlar

Orðið Human á íslensku, er Maður og það er ekki móðgun fyrir konu að vera maður - mannvera. Það er ekki það sama og að vera karl. Þetta er spurning um túlkun á tungumálinu, túlkanir geta verið allavega og að ef það er ákveðið að það sé niðrandi fyrir konu að vera kallaður þingMaður, þá verður það það. Mér myndi finnast skynsamlegra að konur og menn séu Mannverur en ekki að karlar eru karlar og konur eru konur...það er ekki jafnrétti. Það er aðgreining.

Ásta Soffía (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 19:59

2 identicon

Það sem ég á við er að það er viðhorf sem skiptir öllu máli...tungumálið er bara tól til að tjá viðhorf. Orð hafa þá merkingu sem við leggjum í þau.

Ásta Soffía (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 20:08

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Satt Ásta og alveg rétt, spurning um túlkun. Það er kannski ekki niðrandi að kalla kvennmann  mann, en það fylgir orðinu ákveðin hefð, túlkun, sem er karlmanninum í vil. Það er miklu oftar talað um  mann og konu heldur en karl og konu. Maður pissar standandi og kona hálfkrjúpandi, einhver er maður með mönnum og maðurinn kvaðst hafa verið við stýrið, en konan í afturætinu. o.s.f.r.

Máltilfinning og túlkun rétt, en reyndu að setja orðið Karl í staðinn og allt byrjar að hljóma undarlega. Meiningin er augljós og  það er átt við karlmenn ekki mannveruna sem slíka. Orðið "Human" er venjulega þýtt mannvera, eða mennskur, mennsk, ekki satt. Ef þú segðir á ensku, "It was human", og þýddir það; "Það var maður", mundi karllæga merkingin íslenska gera þýðinguna ranga. Þú mundir þýða það; "Það var mennskt." eða "Það var mannlegt" - ekki satt?

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.5.2009 kl. 20:15

4 identicon

Konur verða þingmenn, ráðherrar og forstjórar, á meðan karlar verða ekki hjúkrunarkonur, flugfreyjur og fóstrur. Þegar þeir hasla sér völl í kvenlægum stéttum er starfsheitum breytt í hjúkrunarfræðinga, flugþjóna og leikskólakennara. Þetta virðist tilkomið vegna þess að kvenmenn eru líka menn. Gildir varla um herra sbr. ráðherra og stjóra sbr. forstjóra. Svona er þetta nú samt og hefur ekkert með þýðingu úr ensku og að gera, máltilfinningu eða túlkun. Eina skýringin hlýtur að vera sú að karlar gæta þess að bera ekki starfstitla sem kvengera þá á meðan konum er sama svo fremi sem þær fá að gegna störfunum og geta þjarkað áfram um misréttið. Sem sagt karlar breyta því sem er óþægilegt fyrir þá á meðan konur nöldra yfir því - og segir ekki einhvers staðar í Biblíunni að "nöldur konu er eins og sífelldur þakleki".  Heiti starfstitla verða alltaf á endanum karlkyns. Sem þýðir að við lifum ennþá í karlasamfélagi - karla og kvenkarla. kv. GP kvenmaður, ráðgjafi og verkefnastjóri :)

gp (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 23:06

5 Smámynd: Anton Þór Harðarson

gp, kanski er ástæðan að kona er maður, en karl getur ekki verið kona.

svo lengi sem kona er maður, þá er ekkert að því að kona verði þingmaður, en það er verra fyrir karl að vera hjúkrunarkona, ekki satt.

Ráðherra má svo samanlíkja með t.d lénsherra, en það er ekkert sem mælir í mót að kona sé lénsherra eða ráðherra, þar som orðið' herra í þessu sambandi  táknar ekki kyn, heldur stendur fyrir þann sem drottnar eða þann sem hefur vald.

Anton Þór Harðarson, 4.5.2009 kl. 11:51

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Sonur okkar hjóna fæddist í Svíþjóð. Okkar tengiliður í reglubundnu eftirliti var miðaldra maður og hafði starfsheitið "barnmorska". Það þýðir ljósmóðir á íslensku. Ég man ekki til þess að ljósmóðurinni þætti neitt að þessu kvenkyns starfsheiti sínu!

Þorsteinn Siglaugsson, 4.5.2009 kl. 12:03

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þetta eru góð rök hjá þér Anton með ráðherrann sem valdatitill. En í titlinum er falin mikil söguleg kynlæg mismunun sem ekkert verður við gert í dag. Kristur var herra hvíldardagsins og Guð sjálfur herra heimsins. Freyjur og frúr þessa heims voru kveðnar í kútinn af patríarka-kennivaldinu.

Samt finnst mér þetta ekki ganga upp.  Eiginkona ráðherra heldur þá áfram að vera ráðherrafrú og eiginmaður konu sem er ráðherra verður þá ráherraherra eða hvað :) Ég mundi vilja kalla hann ráðfrúarherra. Í tilfelli Jóhönnu gengur það ágætlega upp að kalla maka hennar ráðherrafrú, en það verður að teljast undantekning frekar en regla. Eða hvað veit maður :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 4.5.2009 kl. 12:18

8 identicon

Konur eru líka menn og orðalag sem þetta er hefð í málinu, á maður kannski að fara að segja sem svo: Ég sá leik um daginn, það voru Norðkonur að keppa við Þjóðverjur?

Ég held líka að réttindi og völd kvenna hér á landi séu miklu meiri en svo að hægt sé að tala um feðraveldi.

Sigvaldi Eggertsson (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 13:31

9 identicon

Góður pistill

Mér hefur aldrei verið nokkur leið að skilja hvernig í ósköpunum er hægt að komast að þeirri niðurstöðu að það sé ósköp eðlilegt að kona beri titilinn "herra" á þeim forsendum að orðið geti líka þýtt "sá sem drottnar eða fer með vald". Sú meining kemur augljóslega frá þeirri sögulegu staðreynd að áður fyrr höfðu menn einfaldlega ekki hugmyndaflug í að ímynda sér að konur gætu gegnt stöðum sem fela í sér svo mikið vald að "herra" sé bætti við í starfstitlinum.

Það að finnast það sjálfsagt að konur sætti sig við karlæg starfsheiti, en að finnast um leið jafnsjálfsagt að tungumálið sé aðlagað ef karlmaður gengur í starf sem hefur í gegn um tíðina einkum verið sinnt af konum felur í sér ókveðin ómeðvituð skilaboð sem eru eitthvað á þessa leið: Það er upphefði fyrir konu að fá að vera í karlsmannshlutverki. Hún má vera stolt af því að fá að vera "herra". Fyrir karlinn getur það hinsvegar þótt niðrandi og vandræðalegt að vera skilgreindur í kvenmannshlutverki.

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 17:00

10 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Takk fyrir það Auður. Við erum greinilega alveg á sömu línu í þessu máli.

Svanur Gísli Þorkelsson, 4.5.2009 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband