Samantekt á fréttanöldri

obama-100-daysObama er búin að vera við völd í USA í rúma 100 daga. Það eru mikil tímamót hjá þjóð þar sem hlutirnir gerast hratt. Obama er rosalega vinsæll eftir þennan tíma í embætti, um það bil eins vinsæll og forveri hans Bush var eftir fyrstu 100 dagana sína í Hvíta húsinu. Góður árangur hjá Obama!

bb79eda6-71a8-4416-b157-85fb902009afSvínaflensan er kominn á fulla ferð um heiminn.  Samsærismennirnir segja að hún sé sérhönnuð til þess að taka athyglina frá einhverju voðalega ljótu sem er að gerast í fjármálheiminum. Á hverju kvöldi birtist heimskortið á skjánum þar sem hvert land lýsist upp ef þar hefur fundist tilfelli. Svo virðist sem Svínaflensan sé miklu skæðari en fuglaflensan var og komið er í ljós að það er tilgangslaust að reyna að hindra útbreiðslu hennar. Viðbrögð stjórnvalda eiga að miðast frekar við meðhöndlun. Allir eru að kaupa sér andlitsgrímur nema múslíma-konur sem eiga þær til. Tölurnar yfir látna og veika birtast líka yfir hverju landi og svo segir þulurinn eða þulan frá því hvar sé líklegast að hún skjóti sér niður næst og hvað margir komi til með að deyja þar. Svei mér þá, ef þetta er ekki jafn spennandi og juróvisjón.

multiple_BURKA%20wivesOg vel á minnst, skartgripasali í Skotlandi er búinn að banna búrkur og andlistgrímur íslamskra kvenna í verslun sinni eftir að tveir karlmenn klæddir sem konur í serk og með grímur, rændu verslun hans. Nú verða íslamskar konur að hringja á undan sér og panta sér afgreiðslukonu ef ær vilja versla við hann.

Stríðið í Írak gengur vel. Það er búið að drepa þar dagskammtinn sem er venjulega milli 40-100 manns.

Goslokahteyjum2007097-viÁrni í Eyjum segir að það hafi verið unnið á móti honum í flokknum hans. Eitraðar tungur spilltu fyrir honum og hvöttu til þess að yfirstrika hann. Árni veit vel hvað það er að verða fyrir eitrun. Ég sá á honum hendurnar eftir að einhver eitraði fyrir honum fyrir þremur árum. Þær voru bólgnar og þrútnar. Nú bólgnar Árni aftur og þrútnar af réttlátri reiði. Pólitík er eitur.

Mín tillaga er að Árni J, Guðlaugur Þór sem langar svo til þess að verða aftur litli góði drengurinn,  og Björgvin pípari, (saklausi bankamálaráðherrann) taki sig saman og stofni með sér "Útstrikaða-flokkinn".

ViðræðurVG og Sf halda áfram að spjalla um hvernig þeir eigi að stjórna landinu. Það liggur ekkert á segja þau, því þau eru hvort eð er við stjórn. Stóra málið er auðvitað hvernig á að standa að því að ganga í Evrópubandalagið. Samfylkingin vill ekki ganga í EB, heldur hlaupa þangað og VG vilja heldur ekki ganga í það, en eru tilbúnir í að skríða.

2003123112046920Svo eru það hremmingarnar hans Þráins. Í Borgarhreyfingunni á fólk að vera svo heilagt að það á að skila launum fyrir störf sem það hefur fyrir löngu unnið. Að auki er hér um að ræða "verðlaun" sem hann var "heiðraður" með. Nú er heiður hans fallinn að sumra mati sem vilja að hann skili verðlaununum rétt eins og íþróttagarpur sem hefur orðið uppvís af dópnotkun. Þráinn; nú er tími til kominn að hvetja exina og höggva nokkrar gagghænur.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Skemmtileg efnistök Svanur,  sýnist að  þér hafi tekist að ná flestu því er flæðir um hugann þessi dægrin, allt frá Obama til stjórnarmyndunar.  Pæli hins vegar ekkert í Þránni og meintum 'spillingastimpli' sem á hann hefur verið lagt, gjörsamlega að ósekju. 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 29.4.2009 kl. 19:16

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

góður að vanda Svanur :)

Óskar Þorkelsson, 29.4.2009 kl. 20:27

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Fín fréttaskautun...

Steingrímur Helgason, 29.4.2009 kl. 22:56

4 identicon

Já, hví vill fólk að maðurinn skili unnum heiðurslaunum ef hann hefur ekki brotið heiðurinn?  Þurfum við ekki líka að skila gömlum tekjum.  Hvað gömlum?  Kannski þeim sem við unnum inn 1975? 

EE elle

. (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 23:06

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góður

Sigrún Jónsdóttir, 29.4.2009 kl. 23:22

6 identicon

Ég held að Árni J æti að gera sér grein fyrir því að ástæðan fyrir þrútnu höndunum er að það er ekki ráðlagt fyrir mann á 60 aldri að byrja á því að borða fæðubóta efni og prótín.

Þetta er ótalegt eitur.

Ingó (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband