Kettir eru drullusokkar

fat20cat_2Já, þar hafið þið það svart á hvítu, kettir eru drullusokkar. Ef að köttur væri maður, mundi hann láta þig kaupa bjórinn allt kvöldið og  sofa síðan hjá konunni þinni. -

Ef köttur væri glæponi (og flestir þeirra eru það) mundi hann láta þig um að grafa göngin, sprengja peningaskápinn, bera út seðlana, stinga síðan af með þá og lát lögregluna hirða þig.

Ef kettir væru lífverðir, mundu þeir sitja með krosslagðar fætur, malandi upp í turninum og horfa á fólk drukkna í sjónum við ströndina. (þeir eru jafn hræddir við vatn og blóðsugur eru við dagsbirtu - tilviljun?)

Þegar þú situr í stofunni og ert að horfa á sjónvarpið og kötturinn kemur inn með dauðan fugl í kjaftinum eða rúllar hálfdauðri mús á undan sér inn ganginn, og einhver hálfvitinn segir; "Ó sjáðu, hann er að færa þér gjöf",  þá hefur hann rangt fyrir sér. 

cats+with+sunglassesKettir færa fólki ekki gjafir. þeir kaupa ekki blóm eða bjóðast til að hjálpa til með að borga húsaleiguna. Köttum er skítsama um fólk. Ef þeir gætu fundið leið til ýta öllu fólki niður í gjósandi gíg og um leið verið vissir að þeir gætu sjálfir opnað  dósirnar með kattamatnum, mundu þeir gera það. -

En hvers vegna eru þeir að koma með dauð smádýr inn í húsið? Jú, þeir vilja að þú matreiðir þau fyrir sig. Og á meðan þú ert að því, áttu líka að sauma handa þeim litlar músskinsbuxur og setja spörfuglsfjaðrirnar í hattinn þeirra. Drullusokkar!

myspace-cats-images-0005Hálfvitarnir halda einnig fram að kettir séu gáfaðir. Höfrungar eru kannski gáfaðir en ekki kettir. Hér er einfalt próf til að sannreyna það. Lokaðu útidyrunum og öllum gluggum. Lokað líka kattarlúgunni. Settu aukalykilinn af útidyrunum upp á stól í eldhúsinu og segðu kettinum frá því. Farðu svo út og læstu útihurðinni á eftir þér og fljúgðu burtu í þriggja mánaða frí til Flórída. Þegar þú kemur aftur, Hvort er líkalegast;

að þú finnir útidyrnar opnar upp á gátt og að það sé búið að stela öllum þínum eigum, -

eða; að í anddyrinu  þér mæti hópur ánægðra en breima læða, -

eða; undir stól í eldhúsinu finnir þú beinagrind af ketti?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta er ástæðan fyrir því að mér líkar betur við ketti en hunda.

Ég get strokið kettinum þegar mér hentar, farið og kötturinn lætur mig í friði.

Ef maður klappar hundi þá losnar maður ekki við kvikindið og hann í þokkabót slefar yfir mann allan.

 Lifi kettir.

Ingó (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 16:50

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Iss. Ég tek þig ekki alvarlega. Þú hefur fundið 3 ágætar kattamyndir og spunnið þetta útfrá þeim. Kettir hafa að minnsta kosti mannsvit og eru auk þess mun sjálfstæðari en til dæmis hundar.

Sæmundur Bjarnason, 19.4.2009 kl. 16:57

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ekki eitt styggðaryrði um ketti þá er mér að mæta grrrrrrrrr :)

Finnur Bárðarson, 19.4.2009 kl. 16:59

4 identicon

Ingó (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 17:02

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta er nú óneitanlega skemmtilegra en slefandi hundar :)

Finnur Bárðarson, 19.4.2009 kl. 17:09

6 identicon

EE elle (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 17:13

7 identicon

Heheheh góður Svanur,

Ég hef nú átt þá marga kettina og segja má að ef þú færir upplag þeirra yfir á menn er ekki ólíklegt að þetta yrði niðurstaðan svona "brútalt". Ef þú tekur barnshuga sem er líka mjög sjálfhverfur og getur ekki hugsað neitt nema út frá sjálfu sér þá fengist sama niðurstaða.

Það sem heillar mig við ketti er að þeir eru eiginhagsmunaseggir út í eitt og fara sínar eigin leiðir

Erna Stef. (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 17:13

8 Smámynd: Finnur Bárðarson

Eigandinn á ekki köttinn heldur öfugt og það er það sem gerir þetta svo skemmtilegt.

Finnur Bárðarson, 19.4.2009 kl. 20:43

9 Smámynd: Brattur

Úpps ég var að blogga um það einmitt í kvöld að kettir væru gáfaðir... hálfviti get ég verið...

Brattur, 19.4.2009 kl. 23:31

10 Smámynd: Eygló

Ingó - skemmtileg syrpa, skellti nokkrum sinnum uppúr.

Ég fæ að búa hjá einum svona. Hann er fullkomlega (200%) sjálfhverfur, en það sem verra er - hann er sauðheimskur.  Hugsið ykkur samsuðuna. Reynar nuddar hann stundum á mér axlirnar og hausinn. Hef samt grun um að það sé í hans eigin þágu... annars gerði hann það varla!

Eygló, 20.4.2009 kl. 01:11

11 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Hvernig stendur á því að það er einungis hægt að fá kattarmat með bragðefnum eins og; túnafisk, kjúklinga, lifur, nauta, kalkúna .......... en það sem köttunum finnst langbest fæst aldrei...... nefnilega músabragði?!  Ananlegt!

Kv., Björn bóndi    

Sigurbjörn Friðriksson, 20.4.2009 kl. 01:55

12 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Kisur eru yndislegar, ég á bara þrjár núna.  Maðurinn er húsbóndi hundsins, og þjónn kattarins. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.4.2009 kl. 02:19

13 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Kettir eru örugglega í sjálfstæðisflokknum bölvaðir tækifærissinnar.

Þorvaldur Guðmundsson, 20.4.2009 kl. 02:19

14 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég Þakka ykkur kærlega athugasemdirnar, þrátt fyrir að ég sjái vel að þið eruð flest fórnarlömb alheimssamsæris katta. Þetta er einmitt það sem kettir gera best, láta alla halda að þeir séu svo æðislegir með því að líkjast mannlegum skálkum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.4.2009 kl. 09:33

15 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

hahaha.....

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 20.4.2009 kl. 09:44

16 identicon

Alheimssamsæri katta, kettir örugglega í Sjálfstæðiflokknum, ha, ha, ha.

EE elle (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 09:51

17 Smámynd: Bjarni Harðarson

Skrattinn fór að skapa mann/skinnlaus köttur varð úr því... orti Muggur og það er alveg rétt hjá þér að það er margt líkt með sjálfhverfum og sjálfselskum mönnum og köttum -en einmitt þessvegna er kötturinn svo skemmtilegur og sjarmerandi...

Bjarni Harðarson, 20.4.2009 kl. 10:53

18 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Mér finnst kettir frábærir!

Rut Sumarliðadóttir, 20.4.2009 kl. 11:10

19 identicon

Ýmislegt á útlensku um ketti ...

Women and cats will do as they please, and men and dogs should relax and get used to the idea. - Robert A. Heinlein.

I like pigs. Dogs look up to us. Cats look down on us. Pigs treat us as equals. - Sir Winston Churchill.

In a cat's eye, all things belong to cats. - English Proverb.

Cats can be cooperative when something feels good, which, to a cat, is the way everything is supposed to feel as much of the time as possible. - Roger Caras.

Authors like cats because they are such quiet, lovable, wise creatures, and cats like authors for the same reasons. - Robertson Davies.

If you want to be a psychological novelist and write about human beings, the best thing you can do is keep a pair of cats. - Aldous Huxley.

Cats are intended to teach us that not everything in nature has a function. - Garrison Keillor.

If a cat spoke, it would say things like "Hey, I don't see the problem here. - Roy Blount, Jr..

One small cat changes coming home to an empty house to coming home. - Pam Brown.

Curiosity is the very basis of education and if you tell me that curiosity killed the cat, I say only the cat died nobly. - Arnold Edinborough

Never try to outstubborn a cat. - Robert A. Heinlein.

Of all God's creatures there is only one that cannot be made the slave of the lash. That one is the cat. If man could be crossed with a cat it would improve man, but it would deteriorate the cat. - Mark Twain.

Ó, mjá!

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 11:51

20 identicon

Þegar Helga (músamyndin hans Þorfinns) var sýnd í sjónvarpi um árið, ætlaði kisa mín inn í sjónvarpið. Fyrst reyndi hún framanfrá, næst að neðan, svo aftan frá. Ég sá á atferlinu að hún taldi sér trú um að fyrst músin komst þarna inn gæti hún grafið sér leið þangað líka. Þegar ekkert gekk, leit hún í örvinglan á mig og bað mig um aðstoð. Ég gat því miður ekkert gert nema kaupa handa henni myndina sem ég setti svo stundum í tækið fyrir hana. Smátt og smátt gerði hún sér grein fyrir að þetta var bara afþreyingarefni. - Fyrsta músin sem hún bar í hús var greinilega ætluð mér eða okkur saman, stoltið leyndi sér ekki.

Kolla (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 13:14

21 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Við Mali náum ekki upp í nefið á okkur fyrir heilagri reiði!

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.4.2009 kl. 13:27

22 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Mjá, þetta staðfestir grun minn um að allt sem manninum er nauðsynlegt að kunna getur hann lært af kettinum sínum.

Bergur; Þetta bendir til að íslenskir kettir kunni vel ensku

Sigurður; Heilagt stríð við ketti, er fyrirfram tapað stríð.

Kolla; Allar mýs,hvort sem þær eru lifandi eða stafrænar, eru köttum aldrei annað en afþreyingarefni :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.4.2009 kl. 14:28

23 Smámynd: Rebekka

Heimsyfirráð katta eru í nánd.  Nú þegar hafa þeir náð góðum tökum á internetinu með vefsíðunni sinni, sem hefur kostað ófáa ónýtta vinnutíma hjá fólki sem leiðist í vinnunni sinni og hefur aðgang að netinu.  Að auki er hinn svokallaði Caturday að verða sífellt vinsælli.  Hvað næst?!!  Dun dun dunnnn...

Svo nokkrar góðar myndir (set bara hlekki því ég kann ekki að láta þær sjást í svarpósti!):  Kisur eru uppreisnargjarnar tískulöggur sem ætti ekki að snúa baki við

Lifi kettir  

Rebekka, 20.4.2009 kl. 15:49

24 Smámynd: Rebekka

úps, setti vitlausan hlekk við "uppreisnargjarnar" haha (gott það var ekki klám.. )

Hér er sá rétti. 

Rebekka, 20.4.2009 kl. 15:51

25 Smámynd: ThoR-E

Kettir eru bestir.

Tek undir með Ingó hérna fyrir ofan.. maður kannski klappar hundi.. að þá fær maður ekki frið frá honum ... þefandi í klofinu á manni og ... stórskrítin óféti.

ThoR-E, 20.4.2009 kl. 18:00

26 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég held Rebekka, að fyrsti uppreisnargjarni linkurinn hafi verið Fraudískt slipp, því eyðing ozone lagsins er eflaust hluti af vélráðum katta til heimsyfirráða.

AceR;  Hundar og kettir eiga fátt sameiginlegt annað en að hafa komist upp á lag með að tryggja sér lífsviðurværi með því að taka mannskepnuna á sálfræðinni.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.4.2009 kl. 18:22

27 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Það bara hlýtur að vera einhver dýpri merking í þessu hjá þér Svanur  En ef við sleppum því þá eru þeir anski lúmskir, minn er nú geldur svo hann svæfi hvorki hjá konu né læðu en hann gerir allt til að komast upp á lagið með því að stjórna mér og ráða uppáhaldsstöðum sínum í íbúðinni sem eru stranglega bannaðir honum. Hann færir mér aldrei neitt en dregur læður á eftir sér inn um svalagluggann hvað sem hann ætlar sér með þær nema þá fá mig til að vorkenna sér svo ég gefi honum humar eða eitthvað þvílíkt, þær fara nefnilega í dallinn hans og borða matinn hans sem hann fúlsar reyndar við. Hann er svona maður, eða köttur, sem notar litla manninn  í sér og horfir á mig grátbólgnum augum til að koma sínu fram. En ég er búinn að læra svo vel á hann að ég hef hann alveg í hendi mér og stjórna honum með augnaráðinu einu

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 21.4.2009 kl. 18:58

28 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Satt segirðu Tara. Hin djúpa merking er að; um þessar mundir er allt betra en pólitík :)

Geldir kettir eru eins og slæmir elskhugar. Þeir koma þegar þeim einum sýnist og læðast burtu fyrirvaralaust þegar þegar þeir halda að þú sért sofandi. Og hvað þeir hafast að þess á milli veit enginn.

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.4.2009 kl. 19:47

29 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Sko ég vissi að ég er greind! Og líkingin um geldu kettina er frábær hjá þér, ég ætla að stela henni :)

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 22.4.2009 kl. 11:39

30 identicon

Tala kettir ekki öll mál? Er mjá ekki internationalíska? Ákváðu Rússar ekki að kettir væru vondir vegna þess að þeim heyrðist þeir segja maó, maó?

Jú, það skiptir engu máli á hvaða tungu maður ávarpar kött, þeir skilja allt og tala allar tungur með mörgum mjáum.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 16:41

31 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Einmitt Bergur, þetta er það sem þeir vilja að við höldum. Hið sanna er að þeim er nákvæmlega sama um hvað við erum að segja við þá. Þeir líta á orðagælur og hjal okkar eins og við lítum á suð í flugu; meinlaust en pirrandi.

Svanur Gísli Þorkelsson, 22.4.2009 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband