Rautt kvikasilfur

machine_optAmma átti eina slíka enda voru þær afar algengar. Það hljóta enn að vera þúsundir til á íslenskum heimilum. Ef þú átt gamla SINGER saumavél, getur þú selt hana fyrir allt að 50.000 pund á ebay. Þetta háa verð er nýlega tilkomið og um þessar mundir eiginlega eingöngu bundið við Sádi-Arabíu.

Þar um slóðir eru menn sannfærðir um að í SINGER saumavélum sé að finna leyndardómsfullt efni sem gengur undir nafninu Rautt kvikasilfur. Rautt Kvikasilfur er svo verðmætt að margar milljónir fást fyrir nokkur grömm af því.

Rautt kvikasilfur kom fyrst fram á sjónarsviðið seint á síðustu öld og á að hafa ýmsa eiginleika, allt frá því að vera svo geislavirkt efni að það megi nota  í atómsprengjur eða til að finna fjársjóði sem faldir hafa verið í jörðu.

vx2Ef þú vilt ganga úr skugga um hvort SINGER saumavélin þín hefur Rautt Kvikasilfur að geyma, skaltu bera farsímann þinn upp að henni. Ef þú missir sóninn og línuna, ertu ríkari en þú gerðir þér grein fyrir.

Þrátt fyrir útbreidda trú á tilvist efnisins hefur aldrei tekist að fá skýr svör við hvað Rautt kvikasilfur raunverulega er. Um það eru margar tilgátur, en líklegast er að hér sé á ferðinni enn ein nútíma-flökkusagan. Hér er að finna upplýsandi grein um "efnið".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Setti símann á saumavélina (eins og þú leiðbeindir). Síðan hefur enginn hringt í mig!

Eygló, 16.4.2009 kl. 03:37

2 identicon

En virkar saumavélin?

Ingó (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 08:47

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 16.4.2009 kl. 09:03

4 identicon

Gróusögur og hjátrú... er það ekki snilld :)

DoctorE (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 12:31

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Mín er nokkuð ný, því miður enginn fjársjóður í saumaherberginu!

Rut Sumarliðadóttir, 16.4.2009 kl. 13:24

6 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Oft var þörf en nú er nauðsyn að gera sér ferð upp á háaloft, hvar rautt kvikasilfur kann að leynast í eldgamalli saumamaskínu.

Ein vongóð

Hildur Helga Sigurðardóttir, 16.4.2009 kl. 14:06

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég held að þeir í Sádí bíði hundruðum saman fram á síðustu mínútu og þá hrynja inn háu boðin :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 16.4.2009 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband