4.4.2009 | 00:13
Íslendingar taka gleði sína á ný
Það er alltaf gott að fá góðar fréttir að heiman. Vissulega, svona rétt fyrir og eftir að landið fór á hausinn (eins og útendingar tala um það) voru tíðindin fá sem virkilega glöddu litla stolta íslenska hjartað. Drungi virtist leggjast yfir þjóðina, af fréttum að dæma og sumum var svo misboðið að þeir fóru út að berja búsáhöldin sín í mótmælaskyni.
Nú hafa Íslendingar greinilega heldur rétt betur úr kútunum. 88% þjóðarinnar segist samkvæmt nýjustu könnunum vera mjög ánægt með líf sitt. Margt bendir til að þetta sé satt og landið, þjóðin og þingið sé aftur búin að finna fjölina sína eins og þeir segja í handboltanum. Kunnuglegt karp í þingsölum, dægurhjalið á blogginu og Silfur Egils aftur orðið leiðinlegt.
Spurning hvort nokkuð hafi bjátað á hjá fólki yfirleitt, ég meina svona innast inni þar sem þeir eru mest hamingjusamir, þegar þeir sögðu allt vera að fara fjandans til. Satt að segja efast ég um að hamingjusveiflurnar geti verið svona djúpar og háar á stuttum tíma. Nem að Íslendingar séu svo æðrulausir að þeir halda hamingju sinni sama hvað á gengur. Það er örugglega langlíklegasta skýringin. Já Einmitt.
Lengi lifi Ísland, hamingjusamasta þjóð í heimi
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:25 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 786804
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Finnst þér þetta ekki kostulegt. Allir happy heima að hræra í pottunum með beygluðu pottlokin. Eina uppskeran af öllum barningnum er frábær blekking VG sem tókst að láta saklausa mótmælendur vinna verkið fyrir sig (óþægilegt að láta taka sig í rassinn; best að þykjast "happy" og láta eins og ekkert hafi gerst). VG tala ekki mikið um umhverfismál núna - þeir virðast hafa gleymt þessum mikilvæga málaflokki sínum. Bjarni Harðar hættur við framboð. Ástþór klöguskjóða segist misskilinn og enginn fjölmiðill vill leika við hann. Þór súri er bara súr. Skil ekki hvað varð um "raddir fólksins" og öll nýju gildin fyrir NÝTT ÍSLAND. Best að láta eins og ekkert hafi gerst og vera "happy". Peningar skipta jú ekki öllum máli. Aðalatriðið er að atvinnulífið fái súrefni - hvað sem það nú þýðir svo velferð heimilanna verði tryggð. Og vera "happy".
gp (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 00:52
Hvaðan í ósköpunum hefurðu þetta???
Lára Hanna Einarsdóttir, 4.4.2009 kl. 02:15
Óskandi að þetta væri æðruleysi. Pabbi minn hefði þó sagt að við værum öll fæðingarhálfvitar og nefapar; kysum alltaf sömu flokkana, eins og blóðþegar verða að þiggja "rétta" blóðið.
Þess vegna höfum við fæðhá. og nefap. líklega bara alltaf hakað í sömu hólfin í könnunum um hamingjustig okkar. Tvö skref til hægri og tvö skref til vinstri... snú Tvö skref.......
Eygló, 4.4.2009 kl. 03:20
Lára Hanna; Hér er fréttin
Svanur Gísli Þorkelsson, 4.4.2009 kl. 10:26
Hef aldrei skilið úrkomuna úr svona skoðanakönnunum þar sem kemur fram að við séum hamingjusamasta þjóð í heimi. Úrkoman er svo á skjön við það fólk sem ég tala við svona reglulega, kannski þekki ég bara neikvætt fólk, svei mér þá.
Rut Sumarliðadóttir, 4.4.2009 kl. 12:27
Pólitískt séð er hægt að draga þá ályktun að sviptingarnar í efnahagslífinu hafi ekki mikil áhrif á hamingju fólks. Einnig að hafi fólk verið óánægt með líf sitt um tíma, sé allt á réttri leið í dag. - Þetta skýrir einnig dræmar viðtökur almennings á tilraunum endurbótasinna til nýrra framboða.
Það sem er alvarlegra fyrir þá sem héldu að þeir væru að breyta samkvæmt réttlætiskennd sinni og raunverulega voru yggjandi yfir velferð lands og þjóðar, er það sem gp ýjar að, þ.e. að búsáhaldabyltingarfólkið hafi vitandi eða óafvitandi gengið erinda hinna hefðbundnu pólitísku afla og hafi aðeins verið liður í fléttunni. Sú flétta miðar að því að halda öllu óbreyttu enda óþarfi að reyna að gera við eitthvað sem ekki er bilað?
Svanur Gísli Þorkelsson, 4.4.2009 kl. 13:02
Það er nokkuð til í þessu hjá Svani. Hvað kemur fyrst upp í hugann þegar maður er spurður um hamingjuna ? Ekki endilega peningar og jeppar. Kanski bara samvera við köttinn sinn.
Finnur Bárðarson, 4.4.2009 kl. 15:42
Rut: ertu kanski VG. Fréttin styður kenningu mína um, fyrir hverja pottlokin voru barinn þegar tekið er úr fréttinni: "Athygli vekur að hlutfall ánægðra er hæst á meðal framsóknarmanna en lægst á meðal kjósenda Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs". En mín kenning er að VG hafi stutt hressilega við barninginn á Austurvell í þeim eina tilgangi að komast í stjórn. Og þeirra stuðningsmenn eru einmitt óánægðustu og óhamingjusömustu Íslendingarnir - þeir sem segjast hafa hin raunverulegu gildi að leiðarljósi og að peningar séu ekki allt. Mér finnst tvískinnungurinn ekki ríða við einteyming. :) Margir reiðir og óánægðir vissu jú ekki að þeir voru að styðja baráttu vinstri grænna - héldu að þeir væru að styðja við Nýtt Ísland. Það er svo auðvelt að segja eitthvað fallegt um hvað skiptir máli. En orðin tóm duga ekki, framkvæmdir og efndir loforða er það eina sem gildir þegar upp er staðið. Blekkingameistarar finnast í öllum flokkum og utan þeirra og valdagræðgi finnst ekki bara í flokkum heldur utan þeirra líka. Pólitík er alls staðar í þjóðfélaginu og enginn er afskiptur henni. Það er svo merkilegt hvað við erum tilbúin til að gaspra um málefni - án ábyrgðar en ekki taka þátt í að gera það sem þarf að gera. Þess vegna eigum við skilið það sem við fáum. Eða eins og máltækið segir: *"Margur heldur mig sig". ... Og það er líka gott og ljúft að skrabbla með góðum félaga. :)
gp (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 18:09
Sæll Svanur !
Ég er hamingjusamur, ég er hamingjusamlega vel kvæntur, á einn son sem keypti sér sína fyrstu íbúð sl. sumar. hann er hvorki í dópi eða brennivíni, á sína kærustu og gerir allt helvíti rétt. Svo rétt, að jafnvel ég skil það ekki .Hvað er hægt að biðja um meira ? Hjá mér eða mínum er ekkert að fara til Fjandans vegna efnahagkreppunnar, nema síður sé, allt er hér eins og blómstrið eina. Ekkert að. Kynntist sl. sumar öflugu fjármálaneti sem er að gefa mér töluverðar tekjur mánaðarlega, ca.kr. 150,00. Svo ég bara spyr, hvað er hægt að hafa .að betra, Eru börnin ekki alltaf bezt?
M. Beztu kveðju, Kristján Helgason
Kristján A. Helgason (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 01:53
Þessi könnun hefur sjálfsagt verið gerð á meðal auðmanna eða Sjálfstæðismanna, ég þekki mikið af fólki og á mjög stóra fjölskyldu, og er búin að vera á fullu í fermingarveislum undanfarið og þar var ekki þessi hamingja, þetta er sennilega frétt sem mbl. hefur búið til því þeim vantaði efni, lestu endilega nýjustu færslu hjá henni Láru Hönnu sem er hér að svara þér fyrir ofan.
Sigurveig Eysteins, 6.4.2009 kl. 02:20
.... Bíð eftir að heyra hvað þú segir um umræðuna á Silfri Egils í dag.
gp (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 02:35
Ég er hamingjusamur enda er ég EKKI á íslandi núna....
Óskar Þorkelsson, 6.4.2009 kl. 11:36
Hvað ertu að tala um Svanur!! Gallupkönnun! Ekki vera svona bókstaflegur plís, við höfum nánast alltaf verið hamingjusamasta þjóð í heimi í þeirra könnunum, láttu mig þekkja það. Þetta heitir múgsefjun, hver sem á sök á henni. Líklega bara vel orðaðar spurningar sem er reyndar sjaldgæft, enginn vill viðurkenna vanmátt sinn.
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 6.4.2009 kl. 18:48
http://www.youtube.com/watch?v=48WYPBJxECA
nú fer að líða að því að framhaldssagan um Grínarann góða og Geira harða byrji, Geiri sjálfur ætlar að hilma yfir alla félagana í Sjálfstæðis mafíunni, það er eiginlega kominn tími til að steypa undan “Haukunum” almennilega og frysta alla tilganga sem fólk viðloðandi þessa mafíu síðustu árin eða frá 17 Júní 1944 og þangað til nú hafa, það eru fleiri með í skírlífis veislunni, oj hvað þetta getur orðið ljótt allt saman, Geiri karlinn harði vill að við trúum því að allar þessar milljónir hafi verið án vitundar og ábyrgðar annara í flokknum, þvílíkur jaxl Geiri harði er, (enda frændi minn) svo les maður svona fréttir, ég fékk bara slummuna beint í augað það eru svo mörg glæpaferli í gangi á Ísalandi það kemur að því karlinn
Æl, sjoveikur / www.icelandicfury.com
Sjóveikur, 9.4.2009 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.