1.4.2009 | 21:42
Karl Bretaprins neitar að biðjast afsökunar á ummælum sínum!
Þrátt fyrir áköf mótmæli mín og þar af leiðandi umtalverða aukningu á umferð Íslendinga á heimasíðu Karls Bretprins í dag, sem taka vildu þátt í að andmæla umælum hans þar sem hann hæddi mig og aðra Íslendinga svo til opinberlega, bólar ekkert á afsökunarbeiðni frá honum.
Fyrir mína parta skil ég tilvonandi þjóðhöfðingjann vel, því ummælin áttu sér aldrei stað, né gerðist neitt af því sem tengdist frásögn minni í pistlinum hér næst á undan.
Um var að ræða 1. apríl gabb.
Ég verð að viðurkenna að mér hefur sjaldan verið eins skemmt hér í bloggheimum og í dag/gær. Allan daginn var ég að vakta athugasemdir til að reyna forða því að upp kæmist við lestur athugasemdanna að þetta væri allt saman tilbúningur.
Ég greip til þess ráðs að fjarlægja nokkrar athugasemdir sem komu fljótlega frá glöggum lesendum og sem hefðu komið upp um gabbið. En nú hef ég birt þær aftur eins og sjá má í athugasemdahala pistilsins.
Rétt um 2000 manns lásu greinina og margir létu greinlega blekkjast af þessum græskulausa grikk og ég vona að hann eigi ekki eftir að draga neinn dilk á eftir sér, sem gæti samt vel gerst, einkum ef það kemur í ljós að einhver hafi í raun og veru sent prinsinum harðorð skilaboð. Það er vissulega hægt að koma til hans skilaboðum í gegn um heimsíðu hans, þótt ég efist um að þau fari beint í pósthólfið hans. Ég verð því að biðja Karl Bretaprins afsökunnar á að hafa notfært mér nafn hans og heiður á þennan vafasama hátt, og geri það hér með.
Ég birti hér fyrir neðan þær athugasemdir sem gerðar voru við "yfirlýsinguna", þ.e. undirsíðuna þar sem gabbinu var uppljóstrað og er vitnisburður þeirra sem létu blekkjast.
Ólafur Kr. Ólafsson (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 01:13
So sorrrrry Ólafur. Takk fyrir að taka þátt :)
Sólveig, alveg niður í stórutá
Svanur Gísli Þorkelsson, 1.4.2009 kl. 02:02
fyrirgefðu Svanur ekki vildi ég eyðileggja skúbbið, en auðvitað tókstu út athugasemdina, enda var ég ekki búin að kíkja.
Ég er bara nokkuð sperrt yfir að hafa fattað 1sta apríl, venjulega hleyp ég af göflunum þennan dag, bláeyg og saklaus!
Jenný Stefanía Jensdóttir, 1.4.2009 kl. 07:02
fíbl ;-) náðir mér gersamlega ;-) manni bregður ekki við neitt núorðið ! en flott ég hljóp .......... á vegginn
Grétar Eir, 1.4.2009 kl. 08:17
Jæja..alveg hljóp ég í hring ha,ha...þú náðir mér alveg þarna.
Þórey (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 08:30
Mér fannst þessi viðbrögð frekar ólik þér. Þannig að mig grunaði 1 apríl.
Ingo (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 09:33
Þette er í góðu lagi Jenný. Ég læt allra athugasemdir koma fram í lok dags . Þá sjá allir hvernig þetta gekk fyrir sig :)
Æ Grétar minn. Vonandi nærðu mér seinna í staðinn.
Þórey; Takk fyrir að taka þátt.
Ingó; Já þú segir nokkuð :) Ég hef nú velt því fyrir mér hvernig ég mundi bregðast við ef svona nokkuð gerðist í raun og veru. Hvað heldur þú?
Svanur Gísli Þorkelsson, 1.4.2009 kl. 09:48
Góður þessi. En ég hefði alveg trúað þessu, enda ekki í fyrsta sinn sem meðlimur í bresku konungsfjölskyldunni hefur móðgað fólk. Prince Philip maður Elísabetar hefur átt nokkur góð móment:
t.d. þessi:
During a state visit to China in 1986, he famously told a group of British students: "If you stay here much longer, you'll all be slitty-eyed".
Og fleiri hér:
Kristján Úlfsson (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 10:50
Ég var farinn að leita að athgasemdadálkinum á heimasíðu prinsins. Fann hann hvergi og fór þá á "þjónustutakkann" sem þú hafðir útbúið. Ég tel mig nokkuð heppinn að hafa hvergi fundið athugasemdadálkinn. Þetta var glæsilegt aprílgabb.
Jakob S Jónsson, 1.4.2009 kl. 12:54
Góður, loksins eitthvað á íslensku netmiðlunum sem fékk mann til að brosa
ASE (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 12:55
Takk fyrir það Kristján, Jakob og ASE að taka þátt í gríninu.
Philip er nú alveg kapítuli út af fyrir sig Kristjánog það væri verðugt verkefni að taka saman alla skandalanna sem hann hefur látið út úr sér.
Svanur Gísli Þorkelsson, 1.4.2009 kl. 13:09
Þetta var eitthvert besta aprílgabb sem ég hef hlaupið! ég gerði dauðaleit á siðunni og var byrjaður á bréfi til Clarence House og allt það. Af því ég vinn í Bretlandi hef ég heyrt þessa brandara alla og var ekki skemmt. Takk fyrir - frábært.
Árni Helgason (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 14:29
Hahahahahaha!!! Þetta var gott gabb :D Ég var orðin mjög æst yfir þessum dónaskap í prinsinum... Hahahaha! :D
Sunneva Lind (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 14:35
Góður Árni
Ég er næstum farinn að trúa þessu sjálfur Sunneva Lind.
Takk Jenný mín.
Svanur Gísli Þorkelsson, 1.4.2009 kl. 14:48
Ég held að þú hefðir verið fljótur að svar Karli og notað húmorinn að vopni.
Ingo (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 14:59
Aaa. Auðvitað maður.
Mér fannst þetta eitthvað reifarakennt en frásögnin að öðru leiti svo sannfærandi. Þ.e það reifarakenda var að prinsinn hefði gefið sig á tal við þig si sona með þessum hætti. Hálf ævintýralegt.
En þú náðir mér.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.4.2009 kl. 15:46
Meginflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 21:47 | Facebook
Athugasemdir
Alveg trúði ég þessu upp á Karl, enda hefur hann alltaf durtur verið -og undirrituð hrekklaus með afbrigðum, þrátt fyrir aldur og fyrri störf.
Gott gabb hjá þér samt Svanur
Hildur Helga Sigurðardóttir, 1.4.2009 kl. 23:56
Úbbs Tara, engillinn minn. Já minn baugur er um hálsinn um þessar mundir
Rut; Já skamm, skamm, skammhlaup í heilanum
Hildur: Takk fyrir, gaman að sjá að einhver kann að meta það þegar logið er að þeim
Svanur Gísli Þorkelsson, 2.4.2009 kl. 14:55
En Svanur!! Þú ert sá eini í heiminum sem hefur kallað mig engil!! Fyrir utan mömmu mína sem gerir það enn þrátt fyrir heilabilun hennar!! Þú mátt brjóta öll boðorð út á þetta
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 2.4.2009 kl. 16:26
Þetta var vel sett fram Svanur minn....en ég var samt á verði, vegna dagsetnigar pistils!
Sigrún Jónsdóttir, 2.4.2009 kl. 19:32
Það dugar nú ekkert minna á þig systir mín Sigrún en Abraham Lincoln;
You can fool some of the people all of the time, and all of the people some of the time, but you can not fool all of the people all of the time.
Svanur Gísli Þorkelsson, 2.4.2009 kl. 19:45
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Urrrrrrrrrr... You had me gjörsamlega going there... Mér var rétt forðað frá því að gera þetta að milliríkjamáli... Þú ert heimsklassa hrekkjalómur, það get ég svarið :)