1.4.2009 | 00:21
Karl Bretaprins gerir grín að Íslendingum og segir þá skulda Elízabetu móður sinni peninga.
Karl Bretaprins heimsótti borgina Bath í gærdag, (heimaborg mína um þessar mundir) þar sem hann var viðstaddur formlega opnun nýrrar viðbyggingar sem er yfir einu náttúrulegu heitavatns-baðlindinni í Bretlandi; Sjá Bath Spa.
Lindin sem hefur verið í notkun allt frá dögum Rómverja, hlaut mikla andlitslyftingu þegar yfir hana var byggt umdeilt en veglegt húsnæði. Karl er mikill áhugamaður um byggingalist og varð því við boði borgaryfirvalda að opna viðbygginguna formlega.
Til að gera langa sögu stutta, var ég einnig viðstaddur opnunina. Kannski af því að ég er frá landi þar sem heitavatns lindir eru algengar, og hafði að auki komið að gerð kynningarmyndbands fyrir staðinn, var mér boðið að vera einn gestanna.
Karl sem mætti með fríðu föruneyti, klippti á borðann og hélt síðan stutta ræðu við þetta tækifæri. Þar næst sté hann úr pontu og gaf sig á tal við viðstadda sem stóðu í litlum hópum vítt og breitt um viðhafnarsalinn.
Svo vildi til að ég var í fyrsta hópnum sem hann staldraði við hjá þar sem ég var þarna í boði kynningarfulltrúa staðarins. Kynningarfulltrúinn kynnti alla í hópnum og Karl tók í hönd þeirra. Þegar hann koma að mér (ég var síðastur) rak Karl þegar í stað augun í lítið merki með íslenska fánanum sem ég bar í jakkabarminum. "Oh, have you ever been to Iceland" spurði hann um leið og hann benti á barmmerkið. "I am in fact Icelandic sir," svaraði ég. Hann brosti og spurði svo sposkur; "Any chance you fellows will ever pay may mother what you owe her? ." Ég varð skiljanlega hálf hvumsa en gerði mér samt strax grein fyrir hvað hann var að fara. Hann var að skýrskota til leigu sem eitt af útrásarfyrirtækjum Íslendinga hafði ekki getað greitt Elísabetu drottningu þegar það fór á hausinn. Fyrirtækið (Kaupþing) hafði aðsetur í einni af mörgum eignum drottningar sem hún á í miðri London. Fréttir um málið höfðu birtist fyrir skömmu á Íslandi, m.a. hér.
Ég ætlaði að fara að svara honum einhverju, þegar hann spurði aftur; "What is the capital of Iceland? About three quids isn't it?" Svo snéri hann í mig baki og gekk hlæjandi yfir að næsta hóp.
Allt í kringum mig var fólk sem vel hafði heyrt það sem prinsinn sagði. Það skellihló með honum, að mér.
Það fyrsta sem ég gerði eftir að ég kom heim var að skrifa harðorð mótmæli á heimasíðu Karls Bretaprins fyrir ókurteisi hans og hótfyndni, ekki bara í minn garð, heldur lands míns og þjóðar hverrar gestrisni hann sjálfur hefur notið.
Þeir sem vilja taka þátt í að gefa honum orð í eyra geta gert það hér á heimasíðu hans hátignar.
Ef þér gengur illa að finna "athugasemdaflipann" á síðu Karls, geturðu skrifað undir sérstaka yfirlýsingu sem ég hef undirbúið hér.
Meginflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 02:24 | Facebook
Athugasemdir
Mér þykir þú nú bara nokkuð brattur að bera íslenska fánann á barminum á þessum tímum.
En vá hvað þau eru miklir steingervingar þetta konungslið. Hæstu atvinnuleysisbætur í heimi eru greiddar til Buckingham.
Jón Gunnar Bjarkan, 1.4.2009 kl. 00:40
Helvítis dóninn!!!
Heiða B. Heiðars, 1.4.2009 kl. 00:53
Þú varst beittur hábrezkri hárbeittri hótfyndni.
Kalli 1 - Svanur 0
Steingrímur Helgason, 1.4.2009 kl. 00:56
Ef þú ert þetta fjarri því að ná breskum húmor þá væri sniðugt að flytja eitthvert annað.
Alla vega verður þú að kíkka á HIGNFY og fleiri þætti til að lifa af þarna.
Eníhú, þjóðin tók á sig skuld 3ja landráðamanna, það var heimska. Frá örófi alda hefur ekki verið gefinn afsláttur af refsingu við landráð og hún hefur frá upphafi verið líflát, mér finnst aumt ef það á að fara að breyta því núna, það væri mistök því þessir 33 eru enn að taka snúning á þjóð okkar, ekki er hún lengur þeirra... nema í krónum og aurum. Ef það á að leifa þessu liði að lifa verður að gera þeim grein fyrir því að það verði að vera í öðru landi, börn þeirra og barnabörn eiga ekki að vera velkomin heldur.
Elvar (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 00:59
Þetta er náttúrulega aprílgabb Svanur?
Jenný Stefanía Jensdóttir, 1.4.2009 kl. 01:24
Ha ha, helvítis skúrkurinn þinn.
Jón Gunnar Bjarkan, 1.4.2009 kl. 01:35
Ha ha, síðan hefur kannski eitthvað fólk sent kvartanir á heimasíðu konungsfjölskyldunnar, ha ha ha, maður hefði viljað sjá svipinn á liðinu þarna úti þegar það opnar emailinn með öllum kvörtununum. Ha ha.
Jón Gunnar Bjarkan, 1.4.2009 kl. 01:39
Hann er nú meiri lúðinn hann Kalli.
Þó huggun harmi gegn, að hans eigin þjóð er búin að hlæja sig máttlausa yfir ruglinu og vandræðaganginum í honum, áratugum saman.
Hann er því bara að borga fyrir eineltið, greyið. Þar sem hann þorir til.
Við vitum svo hverjum við getum þakkað þessa stöðu...
Hildur Helga Sigurðardóttir, 1.4.2009 kl. 01:39
Já Jón Gunnar. Þetta var gamalt fánamerki sem ég fékk þegar að Ólafur Ragnar var kosin forseti og ég hef borið í barminum á sparifötunum síðan.
Já mér fannst það líka Heiða. Þessi gráhærði gamli maður, þótt í dýrindis flannelsjakka væri, setti heldur betur ofan við þetta.
Mér fannst þetta ekkert fyndið Steingrímur. Enda voru það bara Bretarnir sem hlógu.
Nei, Elvar, ég held ég láti ekki Kalla prins flæma mig frá Englandi. Það væri helst möguleiki ef hann krefðist þess að ég þyrfti að eyða meira enn mínútu í að horfa á konuna hans.
Þetta mundir þú sko ekki segja Jenný ef þú værir búin að lesa yfirlýsinguna sem ég útbjó og linkaði við í færslunni hér að ofan.
Svanur Gísli Þorkelsson, 1.4.2009 kl. 01:45
Æ, mér finnst einum of snemmt að koma upp um gabbið, Jenný! Ég sem er búin að senda slóðina vítt og breitt til að leggja mitt af mörkum!
Lára Hanna Einarsdóttir, 1.4.2009 kl. 01:45
Sko Jón Gunnar, Það var Karl sem var skúrkurinn. Hann og fjölskylda hans eiga bara allt skilið sem við getum sent þeim, email eða yfirlýsingar.
Einmitt Hildur, lúði er rétta orðið yfir hann. Ég veit ekki betur en hann hafi stundað það að veiða lax í góðu yfirlæti hér á Íslandi. Svo kemur hann svona fram.
Endilega Lára, láta bara sem flesta senda á hann og sem fyrst. Ekki amalegt að vera komin með þig í mótmælin.
Svanur Gísli Þorkelsson, 1.4.2009 kl. 01:57
Heyrðu... er ekki rétt að fela þær athugasemdum hér sem koma upp um gabbið svo það endist eitthvað fram á daginn?
Ég mæli með því, þetta er fínt aprílgabb!
Lára Hanna Einarsdóttir, 1.4.2009 kl. 02:16
Ég öfunda þig. Borgin Bath er ein af yndislegri borgum sem ég hef komið til. Hvað hitt varðar þá finnst mér það fyndið, en minn húmör er líka á stundum undarlegur.
Arinbjörn Kúld, 1.4.2009 kl. 02:20
Er Sörinn og Davíð ræðumaður nokkuð skyldir?
Eygló, 1.4.2009 kl. 04:00
Hvaða viðkvæmni er þetta? Við Íslendingar verðum bara að sætta okkur við það að valdir Íslendingar eru búnir að láta eins og fífl alþjóþlega, með stuðningi og hvatningu íslenskra ráðamanna, og við almúgurinn munum borga fyrir það á marga vegu, meðal annars með því að verða fyrir aðkasti og athlægi hvert sem við förum. Ég valdi ekki að hlutirnir færu svona en ENN Í DAG er EKKERT búið að gera í málunum, og við lítum út eins og FÁVITAR á alþjóðlegum vettvangi.
lundi (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 07:45
...Hefur þú nokkurn tíma orðið orðlaus Svanur
Sigrún Jónsdóttir, 1.4.2009 kl. 08:21
Já Arinbjörn.Fólk er almennt sammála um að Bath sé fögur borg. Ég kalla hana flott baktjald fyrir líf :)
Það er næsta víst að þeir eru skyldir Eygló. Allt þetta konunglega hyski hér í Betlandi er komið undan Göngu Hrólfi og bróðir hans nam land einhverstaðar fyrir vestan að mig minnir, eða var það Vestfjörðum? Davíðsætt, eins og frægt er, blandaðist dálítið þarna á Djúpavogi um árið, en það kemur ekki að sök.
Já þú meinar Lundi: Það eru greinlega fleiri en Kristur sem verða að una því að láta hæða sig og spotta fyrir engar sakir. Ég neita því alfarið að eiga nokkurn þátt í gjörðum Kaupþings á Bretlandi.
Sigrún; Ég varð einu sinni orðlaus, en ekki við þetta tækifæri. Ég var bara of háttvís til að segja ekki það sem kom upp í hugann. Ef ég væri jafn ósvífinn og hann hefði ég svarað honum því að við værum ákveðin í að taka þetta upp í skaðabætur fyrir öll börnin sem Bretar rændu frá landinu á 15. öld "ensku öldini" og hnepptu í þrældóm í Bristol á Englandi.
Svanur Gísli Þorkelsson, 1.4.2009 kl. 09:39
Sammála þér Svanur, þetta var högg undir beltisstað (sama hvaða álit menn hafa á breskum húmor eða húmor yfir höfuð).
Ég hitna allavega við þennan lestur og það ekki kynferðislega.
En þetta er, held ég, í fyrsta skipti sem ég sé þig (les þig) reiðan yfir heimsku viðmælenda þinna.
Enda vissulega tilefni til !!
Runar (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 11:13
You bloody svænhúnd !!! Now I get the picture
Runar (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 11:28
Einmitt Rúnar, og er maður þó ýmsu vanur.
Einhverju sinni hlustaði ég á Breta sem fullyrti það að Bretland hefði fullt tilkall til Íslands og fiskimiðanna í kring um landið vegna þess að Arthur konungur hefði lagt það undir sig. Hann sagði þetta koma skýrt fram hjá söguritaranum Geoffrey frá Monmouth sem er reyndar rétt. En honum láðist alveg að geta þess að sagan um Arthur konung er aðeins þjóðsaga.
Svanur Gísli Þorkelsson, 1.4.2009 kl. 11:30
Ég er nú almennt ekki hrifinn af einvöldum – en ég verð að viðurkenna að karlinn hlægði mig þarna.
Einar Axel Helgason, 1.4.2009 kl. 12:25
Þú hlýtur þá að vera svona breskur Einar minn Axel. Eins og ég segi fannst mér hann vera að hæðast að allri íslensku þjóðinni. Þetta er maður sem kallar vini sína "sooty" (sóti) sem er þekkt rasískt uppnefni á svörtum mönnum og svo elur hann upp syni á sama hátt. Prins William kallaði ein félaga sinn Pakki sem einnig er rasískt uppnefni á Pakistönum. Sjá hér.
Þess er líka skemmst að minnast að William klæddist nasistabúningi á grímuballi og kippir greinilega í kynið.
Svanur Gísli Þorkelsson, 1.4.2009 kl. 12:48
PS. Og svo skora ég á þig Einar, og alla aðra lesendur að skrifa undir yfirlýsinguna sem ég ætla að senda Karli og hægt er að nálgast neðst í pistlinum.
Svanur Gísli Þorkelsson, 1.4.2009 kl. 12:55
Jahérna hér, meiri dóninn.
Rut Sumarliðadóttir, 1.4.2009 kl. 14:10
Ég las (og undirritaði) yfirlýsinguna samhliða færslunni, þess vegna fór ég nett í athugasemdirnar.
Þetta er samt mjög líkt okkur mannfólkinu; tökum stórt uppí okkur ÁN þess að hafa allar upplýsingar til forsendna fyrir stóru orðunum
Eygló, 1.4.2009 kl. 14:23
Já það verður ekki ofsögum sagt um dónaskapinn í sumum Bretum Rut. Nú hafa þeir heldur betur slegið botninn úr tunnunni með misheppnuðu aprílgabbi um að það eigi að fara nauðga íslenska þjóðsöngnum á leiknum í kvöld með því að láta Katona kyrja það. Sjá hér
Þeim er ekkert heilagt.
Eygló; Takk fyrir stuðninginn
Svanur Gísli Þorkelsson, 1.4.2009 kl. 14:35
Ég var erlendis á veitingastað með Íslendingum um daginn og eigandinn sjallar við okkur og spyr hvaðan við komum. Félagar mínir segja strax með stolti. Við erum frá Íslandi! þá skiptir eigandinn snarlega um svip og spyr: "Eruði með pening til að borga fyrir matinn?" svo hló hann hrossahlátri....
Svona er nú komið fyrir okkur blessuðum Íslendingunum.
Gunnar (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 15:28
Einmitt Gunnar.Ég skil það vel að þú og félagar þínir hafi ekki skilið eftir mikið þjórfé. - Annars hef ég það fyrir sið að skilja eftir 50 krónu peninga hér í Bretlandi. Þeir eru svo líkir pundinu í útliti að maður er yfirleitt komin út þegar upp kemst.
Svanur Gísli Þorkelsson, 1.4.2009 kl. 15:37
Það er aldeilis.
Eg er hissa á prinsinum að taka málið upp á þessum nótum og á þessari stundu.
Hljómar hálfreifarkennt.
Merkilegt.
Skil að þú hafir orðið hvumsa við.
(Annars er nú mín reynsla af bretum yfirleitt mikil kurteisi allavega á yfirborðnu)
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.4.2009 kl. 15:39
Veistu það Ómar Bjarki, að það kemur mér ekkert á óvart lengur þegar að þessi fjölskylda á í hlut.
Philp faðir Karls er heimsþekktur fyrir ýmis óviðeigandi ummæli og stundum hreinlega móðgandi. Og sjaldan fellur eplið langt frá eikinni, jafnvel þótt epli vaxi ekki á eikum.
Enn og aftur skora ég á fólk að líða ekki breska ríkisarfanum að hæða Ísland átölulaust og senda honum sjálft orð í eyra eða skrifa að öðrum kosti undir yfirlýsinguna sem er að finna neðst í pistlinum.
Svanur Gísli Þorkelsson, 1.4.2009 kl. 16:16
Mér finnst þú hafa sloppið vel, ef ég væri Karl hefði ég látið handtaka þig og athuga hvort þú værir eitthvað tengdur fjárglæframönnum sem hafa rústað íslandi og tekið bæjarfélög og einstaklinga í bretlandi og víðar með sér.
Ari (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 16:43
Karl hefur nú lítið efni á því að ybba gogg þegar kemur að skuggalegum fjármálum Ari. Nýjasta dæmið er um landareignina sem var á friðunarlista náttúruverndarsamtaka landsins, sem síðan var seld á mjög lágu verði til lítils byggingaverktaka. Og hvað kemur svo í ljós? Byggingarverktakafyrirtækið var rekið af eignarhaldsfyrirtæki í eigu bresku krúnunnar.
Nú hefur friðuninni verið aflétt og landið orðið að einu verðmætasta úthverfis-byggingarsvæði í London.
Svanur Gísli Þorkelsson, 1.4.2009 kl. 17:01
Heyrðu!!!! ég gat undirritað aftur, á sömu IP tölu, setti bara nöfn barna minna og helstu ættingja. IP læsingin hefur gleymst. Sá verður undrandi. Ég sagði honum líka smávegis til syndanna; nefndi frúna, mömmuna, pabbann, unglingana og loks breska heimsveldið. Óþvegið!
Eygló, 1.4.2009 kl. 17:20
Þetta líkar mér að heyra Eygló.
Hvað ætli að "það" hafi annars verið, hér upphaflega, sem fólk var látið fá "óþvegið"?
Bara smá pæling?
Gott að þú nefndir frúna. Maðurinn var giftur falllegri breskri konu, sem er eiginlega mótsögn í sjálfu sér, skildi við hana og giftist aftur konu sem allir speglar brotna við ef hún lítur í þá.
Svanur Gísli Þorkelsson, 1.4.2009 kl. 18:07
Ég er búin að fá kvittun fyrir móttöku tölvupóstsins - frá BUCKINGHAM secretary! Ekkert smá sem mér brá:
"We have received your email, addressed to the royal family. Your enquiry shall be dealt with without further notice".
Þetta er örugglega bara staðlað sjálfvirkt tölvupóstssvar, samt fékk ég hjartslátt.
Eygló, 1.4.2009 kl. 19:06
Er ekki 1. apríl á dag? :)
S.H. (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 19:43
Eygló:Það fá allir svona meldingu. Þetta er eins og þú segir sjálfvirkt svarkerfi.
S.H.Nei, þeir eru ekkert að plata okkur þarna í Buckingham höll. Þetta er alltaf svona hjá þeim.
Svanur Gísli Þorkelsson, 1.4.2009 kl. 19:49
Svona eru laun heimsins; þú verður fyrir ömurlegri reynslu og svo spyr fólk hvort ekki sé bara 1. apríl!
Eygló, 2.4.2009 kl. 01:06
Það er eitt sem mér finnst undarlegt. Þegar ég skoða dagbók prinsins á heimasiðu hans er ekkert fjallað um heimsókn til Bath þann 31. mars (og ekki heldur dagana á undan). Í stað er tilgreind heimsókn til Westminster Abbey.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 11:17
Skýringuna á því H.T.B. er að finna á yfirlýsingunni minni og næsta bloggi á eftir þessu :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 3.4.2009 kl. 11:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.