Bretar fá 10% til baka frá Icesave

article-1072611-02C1CF0A000004B0-738_468x286Enn hrína Bretar yfir afleiðingum hruns íslensku bankanna, einkum þó yfir að hafa lagt mikið fé inn á Icesave reikninginn. Þeim þykir súrt að fá ekki  til baka nema kannski 10% af innlánsfénu og það er skiljanlegt. (Sjá grein BBC) 

Gremja þeirra hefur snúist upp í ásakanir á hendur hvor öðrum um hver hafi átt sökina á því að stór bæjarfélög í Bretlandi voru að leggja inn á Icesave reikninginn peninga allt fram að þeim degi er hrunið varð.

Þannig varð gjaldkerinn í Kent fyrir því óláni að opna ekki emailið sitt sem varaði hann við því að Isesave væri ekki lengur neitt "save" og hann lagði því þrjár milljónir punda inn á reikninginn 1. okt. síðast liðinn. Kentbúar eiga inni hjá Icesave 50 milljónir punda. Sjálf eftirlitsstofnunin sem á að líta eftir með fjárfestingum bæjarfélaganna í Bretlandi lagði 10 milljónir in á Icesave, svo erfitt er um vik fyrir menn að finna góðan blóraböggul.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband