Dagurinn þegar allt hrundi

GD6593838@1929-----Panicked-sto-3157Dagurinn hófst með hefðbundnum hætti á verðbréfamarkaðinum á Wall street í New York, stærsta peningamarkaði í heiminum, þann 24. október 1929. Kauphallarmenn voru samt taugaóstyrkir. Á síðastliðnum vikum hafði markaðurinn sveiflast upp og niður eins og jóhjó. Verð voru ýmist há eða lág og svo var einnig um bjartsýni og vonir verðbréfamiðaranna.

Á seinni hluta þriðja tug aldarinnar síðustu rann á Bandaríkjamenn kaupæði. Varningur og hlutabréf í nánast hverju sem var, runnu út ein og heitar lummur og auðvelt var að fá lán fyrir því sem hugurinn girntist. 

stocks-1929Svallveislan var fjármögnuð að mestu af spákaupmönnum sem voru fullvissir að sí-hækkandi kaupverð tryggði þeim ágóða. Undir það síðasta varð þeim samt ljóst að margir mundu ekki geta staðið í skilum á lánum sínum. Um miðjan október 1929 höfðu verð hlutabréfa á markaðinum fallið svo mikið að þúsundir manna reyndu hvað þeir gátu til að selja verðlaus hlutabréf sín. Þær aðgerðir gerðu ekkert annað en að auka á verðhrunið.

Á deginum sem síðar var kallaður "Svarti Fimmtudagurinn" hrundu innviðir bandaríska hagkerfisins í sölustormi angistarfullra verðbréfasala. Klukkan ellefu að morgni  24. október, klukkustund eftir opnun verðbréfamarkaðarins, greip um sig skelfing á kauphallargólfinu. Fjárfestar sem héldu sig hafa keypt bréf í ábatasömum fyrirtækjum, skipuðu verðbréfamiðlurunum að selja, fyrir hvaða verð sem fékkst, jafnvel fyrir ekki neitt.

Á kauphallargólfinu hlupu menn um eins og þeir væru sturlaðir. Svitabogandi og hvítir í framan reyndu þeir hvað þeir gátu til að losa sig við nánast verðlausa pappíra.

wallUm hádegi virtist mesta skelfigin vera liðin hjá. Hópur þekktra bankaeigenda sem höfðu krunkað sig saman gaf út þá yfirlýsingu að hann mundi kaupa hlutbréf fyrir allt að þrjátíu milljónir með það fyrir augum að styðja við markaðinn. Klukkustund síðar tróð Richard Whitney forseti kauphallarinnar sér í gegnum þvöguna á gólfinu og tilkynnti að hann vildi kaupa hlutbréf á yfirverði fyrir 20.000.000 dollara. Á örfáum mínútum hafði hann eytt allri upphæðinni. Áhrifin af framtaki bankamannanna voru skammvinn. Hvaðanæva af landinu bárust boð í gegn um bréfborðaritara kauphallarinar frá fjárfestum um að þeir vildu selja.

Kauphöllin lokaði að venju klukkan þrjú, en fram eftir allri nóttu voru ljós logandi í skrifstofum hennar þar sem verðbréfasalar reyndu að greiða úr viðskiptum dagsins. Veitingastaðir í kring voru opnir fram á miðja nótt og öll hótel voru full af örþreyttum viðskiptajöfrum og verðbréfamiðlurum.

Löngu seinna kom í ljós að 12.894.650 hlutir hefðu verið seldir þann dag. Að jafnaði fóru fram í kauphöllinni mánaðarlega 4 milljónir viðskipta.

Næstu daga fóru fram töluverð viðskipti í kauphöllinni og á Sunnudeginum kváðu mörg af dagblöðum landsins upp með að það versta væri yfirstaðið og að viðskiptin mundu braggast á komandi vikum.

PD2438406@People-gather-on-the--940Á Mánudeginum byrjuðu verðbréf aftur að falla í verði og enn meira á þriðjudeginum "hræðilega". Þá var orðið ljóst að það versta var enn framundan. Þann dag var skipst á 16.5 milljón hlutum áður en botninn datt endanlega úr markaðinum og engir voru lengur eftir til að kaupa. 14.000 milljónir dollara í pappírsverðmætum urðu þann dag að engu. Einn miðlaradrengurinn bauð t.d. verðbréf sem sex dögum áður höfðu verið metin á 100.000 dollara fyrir einn dollar, og fékk hann.

Þrátt fyrir þetta voru enn nokkrir auðjöfrar sem töluðu digurbarkalega. Einn slíkur var John D. Rockefeller, olíubaróninn mikli. Hann tilkynnti að hann mundi kaupa "góð almenn hlutabréf". Eddi Connor frægur skemmtikraftur sem hafði tapað öllu í kauphallarhruninu sagði um Rockefeller af því tilefni; "Hann hefur efni á því, enginn annar á peninga eftir".

depressÁstæður hrunsins var án efa kauphallarbrask, ekki ósvipað því sem fór fram á Íslandi á síast liðnum árum. Fólki var lofað mikilli ávöxtun af útblásnum verðbréfum sem engin innistæða var í raun fyrir. Þegar að blaðran sprakk, stöðvuðust lánaviðskipti og atvinnulífið lamaðist. Upp komst m.a um 15 starfsmenn Union Industrial Bank sem höfðu spilað með eignir bankans og vörslufé hans eins og það væri þeirra eigið fé. í kjölfarið var farið að rannsaka fleiri banka í Bandaríkjunum og var sá banki vandfundinn sem ekki hafði á einn eða annan hátt tekið þátt í Hrunadansinum.

Í kjölfar bankahrunsins fylgdi kreppa sem teygði anga sína víða um heim og stóð sumstaðar allt fram undir heimstyrjöldina síðari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Það var þó eitt gott sem spratt uppúr kauphallarhruninu 1929,  eitt apparat sem hefur bjargað þúsundum ef ekki milljónum manna...

Aðalheiður Ámundadóttir, 25.3.2009 kl. 22:34

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Aðalheiður það má segja að IMF hafi komið til vegna eða í kjölfar kreppunnar þótt hann hafi ekki verið settur á laggirnar fyrr en 1944 ;)

Svanur Gísli Þorkelsson, 25.3.2009 kl. 23:10

3 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Ég á nú reyndar ekki við IMF... gæti tæplega verið lengra frá því reyndar!

Aðalheiður Ámundadóttir, 26.3.2009 kl. 00:11

4 identicon

hmm!!...hverjir voru sóttir til saka í hruninu 1929, og sakfelldir? Og hvað tók það langan tíma að sakfella þá? Hver rannsakaði málin? Hvers konar dóma hlutu þeir? Höfðu einhverjir komið peningum undan og grætt á öllu saman? Eða töpuðu allir? Borguðu þeir til baka það sem þeir höfðu skotið undan? ... og hvað skyldi Aðalheiður vera að meina?

gp (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 00:34

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

gp þetta eru allt spurningar sem greinarkorninu var ætlað að vekja. Um að gera að leita svara og bera saman.

Alla lætur okkur vita hvað hún er að meina þegar hún er tilbúin að uppljóstra því. Ég alla vega hef ekki hugmynd um hvað hún er að meina og það getur verið svo margt. Allt frá öryggisnetum til alþjóðlegra stofnana.

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.3.2009 kl. 08:47

6 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Bill Wilson var verðbréfamiðlari á þessum árum og hann hefur lýst því á afar sérstakan hátt hvernig áhrif kauphallarhrunið hafði á líf hans. hann lýsir deginum sem allt hrundi og því hvernig menn bókstaflega hentu sér fram af kauphallarbyggingunni í örvæntingunni sem greip þá. Sjálfur kunni Bill leið til að deyfa sig. Hann drakk! Hann hafði drukkið stíft í mörg ár og lofað oft að hætta, en kauphallarhrunið fyllti mælinn og ýtti honum framaf og varð til þess að botninum var náð. Í kjölfarið voru AA samtökin stofnuð.

Kauphallarhrunið varð því til þess að botninum varð náð hjá Bill Wilson annars stofnanda AA samtakana! Í AA bókinni er afar sérstök og mögnuð lýsing á þessum svarta degi; 'deginum þegar allt hrundi' 

Aðalheiður Ámundadóttir, 26.3.2009 kl. 08:58

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Frábært Aðalheiður :) Takk fyrir þetta.

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.3.2009 kl. 09:05

8 identicon

skemmtileg lesning:)

kristin (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband