Íslensku glæpagengin enn í góðum málum

meyer-lanskyHelsta vandamál allra stórtækra glæpamanna er hvernig þeir eigi að koma peningunum sem þeir svindla, stela eða fá fyrir ólöglega starfsemi sína, aftur  í umferð og geti eytt þeim aftur í það sem þá lystir, án þess að yfirvöld geti hankað þá.  Aðferðirnar sem þeir beita gengur undir samheitinu peningaþvætti. Besta aðferðin, lengst af,  þótti að kaupa banka, helst í landi þar sem stjórnvöld eru ekkert að fetta fingur út í starfsemi bankanna og láta þá óáreitta.

Þetta gerði t.d. Mafíósinn frægi, Meyer Lansky á Kúbu á fjórða og fimmta ártug síðustu aldar og naut til þess stuðnings herhöfðingjans Batista sem svo varð forseti landsins 1952. Flestum er kunnugt um þá sögu og inn á hana kemur m.a. Mario Puzo í öðru bindi um Guðföðurinn en þar er Meyer látin fara með dálitla ræðu um hversu möguleikarnir fyrir glæpagengin séu miklir þar sem ríkisstjórnin og löggjöfin sé vinveitt þeim. Hann kallar Kúbu "paradís" hvað það snerti.

Helstu tekjur þessara glæpagengja á Kúbu voru af eiturlyfjasölu, spilavíta-rekstri og vændi. Þau  fluttu illa fengna peninga sína frá Bandaríkjunum og fjárfestu í bönkunum í Havana, lúxushótelum, bílum og flugvélum og afganginn sendu þeir til Sviss.

Á Íslandi hefur svindl og ákveðin gerð peningaþvættis verið hafinn upp til hærri hæða enn nokkru sinni gerðist á Kúpu. Glæpahyskinu þar þótti mikilvægt að Bankar þeirra héldu "löglegu" yfirbragði og forðaðist að nota þá beint til ólöglegrar starfsemi. 

davi_og_bjorgolfur_mbl_kristinnEn eftir að bankarnir voru einkavæddir á Íslandi, hófst umfangsmikil  fjárplógsstarfsemi sem fólst í því að gera bankana sjálfa að aðal tekjulindinni. Aðferðin fólst m.a.  í því að bjóða útlendingum himinháa vexti fyrir innlánsfé sem síðan var komið undan inn á bankareikninga á hinum ýmsu aflöndum. Bankarnir fölsuðu skýrslur sem sýndu að eignir bankanna væru miklu meiri en þær voru í raun og veru og fengu peninga lánaða út á það  hjá öðrum bönkum sem síðan var komið fyrir í lúxuseignum og skúffufyrirtækjum víða um heim.  Að auki var sparifé Íslendinga, opinberum sjóðum landsins, hlutabréfum  og öðru vörslufé bankanna, komið undan á svipaðan hátt. Segja má að græðgi glæponanna sjálfra hafi að lokum slátrað mjólkurkúnni, enda hún orðin mögur og mergsogin.

ee3080fc2bd3a4aAð koma öllu þessu í kring tók nokkurn tíma en á meðan þessi iðja stóð sem hæst voru þjófarnir hilltir á Íslandi og þeim færðar orður fyrir framgöngu sína í þágu þjóðarinnar. Stjórnvöld studdu við bakið á þeim með því að láta þá algjörlega óáreitta enda störfuðu þeir í anda stefnu þeirra, þ.e. óheftrar frjálshyggju sem kveður á um að efnahagslögmálin sjái sjálf um að allt gangi eðlilega fyrir sig.

2003043018243124Það sem er undarlegast samt, núna þegar upp hefur komist um svindlið og þjófnaðina sem voru svo stórfelldir að við jaðrar að landið sé gjaldþrota, þá þorir enginn enn að sækja skálkana til ábyrgðar. Fólk hamast í pólitíkusunum sem létu þetta viðgangast og krefjast þess að þeir fái ekki að koma lengur að stjórn landsins, en sjálfir glæponarnir fara frjálsir ferða sinna, njóta enn illa fenginna auðæfanna og að því er virðist hafa algjörra friðhelgi.

Þegar að smá-þjófar eru handteknir af lögreglu, er þeim haldið í gæslu ef hætta þykir á því að þeir geti spillt sönnunargögnum í málinu eða komið þýfinu undan. En um landræningjana, íslensku nývíkinganna, gilda önnur lög.

Að auki ætlast stjórnvöld til þess að almenningur í landinu, greiði nú af litlum efnum, það sem svindlararnir höfðu af erlendum aðilum af fé.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Nákvæmlega.

Rut Sumarliðadóttir, 24.3.2009 kl. 15:53

2 identicon

Siðleysið er ótrulegt í íslensku samfélagi. Dóttir vinar míns fékk myndavél í afmælisgjaöf, sem var keypt í BT. Núna eftir tæpt ár er myndavélin eitthvað biluð og BT vil ekkert gera. BT sagðist aðeins hafa keypt lagerin af gamla BT en enga ábyrgð eða skuldir.

Vinur minn spurði þá í BT þetta er sem sagt löglegt en siðlaust, hann fékk einfalt svar til baka JÁ.

Svona er siðleysið á Íslandi í dag.

Ingo (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 16:04

3 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

- það er verið að eltast við kannabisræktendur núna og stórauka eftirlit með hraðakstri :-) Það er eitthvað sem menn ráða við, - eða hvað?

Vilborg Eggertsdóttir, 24.3.2009 kl. 22:55

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Rétt svona til þess að undirstrika það sem Vilborg skrifaði hér á undan ætla ég að bæta við athugasemd sem fengin er að láni:

"A society with such an enlightened tolerance of corruption and savagery needs to bear down hard on minor offenses to convince itself that it still has standards"

Kolbrún Hilmars, 25.3.2009 kl. 21:34

5 identicon

Það yljar manni óneitanlega um hjartaræturnar að sjá að það er farið að taka "stórglæpamennina" hörðum tökum....

http://www.visir.is/article/20090324/FRETTIR01/177354234

Það eru líka gefnar mikilvægar upplýsingar um myndina sem fylgir fréttinni, nefnilega að maðurinn stal Goða skinku, en ekki hráskinku eins og myndin er af....

Hvar annarsstaðar væri þetta frétt....??

Snæbjørn Bjornsson Birnir (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 08:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband