Spáin um úrslit leiksins við Eista á Sunnudag og Dr. Phil svarar tveimur spurningum

Þá er komið að því að efna loforðið og birta hér spádóm Dr. Phil um leikinn við Eistlendinga á morgunn. Dr. Phil ræður aðeins í liti, tölustafi og bókstafi í spádómum sínum en þeir geta verið furðu nákvæmir þrátt fyrir það. En þá er það leikurinn á morgunn.

estonia-flagDr. Phil segir; það er pott þétt að sú þjóð sem hefur bláan lit í fána sínum sigrar og sú þjóð sem hefur ekki færri en tvo liti í fána sínum hefur betur. Ég tek það fram að jafnt verður á öllum tölum þar til að annað liðið nær að síga fram úr og að meira en fjórar tylftir marka verða skoraðar í leiknum."

iceland-flagEf að ég reyni nú aðeins að hjálpa við túlkun þessa spádóms þá lítur dæmið út svona. Báðar þjóðirnar hafa þrílita fána. Eistneski fáninn er svartur hvítur og blár, sá íslenski rauður, blár og hvítur.  Í fljótu bragði virðist spádómur Dr. Phils því geta átt við báðar þjóðirnar. En ef við höldum okkur við strangar vísindalegar skilgreiningar þá eru hvorki hvítt eða svart raunverulega litir. Svart varpar sem sagt ekki frá sér neinum lit og hvítt varpar frá sér öllum litum. Ef að tekið er tillit til þessa hljóta það að vera Íslendingar sem hafa sigur því þeir eru með tvo liti í fána sínum, rautt og blátt en Eistlendingar aðeins með einn, blátt. Saman ber; "sú þjóð sem hefur ekki færri en tvo liti í fána sínum hefur betur."

Dr. Phil svaraði einnig emailum mínum varðandi spurningarnar tvær sem bárust frá bloggvinum mínum í gær og svörin við þeim eru eftirfarandi;

Til "Love Her Everyone" Íslendingar berjast við rauða litinn. Hann er allsráðandi á bankareikningunum þeirra. Atvinnuástandið er svart og það byrjar ekkert að lýsast fyrr en á níunda mánuði ársins 2009. Framundan hjá þér eru hærri mínus tölur. Þær byrja að lækka aftur á sjöunda mánuði ársins 2009 ef  þú elskar græna litinn.

Skilaboð til ungmeyjarinnar á skerinu; Marga Íslendinga fýsir að flýja hvíta og gráa litinn. En þegar að græni liturinn fer að sjást, róast þeir aftur. Fáir munu því fara enda ástandið svart í flestum löndum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hmmm...  hvað þýðir "að elska græna litinn" hjá honum? 

Nice nick... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 21.3.2009 kl. 02:09

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Það gæti þýtt svo margt Lára. Að þú klæðist grænum fötum, lifir af grænni náttúrunni, elskir peninga , kjósir framsókn  eða vinstri græna . En hann er greinilega að segja allt sé vænt sem vel er grænt í auralegu tilliti. En þetta er jafn dularfullt og málið um Valtýr á grænni treyju.

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.3.2009 kl. 09:47

3 Smámynd: Brattur

"Fjórar tylftir marka"... er það ekki rosalega mikið í fótbolta?

Brattur, 21.3.2009 kl. 12:17

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Duló, duló...  ég á grænan skokk og grænan jakka, er ekki grænmetisæta, hef aldrei verið sérlega gefin fyrir peninga og aldrei haldist á þeim, hef aldrei kosið framsókn og er ekki búin að áskveða hvort ég kýs vinstri græna eða eitthvað annað í apríl.

Á svo sjaldan seðla að ég man ekki hvort einhverjir íslenskir seðlar eru grænir... held samt ekki. Dollarar eru grænir, 100 evruseðlar líka og þú veist hvaða pundseðlar eru grænir.

Ég er náttúruvæn og berst gegn óhófi í virkjunum og stóriðju.

Hvað fleira er grænt... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 21.3.2009 kl. 14:55

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég held að það sé rétt hjá Lára að það hefur ekki verið grænan íslenskan eyri að sjá síðan að hundrað krónu seðillinn var tekinn úr umferð. Eftir stendur þá hjá þér náttúran. Hvernig getur hún orðið til að hagur þinn vænkist í júlí?

Svo getur verið að þótt þú sért ekki loðin um lófana hafir þú græna fingur

Samt erfitt að sjá í augnablikinu hvernig þú getur hagnast á því þótt vissulega geti þér orðið úr því aur.

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.3.2009 kl. 15:10

6 identicon

Er ekki aldeilis merkilegt hvað baráttu- og hugsjónafólk - er uppteknara af veraldlegum framgangi sjálfs sín en því sem verið er að berjast fyrir þ.e. framgangi Íslands í landi þjóðanna eða framgangi heimsins í ljósi aðstæðna. Það verður áhugavert að heyra hvað vinur þinn Dr. Phil hefur að segja um úrslit kosninganna í vor. En engan áhuga hef ég á að vita hvernig mér mun vegna í veraldlegum skilningi. Það samrýmist ekki hugsjónafólki sem ber hag þjóðar og heims fyrir brjósti sér, og er undir mér komið, mínum viðhorfum til sjálfrar mín og þess sem er að gerast í kringum mig. Tækifærin eru alls staðar, líka í kreppunni. Takmarkanir eru fyrst og fremst til í okkar eigin huga. Rautt er litur reiði, neikvæðni, niðurrifs og mínus á bankareikningi. Grænt er litur grósku, náttúrunnar, jákvæðni, uppbyggingar og plús á bankareikningi. Svo einföld er nú sú túlkun. Síðan er það undir okkur komið hvernig við nýtum þessar litaupplýsingar öllum til góða. Föllum ekki í sömu gryfju og þeir sem við gagnrýnum sem hæst, að elska okkur fyrst og náungann svo.

gp (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 16:17

7 identicon

... og leikurinn fór 37-24 fyrir Íslandi. Meira en fjórar tylftir voru skoraðar. Og nokkuð jafnt var í 4-4 og síðan tóku Íslendingar leikinn í sínar hendur. Svo segja má að hann Dr. Phil hafi verið sannspár ... svo langt sem það náði :)

gp (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 21:39

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Já, gp, Phil var einmitt að hringja og spyrja hvernig leikurinn hefði farið. Mér sýnist að spáin hans hafi gengið upp að öllu leiti. Nú er bara að sjá hversu nákvæmur hann verður við kosningaspána. Hann sagði fyrir að af fimm hugsanlegum nýjum framboðum mundu aðeins þrjú í raun bjóða fram.

Phil er lunkinn.

Svanur Gísli Þorkelsson, 22.3.2009 kl. 22:01

9 identicon

Er hann ekki bara að svara aftur i seinna svarinu.

"En þegar að græni liturinn fer að sjást, róast þeir aftur"

Það er s.s. betra að vera kyrr en að fara.

Þ.e.a.s ef þú elskar græna litinn

Í "sjöunda mánuði" er nokkurn veginn eini mánuðurinn sem ísland getur talist vera grænt

Það er einfaldlega heimskreppa, ástandið er ekkert betra annarstaðar, fallið var bara ekki svona hátt og hratt eins og hjá íslendingum, þessvegna heyrist minna í hruninu annarstaðar.

Katala (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband