Vor í lofti og Íslendingar á sigurbraut segir Dr. Phil

300px-Pulteney_Bridge,_Bath_2Vorið er komið og grundirnar gróa, alla vega hér í Bath á Englandi. Síðustu tveir dagar hafa fært mér sanninn heim um að vorið sé komið fyrir alvöru. Það er yfir 18 stiga hiti og rjóma blíða, gróðurinn óðum að taka á sig lit eins og mannlífið.

Kaffihúsin eru búin að setja stóla og borð út á stéttar, dagblöðin liggja hreyfingarlaus á borðunum og smáfuglar tísta í trjánum eins og þeir hafi eitthvað mikilvægt að segja. Ungmennin sitja í hópum á graseyjunum út um alla borg og eldra fólk stansar lengur við til að spjalla á götuhornunum. Þetta er skemmtilegur tími.

Ég er byrjaður að ræða aftur við Dr. Phil um handboltann. Hann er góðkunningi lesenda minna frá því á ólympíuleikunum í fyrrasumar. Hann sagði mér í fyrradag að Íslendingar mundu vinna landa Alexanders mikla.  Það gekk eftir.  Á Laugardaginn ætlar hann að spá fyrir um leikinn við Eistlendinga. Hann var með allt á hreinu í spám sínum um gengi íslenska liðsins á ólympíuleikunum, þannig að ég bind miklar vonir við spádómshæfileika hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Yndisleg vorlýsing, takk. Hér í Reykjavík hefur hlýnað verulega undanfarna daga og veður verið þokkalegt en blautt. Líkast til fáum við nú fleiri kuldakafla fyrir vorið.

Getur þessi Dr. Phil bara spáð fyrir um íþróttir? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 19.3.2009 kl. 14:11

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Dr. Phil er glúrinn kall. Hvað viltu fá að vita mín kæra :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 19.3.2009 kl. 14:16

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Falleg vorkomu lýsing Svanur  Takk fyrir

Sigrún Jónsdóttir, 19.3.2009 kl. 14:38

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Sérlega skemmtilegt að lesa síðuna þína.

Svava frá Strandbergi , 19.3.2009 kl. 17:00

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Æ nú færðu mig til að skana Englands...það er svo yndislegt þar á vorin.

En ég held að þú ættir að fá Dr Phil til að spá fyrir um krassandi mál eins og kosningar á íslandi og hvort hér muni nást fram alvöru réttlæti?

Og hvort Borgarahreyfingin sé ekki komin til að sjá og sigra

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.3.2009 kl. 17:24

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Sakna....sakna og sakna.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.3.2009 kl. 17:24

7 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég vil vita ótalmargt... en ekkert sem ég segi hér á opnum vettvangi.

Jú, annars - það sem Katrín er að pæla - ríkisstjórn eftir kosningar og hvort ný öfl ná mönnum á þing.

Ekki að það skipti máli á meðan ráðherraræðið rúlar.

Lára Hanna Einarsdóttir, 19.3.2009 kl. 23:42

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þakka ykkur stúlkur innlit og skemmtilegheit. Dr. Phil er kominn á fullt við að ráða í örlög Íslands :) Og vei sé þeim sem halda að Dr. Phil eitthvað blöff.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.3.2009 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband