Eru til alvöru blóðsugur?

GrímurÞað er eins og að aftur sé að færast líf í skálkana sem enn eiga peninga á Íslandi, eftir að landsmenn hættu að berja búsáhöldin sín á Austurvelli. Um tíma var eins og skarkalanum tækist að fæla þá frá ódæðisverkunum líkt og hvítlaukur virkar á blóðsugur og þeir létu lítið fyrir sér fara opinberlega um hríð.

Nú þegar þeir halda að mesta púðrið sé farið úr byltingunni, eru þeir aftur komnir á kreik. Í þetta sinn eru notuð ný brögð. Í bland við að  bókfæra einhverjar eignir fyrirtækisins miklu hærra en þær eru virði og fá svo lán út á það,  er um að gera að nýta sér kreppuástandið og fá starfsfólk fyrirtækjanna til að gefa eftir hluta af launum sínum og/eða löglegum launahækkunum.

Þannig geta eigendur fyrirtækjanna haldið áfram að fá greiddan út arð fyrir það að eiga eitthvað í fyrirtækinu.

Sumt breytist þó ekki. Best er að gera þetta á hefðbundinn hátt og passa að láta þá sem eiga að svara fyrir það ekki vera við. Þá geta þeir alltaf sagt; Ja ég var nú ekki á landinu þegar þetta var gert. Eða, ég veit það ekki, ég er ekki enn búinn að lesa skýrsluna.

Gott dæmi um þessar mundir um slíka skálka sem fela sig í skugganum, eru stjórnarformaður HB Granda, Árni Vilhjálmsson sem er um þessar mundir eitthvað að bjástra á Chile. Þá er það Ólafur Ólafsson stjórnamaður og einn stærsti eigenda HB Granda sem ekkert vill segja um málið og Kristján Loftsson varaformaður stjórnarinnar sem ekki talar við blaðmenn heldur.

Skrýtið hvernig það er eins með allar alvöru blóðsugur. Þær þola illa dagsljósið. Landsmenn þurfa greinilega að draga fram stærri sleifar og stærri potta en nokkru sinni áður.

42-16146390


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hey ég þoli ekki hvítlauk ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 21:33

2 Smámynd: Erla J. Steingrímsdóttir

Þetta er svo rétt hjá þér.

Erla J. Steingrímsdóttir, 18.3.2009 kl. 23:20

3 identicon

Hvað með bankastjórann og 850 miljóna kúlulánið. Finnst fólki að þetta sé bara í lagi?

kolbrun Bára (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 02:31

4 Smámynd: Hannes

Það er eins og venjulega þá láta þessir menn ná í sig þegar það hentar þeim en passa sig á að vera í sviðsljósinu þegar það er gott fyrir þá.

Hannes, 19.3.2009 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband