18.3.2009 | 12:11
Ég mun drepa Ali
Drengirnir komu gangandi í rikinu eftir moldartröðinni á milli tjaldanna. Þeir eru 12 ára og leiðast hönd í hönd eins og ungir drengir gera oft í austurlöndum enda bestu vinir. Báðir heita þeir hinu algenga nafni Ali. Þeir eru að fara í sjónvarpsviðtal þar sem þeir er spurðir út í líf sitt í Afganistan áður en fjölskyldur þeirra voru drepnar og líka út í það hvernig lífið í þessum stóru flóttamannbúðum fyrir Afgani í Pakistan gengi fyrir sig. Meira en ein milljón Afgana dveljast nú í slíkum búðum. Fjölskylda annars var drepin í loftárás bandamanna og fjölskylda hins lést í sprengjuárás frá Talibönum.
Annar er staðráðin í að ganga í lið með Talibönum þegar hann fær aldur til. Vinur hans er jafn staðráðin í að ganga í þjóðherinn í Kabúl.
Hvað ætlið þið að gera ef þið mætið hvor öðrum á vígvellinum, spyr sjónvarpskonan. Báðir svöruðu óhikað; "Ég mun drepa Ali."
Í Afganska þjóðhernum eru nú 180.000 manns. Af útlendum hermönnum í landinu eru um 100.000 manns, fyrir utan leiguliða og her-verktaka. Allir eru að eltast við Talibana sem enginn veit hvað eru margir. Engir sigrar hafa raunverulega unnist frá því að Talibanar voru hraktir frá völdum í Kabúl. Skærur og skotárásir eru daglegt brauð en jafnskjótt og eitt þorp hefur verið jafnað við jörðu flyst andstaðan við erlenda "setuliðið" yfir í næsta þorp.
Allir herforingjar sem starfað hafa á vegum NATO í Afganistan hafa annað hvort sagt það berum orðum eða gefið það í skin að þetta sé stríð sem ekki er hægt að vinna. Afganistan hefur aldrei verið sigrað af erlendum herjum þótt margir hafi reynt. Bretar hafa gert hvað þeir gátu til þess allt frá miðbiki 19. aldar, Persar, og Rússar hafa reynt það án árangurs.
Samt halda Bretar og Bandaríkjamenn áfram þessum kjánagangi og bera því við að þeir séu að leita að Al-Qaida mönnum og Osama Bin Laden og fá bændur til að rækta eitthvað annað en Valmúga. Talibanarnir segjast vera löngu hættir að taka við fyrirskipunum frá Al-Qaida. Að drepa erlenda hermenn er vinnan þeirra. Þeir fá borgað í dollurum sem koma víðsvegar að úr heiminum. Þeir vinna á daginn og slaka svo á á kvöldin, reykja og drekka.
En hvað eru Bandaríkin og Bretland með NATO regnhlífina á lofti að vilja í þessu landi. Það hefur margoft verið bent á ástæðuna en fjölmiðlar eru tregir til að taka upp málið. Sumir afgreiða það sem "samsæriskenningu". Auðvitað mundu Bandaríkin aldrei leggjast svo lágt að ráðast inn í land vegna olíu.
Meginflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Aukaflokkar: Mannréttindi, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:31 | Facebook
Athugasemdir
Heimurinn í hnotskurn. Og ef við stúderum Biblíuna værum við ekkert hissa, þar eru verkin látin tala.
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 18.3.2009 kl. 12:28
Stórmerkilegt hvernig menn virðast aldrei geta lært af sögunni.
Ingo (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 12:30
Witness da páva of religion kallinn minn.
DoctorE (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 15:06
Ef undirrót þessarra átaka væri í raun trúarlegar DrE, væri athugasemd þín algjörlega viðeigandi. Svo er ekki. Trúarbrögð eru hinsvegar óspart notuð, af báðum aðilum, til að réttlæta óhugnaðinn. Ástæðan fyrir því að það er hægt er fyrst og fremst fáfræði almennings og í öðru lagi bjögun og of hrein fölsun, á boðun trúarbragðanna.
Íslam hefur á sér orð fyrir að vera herská trúarbrögð, einskonar arftaki gyðingdóms og kristninnar á þvi sviði. Fæstir gera greinarmun á útþenslustríðum og geópólitískum landvinningum fyrstu kalífanna Abu Bakr og Umars ibn al-Khatta eftir lát Múhameðs annars vegar og á úbreiðslu Íslam hins vegar. Samt er hvergi staf um slíka landvinninga að finna í boðun Múhameðs. En sameinaður Arabíuskagi, innlásinn af kenningum Múhameðs var voldugt afl sem mannlegar kenndir (græðgi kallar sumir það, aðrir metnað) gátu ekki staðist að notfæra sér
Innrás bandamanna í Aganistan í þetta sinn, var gerð í nafni göfugra hugsjóna, ekki satt. Frelsi, mannréttinda og lýðræðis. Trúin var notuð eftir þörfum til að árétta þessi gildi.
En á bak við liggur allt annar sannleikur. Um það fjallar niðurlag greinar minnar.
Ég þakka Töru og Ingó fyrir sínar athugasemdir.
Svanur Gísli Þorkelsson, 18.3.2009 kl. 15:43
Þetta er bara ekki rétt hjá þér Svanur. Allt er afsakað með trú, fólk er heilaþvegið með trú, öll sagan gengur út út á trúmál, flest stríð sprottin af trú. Ertu þá að meina að trúin sé bara yfirvarp einræðisherra og glæpamanna sem vilja yfirráð og peninga.
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 18.3.2009 kl. 17:00
Í rauninni varstu að því, þarft ekki að svara þessu.
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 18.3.2009 kl. 17:01
Farðu yfir í huganum Tara, þær styrjaldir sem sprottnar eru af trú, segjum 10 mannskæðustu styrjaldir í sögunni.
Svanur Gísli Þorkelsson, 18.3.2009 kl. 17:10
Ég skal gera það, svo sannarlega.
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 18.3.2009 kl. 17:16
Mér þykir altaf mérkilegt þegar fólk kennir trúarbrögðum um styrjaldir og illskuna sem er í heiminum. En aldrei tala fólk um það hvernig vísindin hafa farið með heiminn.
Vísindamenn gerðu kjarnorkusprengjuna.
Maðurinn er með frjálsan vilja og þaraf leiðandi getur hann nýt sér allt sem er í heiminum til ills eða góðs.
Það er ekki trúarbrögðunum, vísindum eða einhverju öðru um að kenna þegar að maðurinn ákveður að nýta hæfileika sína á slæman hátt.
Ingo (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 17:44
Er það ekki af því að þeir trúuðu sögðu að Guð skapaði manninn í sinni mynd! Mikið hrikalega er hann mistækur blessaður.
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 18.3.2009 kl. 17:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.