Að setja rassinn í klór

RassgatsklórFyrirsögnin er reyndar miklu prúðmannlegri en efni þessa pistils gæti hæglega gefið tilefni til. (En aðgát skal höfð í nærveru sálar.) Það sem um ræðir er ný fegrunartækni og fegrunarlyf sem ætlað er fyrir þann hluta líkamans sem virðist algjörlega hafa orðið útundan fram að þessu í líkamsfegrunar-æði nútímans.

Það er sem sagt byrjað að selja fegrunarlyf fyrir endaþarminn og svæðið í kringum op hans.(Venjulega kallað rassgat) 

Hugmyndin er að gera aftur hvítan eða bleikan þennann mikilvæga líkamhluta sem mörg okkar sjáum svo sjaldan að við höfum ekki einu sinni hugað að litnum á honnum.

Þetta svæði hefur, er mér sagt, tilhneygingu til að dökkna og verða brúnleitt á fullorðinsárum sem mörgum æskudýrkandanum þykir bagalegt. Þess vegna hefur skapast eftispurn eftir bleikingarefni sem hægt er að nota á endaþarma og nú er það komið á markaðinn.

Ég get því miður ekkert fullyrtt um virkni efnissins persónulega og kem ekki til með að gera það að sinni. (Aldrei að að segja aldrei)  

Satt að segja finnst mér þessi tegund fegrunaraðgerða minna dálítið á síðustu tvö bloggefni mín, þ.e. tilraunir frambjóðenda í prófkjörum til að sannfæra okkur um að það hafi orðið eðlisbreyting á viðhorfum þeirra. Ég er nokkuð viss um að það sé alveg sama hversu lengi þú leggur rassinn á þér í klór, á endanum kemur það sama út úr honum og fyrr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

maður verður að athuga þetta dæmi :)

Óskar Þorkelsson, 14.3.2009 kl. 18:27

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Haha, var reyndar kunnugt um þessa vöru. Toppurinn á vitleysunni. Rassgat er og verður rassgat hvort sem það er bleikt eða brúnt!

Rut Sumarliðadóttir, 14.3.2009 kl. 18:54

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Toppurinn segirðu Rut; Kannski botninn líka.

Svanur Gísli Þorkelsson, 14.3.2009 kl. 21:23

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Rut Sumarliðadóttir, 14.3.2009 kl. 21:43

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Góður! Nú hló ég dátt... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 14.3.2009 kl. 22:48

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ja,,, sko.

Nei, ég geymi það.

Steingrímur Helgason, 15.3.2009 kl. 00:00

7 identicon

Að klóra sér í rassinum fær alveg nýja merkingu.

Davíð Kristjánsson (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 00:22

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Takk fyrir það Steingrímur

Davíð, ég var einmitt að hugsa það sama þegar ég samdi fyrirsögnina, en ákvað svo að vera háttprúður.

Óskar; Þú reportar þegar þetta er komið á hreint

Lára mín, þú áttir það alveg skilið.

Svanur Gísli Þorkelsson, 15.3.2009 kl. 02:29

9 Smámynd: Sporðdrekinn

hahahaha frábœr vitleysa

Sporðdrekinn, 16.3.2009 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband