"Fall lítillar kjánaþjóðar"

egill_helgasonMikið er enn fjallað um Ísland á síðum dagblaðanna í Bretlandi. Í dag birtir The Daily Telegraph hálf-síðu grein þar sem m.a. er vitnað í Egil Helgason, Össur Skarphéðinsson og ónafngreindan leigubílstjóra úr Reykjanesbæ.

Fyrirsögn greinarinnar er "Fall lítillar kjánaþjóðar"(Downfall of a foolish little nation) og er hún einskonar upprifjun á því hvernig Ísland varð á örfáum árum að ramm-kapítalískri og nýfrjálshyggju verstöð í norðri og hvernig sú stefna kollsteypti á nokkrum árum íslensku efnahagslífi.

Greinin segir að allt hafi verið gert til að niðurstöður efnahagsyfirlita banka og peningastofnanna yrðu sem hagkvæmastar og sem dæmi er tekið að  kílóið af þorski sem hægt var að kaupa út í búð fyrir 1200 krónur var reiknað á kr. 4000 og þá átti meira að segja eftir að veiða fiskinn.

Í loki greinarinnar er klykkt út með að vitna í orð Egils; "Á endanum vorum við lítil kjánaleg þjóð sem hélt að hún hefði fundið nýja leið til að afla peninga. En svo var ekki."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband