Fólk beðið að sniðganga íslenskar vörur og ferðast ekki til landsins

minke-whale-meat-bigÞá er ballið byrjað, rétt eina ferðina enn. Nokkur náttúruverndarsamtök hafa þegar sent frá áskorannir til fólks um að sniðganga íslenskar vörur og að ferðast ekki til landsins vegna nýrra heimilda til að veiða hvali í atvinnuskyni. Þar fara auðvitað fremst öfgasamtökin Sea Shepherd sem sökktu hvalveiðiskipum íslendinga fyrir nokkrum árum.

Á öðrum stað kemur fram að 150.000 manns hafi skrifað undir yfirlýsingu efnis efnis að þeir hyggist ferðast til Íslands ef Íslendingar láti af hvalveiðum sem mundi auka tekjur þjóðarbúsins um 117 milljónir dollara en hvalveiðar mundu aldrei gefa því meira en 4 milljónir dollara, jafnvel þótt það tækist að selja allt kjötið á Japansmarkað. Japanir segjast reyndar enn eiga nokkur þúsund tonn af óseldu hvalkjöti í frystingu svo óvíst sé að Íslendingum takist að selja afurðir sínar þar í landi.

Bent er á að 115.000 manns hafi á síðasta ári farið í hvalaskoðunarferðir á Íslandi og yfir 20% af þeim hafi staðfest að hvalaskoðun hafi verið megin ástæða komu þeirra til Íslands. Einnig að ferðamálsamtök á Íslandi hafi öll lýst sig andvíg áformum um frekari hvalveiðar í atvinnuskyni.

Þá leggja nokkur skeytin út frá þeirri staðreynd  að þjóðin sé að reyna að reisa við efnahag sinn og orðstír eftir skelfilegt hrun og það þjóni illa hagsmunum hennar að ganga svona í berhögg við almenningsálit í öllum helstu viðskiptalöndum sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þessi blessuðu náttúrusamtök hafa engan skilning á stöðu okkar eigum við algerlega að hætta að hlusta á þetta væl í þeim. Hvalveiðar koma aldrei með að hafa áhrif á ferðamannastraum hingað enda hefur enginn getað sýnt fram á það enn. Ef þessi svokölluðu náttúrusamtök kæmu með einhver haldbær rök fyrir máli sýnu þá mundu mikklu fleiri hlusta. Ég er mikill náttúrusinni (náttúrubarn og elska mína náttúru og er mjög fylgjandi ´náttúruvernd, en svona samtök sem eru að eiða tíma og ómældum fjármunum í hvalafriðun, veiðum sem hefur alla tíð verið stjórnað af mikilli skynsemi hjá Íslendingum. Nei þetta fólk ætti að skammast sín, og snúa sér frekar að þarfari málefnum. Þessi hvalasamtök eru alheims skömm.  Hvernig dettur fólki með heilann haus að styðja svona fíflagang. Skammist þið ykkar og snúið ykkur frekar að því að hjálpa samborgurum ykkar, eða fólki út um heim sem ekki geta hjálpað sér sjálft.

Sæmundur (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 20:50

2 Smámynd: Brattur

Hvalveiðar koma aldrei til með að borga sig fyrir okkur... illa gengur að selja kjötið og til hvers að vera að veiða hvali ef ekki er hægt að selja kjötið... mér finnst vera einhver steinaldra hugsanaháttur í kringum þessi hvalveiðimál hjá okkur Íslendingum... þvergirðingsháttur...

Brattur, 31.1.2009 kl. 21:24

3 identicon

Eins og þeir myndu segja hérna nokkur vestar... Who cares, really!

OskarJ (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband