Íslenski forsætisráðherrann hrakinn frá völdum

Forsætisráðherra Íslands Geir Haarde og ríkisstjórn hans var hrakinn frá völdum í dag. Í kjölfarið á hruni efnahags landsins....... Geir Haarde frosætisráðherra Íslands rífur þing og boðar til kosninga semma í vor.... 

Ég hef verið að velta fyrir mér hvernig fyrirsagnir fjölmiðlanna verða á morgunn eða einhvern næstu daga. Ríkisstjórnin er í raun fallin og það er formsatriði hvernig verður gengið frá því.

610xYfirvöld hafa spilað út síðasta spilinu, því sem aðeins átti að nota í nauðavörn. Þau hafa gefið fyrirmæli um að tvístra mótmælendum með táragasi.

Fyrsta stig, stöðug og sýnileg viðvera í bland við spjall er löngu liðið. Annað stig; að nota piparúða var gert á Gamlársdag og allar götur síðan. Þriðja stig að nota kylfurnar sömuleiðis degi seinna. Fjórða stig notkun táragass sem núna hefur gerst. Það er ekkert fimmta stig til.

Enginn lögreglumaður á Íslandi mun nokkurn tíman fást til að beina skotvopnum að mótmælendum þannig að úrræði lögreglunnar og ráðherrana sem stjórna henni eru á þrotum. Mótmælendur hafa sigrað.

Eina úrræði ríkistjórnarinnar ef hún vill ekki segja af sér, er að taka upp stjórnarhætti eins og Mugabe viðhefur í Zimbave.   En það getur aðeins orðið tímabundið því afleiðingar þess yrðu að Forsetinn mundi þurfa að beita neyðarlöggjöfinni.

Sögulegir tímar hafa runnið upp á Íslandi hvernig sem fer.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

ditto.

Rut Sumarliðadóttir, 22.1.2009 kl. 21:42

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þau ÆTLA að sitja til vors.....ég þarf að prjóna mér föðurland

Sigrún Jónsdóttir, 23.1.2009 kl. 00:31

3 Smámynd: Hannes

Stjórnin mun falla en Geir er bara of þrjóskur til að fatta það alveg eins og maður sem er búinn að festa bílinn sinn í snjóskafli en gefur bara meira og meira inn með þeim afleiðingum að vélin springur.

Hannes, 23.1.2009 kl. 01:12

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég held að Geir og félagar séu að leita með logandi ljósi að einhverri útgönguleið sem einhvern veginn getur ógilt fyrri yfirlýsingar. Líklega verður skuldinni skellt á Samfylkinguna. Annars er þetta skemmtileg samlíking hjá þér Hannes.

Sigrún, fósturlandsins freyja. Gerðu eitt fyrir mig líka úr því að þú ert að þessu á annað borð :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.1.2009 kl. 01:31

5 Smámynd: Hannes

Svanur þeir hafa enga leið út aðra en að boða kosningar og því lengur sem þeir bíða því verri verður skaðinn alveg eins og hjá ökumanninum í snjóskaflinum. Þeir eru búnir að valda sjálfum sér tjóni en það eina sem þeir geta í dag er að lágmarka það tjón og því lengur sem þeir bíða því minna geta þeir bjargað.

Hefur þú séð ökumann sem er fastur í skafli spóla þangað til rýkur úr bílnum? Ég hef einu sinni séð það.

Hannes, 23.1.2009 kl. 01:50

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Það sem ég átti við að þeir eru að reyna finna leið til að halda andlitinu eftir digurbarkalegar yfirlýsingar um að þeir ætli bara að sitja sem fastast. :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.1.2009 kl. 02:09

7 Smámynd: Hannes

Það er ekki fræðilegur möguleiki að Geir geti haldið andlitinu í dag en hann er bara ekki nógu gáfaður til að fatta það. Það er eitt sem er alveg á hreinu og það er að versti óvinur Geirs og ríkisstjórnarinnar er tíminn í dag.

Ég held að það væri ágætt ef hann myndi reyna að sitja aðeins lengur því að þá myndi hann hugsanlega valda Sjálfstæðisflokknum það miklum skaða að hann færi niðrí 10-15% fylgi.

Kveðja Hannes.

Hannes, 23.1.2009 kl. 02:16

8 identicon

Ég er að velta því fyrir mér hvort að stjórnleysi sé það sem fólk vill.

Því það er alveg sama hvað fólk segir, ríkisstjórnin hefur verið að gera það sem í hennar valdi er í stöðunni. Ja. Nema eitt. Geir Haarde hefur enn ekki rekið Davíð Oddsson, þann mann sem mesta ábyrgð ber á ástandinu eins og það er í dag.

  • Davíð skapaði ásamt framsóknarmönnum það umhverfi sem auðjöfrar hafa svo getað misnotað óáreittir.
  • Davíð segist hafa séð bankahrunið fyrir, en sagði ekki frá því.
  • Seðlabankinn þar sem Davíð er við stýrið stöðvaði ekki útþenslu bankana.

Davíð segir að í skýrslu sem kom út í maí á síðasta ári hafi verið bent á þetta en það er ekki rétt. Í skýrslunni er það sagt að "hugsanlega geti verið að ..." í samantekt skýrslunnar þar sem meginefni hennar er dragið sama er ekkert minnst á að stefni í þetta "hugsanlega". Í þessari skýrslu er það nefnt hinsvegar skýrum stöfum að bankarnir standi styrkum fótum og allt sé í gúddí fíling.

Hver átti þá að grípa í taumana. Jú. Seðlabankinn er eina stofnunin sem gat gripið í taumana. Seðlabankinn einn hefur þau verkfæri sem til eru til að stöðva útþenslu bankanna.

Það er sérstakt að skoða vital við eina helstu málpípu frjálshyggjunnar á íslandi sem hélt fyrilestur fyrir einu og hálfu ári síðan um "íslenska efnahagsundrið". Hann var í vitali í Íslandi í dag daginn áður.

http://vefmidlar.visir.is/VefTV/Default.aspx?channelID=STOD2&programID=b2fab606-e8f9-4500-a4d9-15008d8978da&mediaSourceID=4b8342d2-6d57-4144-8b62-3d3067588513

Davíð Kristjánsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 07:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband