11.1.2009 | 03:53
Mjólk
Þegar að ungabörn með exem og ofnæmi sjúga í sig móðurmjólkina eftir að móðirin hefur hlegið hressilega, sýna þau miklu minni ofnæmis-viðbrögð við rykmaurum og latexi.
Þetta eru niðurstöður rannsókna lækna við Moriguchi-Keijinai sjúkrahúsið í Osaka, Japan.
Til að framkalla hlátur hjá mæðrunum notuðu læknarnir kvikmyndina "Nútíminn" (Modern Times,) með Charlie Chaplin. Mæður í samanburðahópnum horfðu á veðurfréttirnar.
Brjóstamjólk þeirra sem horfðu á Chaplin hafði talsvert meira af melatonin, sem virðist draga úr ofnæmiseinkennum ungbarna.
Í hverjum hópi voru 24 mæður og 24 ungbörn. Sumum spurningum er þó enn ósvarað og sú mikilvægasta er hvort japönskum mæðrum þykji Charlie Chaplin virkilega fyndinn?
Kannski var það alls ekki skop Chaplíns sem olli þessum áhrifum heldur hvernig myndin lýsir á áhrifaríkan hátt streði almennings gegn afmennsku áhrifum og stofnunum fyrstu tíma vélvæðingar....bla bla bla
Árið 1931 var Albert Einstein ásamt eiginkonu sinni í heimsókn í Hollywood. Þá bauð Charlie Chaplin honum til einkasýningar á nýrri kvikmynd sinni Borgarljós (City Lights.)Þegar þeir óku um götur borgarinnar stoppaði fólk og veifaði til þeirra og hrópaði húrra fyrir þeim. Chaplin snéri sér að gesti sínum og sagði; "Fólkið fagnar þér vegna þess að ekkert þeirra skilur þig og það fagnar mér vegna þess að allir, sama hversu heimskir þeir eru, skilja mig".
Eitt sinn var Albert Einstein staddur í fínu boði. Gestgjafinn bað hann að skýra í stuttu máli afstæðiskenningu sína. Einstein svaraði;
Frú, eitt sinn var ég í gönguferð út í guðsgrænni náttúrunni á heitum degi og fylgd með vini mínum sem er blindur.
Ég sagði við hann að mig langaði í mjólk að drekka.
Mjólk, svarði vinur minn, ég veit hvað það er að drekka en hvað er mjólk.
Hvítur vökvi svaraði ég.
Vökva þekki ég en hvað er hvítt?
"Liturinn á fjöðrum álftarinnar"
"Fjaðrir þekki ég, en hvað er álft?"
"Fugl með boginn háls"
"Háls þekki ég en hvað er bogið"
Við þessa spurningu missti ég þolinmæðina. Ég tók í handlegg vinar míns og rétti úr honum. "Þetta er beint" sagði ég og beygði síðan á honum höndina "og Þetta er bogið."
"Ah," sagði hann þá, "nú veit ég hvað þú meinar með mjólk."
Árið 1930 héllt Einstein ræðu í Sorbonne háskólanum í París. Einstein sagði meðal annars við það tækifæri; Ef afstæðiskenning mín verður sönnuð mun Þýskaland tilkynna að ég sé þýskur og Frakkland mun segja að ég sé borgari þessa heims. Ef hún reynist ósönn mun Frakkland leggja áherslu á að ég sé þjóðverji og Þýskaland að ég sé Gyðingur."
Ýmsir hafa orðið til þess að gagnrýna gerilsneyðingu á mjólk og segja að hún rýri gæði mjólkurinnar. Auðvitað má færa rök fyrir því að neysla ógerilsneyddrar mjólkur geti stuðlað að fjölbreyttari gerlaflóru í þörmum með tilheyrandi heilsusamlegum áhrifum, en á móti kemur að sýkingarhætta eykst til mikilla muna, auk þess sem geymsluþol er mun styttra í ógerilsneyddri en gerilsneyddri mjólk. Þar sem ógerilsneydd mjólk er mjög viðkvæm vara og mundi þurfa mjög vandaða meðhöndlun í vinnslu og geymslu má búast við að hún yrði mun dýrari en sú mjólk sem fyrir er.
Á ensku er gerilsneyðing nefnd Pasteurization og er kennd við hin fræga franska efnafræðing Louis Pasteur. Hann starfaði lengi við Sorbonne háskólann, eða frá 1867 til 1889. Hann var Pasteur stofnunarinnar sem sett var á laggirnar honum til heiðurs.
Að lokum, við höfum drukkið mjólk kýrinnar í 11.000 ár og mér til mikillar furðu er mjólkurneysla mest miðað við íbúafjölda, í Finnlandi, eða 183,9 lítrar á hvert mannsbarn á ári.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 03:56 | Facebook
Athugasemdir
mér finnst þetta alger snilld.. því þetta er svo satt. :
Árið 1930 héllt Einstein ræðu í Sorbonne háskólanum í París. Einstein sagði meðal annars við það tækifæri; Ef afstæðiskenning mín verður sönnuð mun Þýskaland tilkynna að ég sé þýskur og Frakkland mun segja að ég sé borgari þessa heims. Ef hún reynist ósönn mun Frakkland leggja áherslu á að ég sé þjóðverji og Þýskaland að ég sé Gyðingur."
við erum svo viljug til að draga fólk í dilka.. eftir útliti, færni gáfum eða heimsku..
Óskar Þorkelsson, 11.1.2009 kl. 11:18
Hlátur er heilsusamlegur og talin styrkja ofnæmiskerfið. Sniðugt að skoða brjóstamjólkina
Sólveig Klara Káradóttir, 11.1.2009 kl. 20:28
Sumir vilja nú meina að einungis brjóstmylkingar eigi að drekka mjólk. Kúamjólk sé ekki fyrir fólk og þar fyrir utan eigi fullorðið fólk ekki að drekka mjólk. Í ýmsa fullorðna, sérstaklega af asískum kynstofni, vantar ákveðið ensím sem þarf til að brjóta niður mjólkurpróteinið og það nýtist þeim því ekki. Það eru sífellt að koma fram fleiri og fleiri rök fyrir því að gefa manneskjubörnum brjóstamjólk en þetta er alveg nýtt fyrir mér. Reyndar hefur því lengi verið haldið fram að hlúa eigi sem best að móðurinni á meðgöngu og meðan barn er á brjósti - en ég hafði nú ekki flokkað gamanmyndaáhorf til þess. En það gerist hér með. Læt mínar konur vita
, 12.1.2009 kl. 01:25
Þakka innlitið og fínar athugasemdir Dagný, Sólveig og Óskar.
Svanur Gísli Þorkelsson, 12.1.2009 kl. 16:45
Þar sem ég nam nú í eina tíð Búfræði, dettur mér í hug að sniðugt væri að rannsaka mun á kúamjólk eftir hamingju kúnna. Þá gefur maður sér að kýr í t.d. lausagöngufjósum og með aðgang að beru lofti þegar þær vilja séu hamingjusamari en þær sem standa á bás allan veturinn! Hver veit nema það hafi jákvæðari áhrif á neytandann. Eins með "hamingjusamar" hænur að egg þeirra ku vera ríkari af omega fitusýrum ef ég man rétt.
Til frjóðleiks er hrossamjólk líkust mannamjólkinni í efnasamsetningu og best að gefa ungabörnum hana ef lítið er af brjóstamjók
Sólveig Klara Káradóttir, 23.1.2009 kl. 13:09
það heitir kaplamjólk Sólveig ;)
Óskar Þorkelsson, 23.1.2009 kl. 16:32
Jebb, Óskar Greinilega fór það framhjá mér
Takk fyrir leiðréttinguna
Lifið heil
Sólveig Klara Káradóttir, 25.1.2009 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.