10.1.2009 | 18:20
"Endanlegu lausninni" beitt á HAMAS
Endanlega lausnin er eins og flestir vita hugtak ættað úr vitskertri hugmyndasmiðju þriðja rískissins. Hún fól í sér útrýmingu allra Gyðinga, hvar sem í þá náðist, hvar sem þá var að finna í heiminum með hvaða ráðum sem var. - Yfirlýst markmið stjórnvalda í Ísrel er að ganga endanlega til bols og höfuðs á HAMAS og að yfirstandandi blóðbað á Gaza sé liður í því.
Eina leiðin við að uppræta HAMAS er að drepa alla sem hreyfingunni tilheyra og þá sem styðja hana. Það er óþarfi að minna á að að HAMAS hlaut nægilegt fylgi í kosningum borgara á Gaza ströndinni til að teljast lýðræðisleg breiðfylking.
Ísrelsher er alveg sama hvaða aðferðum þeir beita og hverjir verða fyrir þeim. Þeir ráðast með stórskotahríð á eitt þéttbýlasta svæði jarðar og af því að HAMAS liðar mæta ekki tilbúnir til aftöku með hendurnar yfir höfðum sér, heldur reyna að fela sig og berjast á móti, segja Ísraelar að þeir feli sig meðal óbreyttra borgara og barna og séu því ábyrgir fyrir dauða þeirra líka.
Sú var tíðin að réttlætið samkvæmt lögmáli Gyðinga gekk út á tönn fyrir tönn og auga fyrir auga. Mörgum þótti það sanngjarnt. Með þessum aðgerðum er ljóst að Ísraelsstjórn hefur gefið upp á bátinn allt sem heitir réttlæti. Hún vill ekki bara tanngarðinn og bæði augun, hún vill allt höfuðið.
Tölurnar tala sínu máli. Síðan að vopnahléið var rofið hafa alls fjórir Ísraelar látið lífið af völdum heimatilbúinna eldflauga HAMAS liða. Í þessari innrás á Gaza hafa nú um 800 Palestínumenn/konur/börn látið lífið og 15 hermenn Ísraela. Stórskotaliði, fosfórsprengjum og eldflaugum er beitt til að mannfall í röðum Ísraelshers verði sem minnst en það er gert á kostnað saklausra og innilokaðra borgara Gazastrandar.
Ísraelsstjórn kærir sig kollótta um álit alþjóðasamfélagsins í þessum efnum. Ályktun öryggisráðs sameinuðu þjóðanna er höfð að engu eins og rúmlega 90 aðrar ályktannir þess um málefni Ísraels og Palestínu.
Gyðingar vita betur en allir aðrir að það er hægt að komast upp með fjöldamorð á saklausum borgurum í langan tíma, án þess að nokkuð verði aðhafst. Þeir hafa reynt það á eigin skinni í gegn um aldirnar og þeir ásaka enn þjóðirnar réttilega fyrir andvaraleysi þegar að holskeflur helfararinnar riðu yfir þá rétt eins og Palestínuarabar gera nú.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:34 | Facebook
Athugasemdir
Sorglegt hvernig þú sérð heiminn! Líkir þú gyðingum sem Evrópumenn leiddu til slátrunar við Hamas-samtökin, sem vill útrýma gyðingum eins og Evrópumenn. Er þér ekki sjálfrátt? Gaza er ekki þéttbýlla en Ísrael.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.1.2009 kl. 18:46
Prófaðu að skipta út nafnorðunum Vilhjálmur eða snúa þeim við. Útkoman er sú sama. Helstefna, er helstefna hverjir sem tileinka sér hana, hvar sem er og hvenær sem er. Að útrýma ákveðinni tegund fólks með drápum er helstefna. Helstefna HAMAS réttlætir ekki helstefnu Ísraelsstjórnar eða öfugt. Vertu maður meiri Vilhjálmur og lýstu þig andstæðing þessarar helstefnu.
Svanur Gísli Þorkelsson, 10.1.2009 kl. 19:23
Bull í þér Vilhjálmur, Hamas hefur ekki að stefnu að útrýma gyðingum. Og talandi um slátrun, fólk er innilokað á Gaza eins og skepnur í gildru og má gjöra svo vel að bíða eftir að verða sprengt. Ísraelsmenn hafa þó þá "sómatilfinningu" að tala inn á símsvara íbúa Gaza og fleygja sneplum út úr flugvélum til að vara fólk við.
Skoðaðu þetta Vilhjálmur:
http://www.facebook.com/s.php?ref=search&init=q&q=bj%C3%B6rk+vilhelmsd%C3%B3ttir&sid=0409f8c79388c0f48ae66f9bf0c2e55f#/album.php?aid=200907&id=506825273
Árný Leifsdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 19:30
Helfarir eru eingöngu mögulegar á vegum stórvelda. Ísrael er ekki stórveldi.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 10.1.2009 kl. 20:23
Kambótía og Rúanda verða seint talin til stórvelda Kristján. Ísrael ræður yfir fjórða voldugasta her heimsins og þótt þeir hafi vissulega stórveldi í liði með sér hafa þeir sýnilega getuna til að fylgja þessari helstefnu.
Svanur Gísli Þorkelsson, 10.1.2009 kl. 20:55
Gaza er um 360 ferkm og þar búa um 1,4 milljónir. Ísrael er rúmlega 20.000 ferkm og þar búa um 7,2 milljónir. Auðvitað er Gaza margfalt þéttbýlla en Ísrael.
Hún er áhugaverð kenningin sem sett er fram hér (http://www.informationliberation.com/?id=26383) fram að þetta stríð snúist í raun um olíu og gas í hafinu fyrir utan Gaza.
Ár & síð, 10.1.2009 kl. 23:18
Mér held að Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson sé að reyna í sínum orðaflaum að rugla með staðreyndir.
Ég skil Svan þannig að hann hafi verið að líkja ísraelsmönnum við nasista Þýskalands í seinna stríðinu sem vildu útrýma gyðingum. Ekki að líkja gyðingum seinna stríðsins við Hamas-samtökin.
Gyðingar eiga alla mína samúð eftir helförina. En að þeir skuli hafa lært það af veröldinni að drepa saklaust fólk vegna þess að Guð hafi gefi þeim leyfi. Þá er samúðarvíxillinn ekki framlengdur.
Og ég spyr að lokum! Ef fólk sem samsamar sig við kristin gildi getur staðið með þeim gildum að "auga sé fyrir auga og tönn sé fyrir tönn". Hvar er þá hið kristna gildi sem segir: "Það sem þér viljið að aðrir gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra". Og. Hvort er þá lögmálið?
Davíð Kristjánsson (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 23:23
Hvar kemur þetta fram með endanlegu lausnina hjá Nasistum og það að drepa gyðinga hvar sem til þeirra næst Svanur? Áttu einhverja skjalfest um það?
Jón Steinar Ragnarsson, 11.1.2009 kl. 03:25
Ertu að meina Jón, eitthvað umfram greinar frá Goebels eins og þessi tilvitnun hér að neðan er frá?
Ég heimsótti á sínum tíma holocaust safnið í Jerúsalem og þar eru meðal annars til sýnis orginal plögg sem sanna að það var ásetningur Hitlers að þurka Gyðinga algjörlega út af yfirborði jarðar.
.... in an article written in 1943 entitled "The War and the Jews" Goebbels wrote:
"None of the Führer's prophetic words has come so inevitably true as his prediction that if Jewry succeeded in provoking a second world war, the result would be not the destruction of the Aryan race, but rather the wiping out of the Jewish race. This process is of vast importance, and will have unforeseeable consequences that will require time. But it can no longer be halted. It must only be guided in the right direction."
Svanur Gísli Þorkelsson, 11.1.2009 kl. 04:12
Mikið rétt Ár og Síð.
Góð spurning Davíð.
Svanur Gísli Þorkelsson, 11.1.2009 kl. 04:14
Og? Hann vitnar í vangaveltur Hitlers um það að ef "Gyðingum tekst að hleypa af stað annarri heimstyrjöldinni" nota bene , þá muni það þýða undirgang þeirra. Slíkt muni hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar, sem varla verða tafðar, heldur beint á farsælli brautir.
Hafa ber í huga að það voru Gyðingar sem lýstu fyrst yfir stríði á þýskaland og hvöttu til og komu á viðskiptaþvingunum og boykottum. Þetta voru miklir spennutímar og vafalaust margt sagt.
Þetta svara þó ekki spurningu minni: "Hvar kemur þetta fram með endanlegu lausnina hjá Nasistum og það að drepa gyðinga hvar sem til þeirra næst Svanur? "
Áttu gögn?
Jón Steinar Ragnarsson, 11.1.2009 kl. 07:08
Er hugsanlegt að Zíonistar hafi átt meiri þátt í að hleypa af styrjöldum síðustu aldar en menn vilja vera láta? Ég er bara að vega báðar hliðar og reyna að skilja þetta, en ekki að lýsa andúð á gyðingum per se.
Hér er einn Zionistinn, sem hefur inside info. Gyðingur, sem kristnaðist og sneri baki við Zionismanum. Benjamin Freedman.
Mundu að Zionistar eru samtök auðmanna með heimsyfirráðadrauma. Gyðingdómur er trúarleg skilgreining en ekki etnísk. Það er ekki semetískur blóðdropi í 95% af þessu fólki og það á sér engan uppruna í Palestínu. Það nægir þó hvort sem er ekki sem réttlæting á þjóðarmorði og kúgun þar.
Nú er kominn tími til að menn fari að spyrja spurninga og endurskoða viðtekinn aróður.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.1.2009 kl. 07:21
Já, Jón mér er ljóst hvert þú ert að fara. Spekúleringar um Nasista-Zionista plott sem hnýta saman Zionista, Stalin, Roosevelt, Churchill, og Hitler við Rothchild og Warburg bankaveldið eru ekki nýjar af nálinni en ég finn ekki að þær hafi hlotið neina viðurkenningu viðurkenndra akademískra stofnanna eða fræðimanna.
Það er vel grundvölluð staðreynd að Hitler sá fyrir sér germanskt heimsveldi og hvar sem áhrifa þriðja ríkisins gætti urðu örlög Gyðinga þau sömu. Að halda því fram að ofsóknir og Gyðingadráp hafi verið einhver staðbundin stefna Nasista en ekki hluti af heimsyfirráðastefnu þeirra, er út í hött.
Svanur Gísli Þorkelsson, 11.1.2009 kl. 14:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.