28.12.2008 | 23:34
Hjátrú eða skynsemi
Að ganga undir stiga hefur lengi þótt ógæfumerki. Mér var kennt þetta ungum að árum, en án viðhlítandi skýringa.
Auðvitað má segja að það sé á vissan hátt skynsamlegt að forðast allar undirstigagöngur því verið getur að eitthvað falli óvart ofan úr stiganum, eins og málningardós eða tól sem sá sem er í stiganum er að nota. Þess vegna hika margir við þegar þeir koma að stiga sem stendur upp við vegg.
En hjátrúin er samt ekki komin til af þessum hversdagslegu ástæðum heldur trúarlegum. Sú var tíðin að þríhyrningur var í hinum kristna heimi ávalt talin tákn hinnar heilögu þrenningar, föður, sonar og heilags anda. Stigi sem stendur upp við vegg myndar augljóslega þríhyrning. Að rjúfa þríhyrningin með því að ganga í gegn um hann þótti mikil vanvirðing við þrenninguna og boðaði því viðkomandi ógæfu.
Það sem mér var ekki kennt var hvernig hægt var að komast undan óláninu ef svo illa tókst til að þú gekkst undir uppreistan stiga. En til þess eru ráð og hér koma þau.
1. Hræktu þrisvar sinnum í gegnum eitthvert þrepa stigans.
2. Hræktu á skó þinn og haltu áfram að ganga en þú mátt ekki líta á skóinn fyrr en hrákinn hefur þornað á honum.
3. Gakktu aftur á bak í gegn um stigann aftur og óskaðu þér um leið að engin ólukka megi henda þig.
4. Krosslegðu fingurna (löngutöng yfir vísifingur) þangað til að þú sérð hund.
Ef einhver undrast mátt hrákans í þessum mótgaldri, þá ber að minnast þess að Kristur sjálfur notaði hráka til að gera hræru sem hann notaði til að lækna blindu.
Að lokum, speki dagsins:
Ég get staðist allt nema freistingarnar
Oscar Wilde
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Dægurmál, Spaugilegt, Umhverfismál | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 786805
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er alveg ótrúlegt hvernig þessar hjátrúir allar eru tilkomnar og ég tek ekki mark á neinni þeirra en nota bara almenna skynsemi í staðinn.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 28.12.2008 kl. 23:43
Án þess að hafa kynnt mér málið sérstaklega, þá gæti ég nú trúað því að þessi þrenningarskýring sé eftir-á-skýring.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.12.2008 kl. 01:30
Sússi er hrákasmíði :)
en hvað með þína trú: Question everything, hljómar soldið undarlega :)
DoctorE (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 12:52
Ég hef í gegnum tíðina verið laus við alla hjátrú en hafði gaman af því að lesa um hvernig maður vindur ofan af óláninu.....en freistingarnar, það er allt önnur saga...
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 29.12.2008 kl. 13:15
Þá veit ég það, aldrei að vita hvenær þessi fróðleikur kemur að góðum notum :)
kær kveðja,
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 13:24
Skatti; Spurningin er hvort trú geti ekki verið skynsamleg líka?
Hjalti; Eftir á skýring er þetta örugglega, sjálfsagt fengin að láni hjá Egyptum sem lögðu mikla helgi á þríhyrningin líka. En um milliflutninginn í þessu tilfelli eru engar heimildir svo við verðum að halda okkur við heimildaskýringuna. - Það hefur reyndar önnur skýring skotið upp kollinum sem mér finnst öllu ósennilegri og hefur sú að gera við stiga þá er notaðir voru til að skera hengda menn niður úr gálganum.
DrE. Hárrétt, að spyrja ætíð er nauðsynlegt, en það er ekki það sama og að efast stöðugt. En þetta er einmitt undirstaðan undir þá fullvissu mína að sannleikurinn sé einn og það skipti ekki máli hvort hann sé opinberaður eða uppgötvaður, svo fremi sem hann er "sannleikurinn".
Hrafnhildur; Svo getur verið heilmikil freisting að vera svo lítið hjátrúarfullur :=)
Guðbjörg; Einmitt mín stefna líka, aldrei að vita hvenær það sé gott að vita.
Svanur Gísli Þorkelsson, 29.12.2008 kl. 13:54
Trú getur verið skynsamleg Svanur en hefur því miður verið notuð sem réttlæting fyrir mörgum að verstu hroðaverkum mannkynsögurnar.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 30.12.2008 kl. 11:50
Svanur þú ættir að hafa eftirfarandi speki í huga, á nýju ári. Þetta á við um alla trú hvort sem hún er kölluð hjátrú eða Bahai..
Það er almennur veikleiki mannlegs eðlis,
að hafa takmarkalausa trú á hlutum,
sem þeir hvorki sjá né þekkja,
og stjórnast ótilhlýðilega af þeim.
Júlíus Cesar.
þekkja
Tinni (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 14:48
Það kemur mér ekki á óvart Tinni að þú skulir vitna í mann (Cesar) sem var æðsti prestur (Pontifex Maximus) rómversku ríkistrúarbragðanna og notaði stöðu sína óspart í sínu pólitíska valdabrölti. Hann talar því af reynslunni.
Trú mín er ekki byggð á takmarkalausri trú á nokkurn hlut og er reyndar miklu betur skilgreind sem ákveðin afstaða til þess sem er í fyrsta lagi óþekkt og í öðru lagi þess sem ekki er óþekkjanlegt.
Að látast stjórnast af því sem maður veit og þeirri afstöðu sem þeir vitsmunir móta til allra hluta, er eina leiðin sem ég kann til að haga mínu lífi.
Svanur Gísli Þorkelsson, 2.1.2009 kl. 15:19
...þess sem ekki er þekkjanlegt...átti þetta að vera.
Svanur Gísli Þorkelsson, 2.1.2009 kl. 15:20
Sorry ég er enn að hlæja að þessum pistli þínum þar sem ég fæ það á tilfinninguna að þú sért að setja þig á æðri stall en þeir sem hafa hjátrú
Fyrst þú ert að tala um skynsemi hefur þú þá velt því í alvöru fyrir þér hvað í veröldinni fær þig til að halda það að Bahai trú sé e-h skynsamlegri en önnur trúarbrögð... nei annars þarft ekki að svara þessu... þú kæmir bara með þínar alkunnu fabúlasjónum um æðri tilgang osfrv.
Er þetta ekki einmitt hrokinn við trúarbrögðin að allir telja að þeirra trúarbrögð séu hin einu réttu og aðrir sem ekki trúa því eru bara óskynsamt fólk?
Þótt trúað fólk sé, í flestum tilvikum, vel meinandi og skynsamt fólk þá skal haft í huga að leiðin til glötunar er oft vörðuð góðum tilgangi.
Hér virðist þú (sæmilega skynsamur maðurinn) falla í þá gryfju að vera þess umkominn að dæma hjátrúna, sem tóma vitleysu, óskynsamlega hegðun og til marks um fáfræði. Þegar þú á sama tíma ert búinn að telja þér trú um að til sé eitthvert alviturt, algott og almáttugt afl sem sé á bak við allt líf á jörðinni þó þú hafir ekki snefil af sönnunum... heldur af því bara.... ?
Nei Svanur minn það er enginn æðri tilgangur til..
Ég veit að þér veitist þetta ekki auðvelt að samþykkja og ert í algerri afneitun um að langlíklegasta skýringin er sú að lífið á Jörðinni varð til fyrir algera tilviljun og tilgangur þess er mjög líklega enginn heldur einungis, tilviljunarkenndur rafstraumur milli kolefnis og vetnissameinda... sorry
Kann að virðast kalt og svo fráhrindandi tilhugsun að meirihluti mannkyns getur ekki horfst í augu við þetta og byrjar því að búa til fabúlasjónir um e-h æðra og betra (hér koma trúarbrögðin sterki inn)... það er jú þægilegra að hugsa um..
Sem dæmi mætti taka þá er geimurinn í raun dimmur og mjög kaldur staður... Þótt við búum við smá yl frá Sólinni... Þetta er ekkert öðru vísi, hvort sem þú trúir því eða ekki.. Alveg eins með tilganginn hann er enginn þótt þú trúir einhverju öðru þá breytir það ekki neinu um staðreyndirnar.. Þér kann hinsvegar að líða betur með það en þessi staðreynd skiptir mig engu máli. Mér líður ekkert betur þótt lífið hefði einhvern tilgang.. Lífið er bara... Þá líklega best að reyna að lifa því á sem skynsamlegastan hátt, hver svo sem hann er..
Tinni (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 16:06
Þér er tíðrætt um hroka Tinni minn og telur, ef ég skil þig rétt, trúað fólk hrokagikki fyrir það eitt að hafa trú. Það er greinilegt að við nálgumst þau mál á mismunandi hátt. Ef ég t.d. lýsti því yfir að mér þættu athugasemdir þínar bara hlægilegar, væri það eflaust ótvírætt merki um yfirlæti að minni hálfu. Eða ef ég legði þér orð í munn eins og þú gerir mér þá kannski mundi ég líka dæmast sekur. Nú eða ef ég svaraði þér með setningum eins og "Nei Tinni minn, það er sko til Guð"... þá væri næsta víst að ég væri fullur yfirlætis.
Kaldur alheimur hræðir mig ekki til Guðstrúar Tinni. Ekkert hræðir mig til hennar. Tilgangsleysi, ef það væri staðreynd, væri alls ekki hræðilegt, því þá skipti þetta allt engu máli og við gætum haldið áfram að haga okkur eins og okkur sýnist og allt væri eins og það á að vera. - Þá mundi ég til dæmis ekki þurft að reiða mig á eigin sannfæringu frekar en ég vildi og látið t.d. þínar eða annarra skoðanir ráða ferð minni. Þá mundi ég eflaust falla Ceserum þessa heims í geð.
En af því ég þekki tilgang minn sem mannveru, kýs ég að hafa orð þín og annarra sem boða tilgangsleysið að engu og fer í staðinn eftir eigin sannfæringu. Hún byggir á því sem ég best veit.
Hún segir mér að fyrsta regla varmalögmálsins sé sönn og önnur reglan líka. Hún segir mér að ekkert verði ekki til úr engu og að óregla geti ekki orðið að reglu nema fyrir utanaðkomandi áhrif, ef það er í eðli hluta að viðhalda ástandi sínu o.s.f.r.
Hún segir mér að á bak við stórahvell sé eitthvað sem við þekkjum ekki og sé kannski óþekkjanlegt. En hún segir mér líka að ég geti haft til þess afstöðu sem ekki þarf að hindra mig í að spyrja spurninga um lífið og tilveruna eins og;
ef alheimurinn væri fullur af yl, hvernig mundum við þá þekkja muninn á yl og kulda?
og
hvernig getum við fullyrt að allt hafi engan tilgang ef við þekkjum ekkert yfirleitt sem hefur tilgang?
Gleðilegt ár Tinni.
Svanur Gísli Þorkelsson, 2.1.2009 kl. 17:28
Ég minntist einu sinni á hroka í svari mínu.. það er ekki að vera tíðrætt um hroka..
Já þú sagðir það Svanur! Trúarbrögð eru í eðli sínu hrokafull ergo mætti því alveg til sannleiksvegar færa að kalla fólk sem trúir á það sem það hvorki sér, heyrir eða skilur og ætlast til á sama tíma að aðrir geri það einnig hrokagikki..
Svanur: Kaldur alheimur hræðir mig ekki til Guðstrúar Tinni. Ekkert hræðir mig til hennar. Tilgangsleysi, ef það væri staðreynd, væri alls ekki hræðilegt, því þá skipti þetta allt engu máli og við gætum haldið áfram að haga okkur eins og okkur sýnist og allt væri eins og það á að vera Þó þú sért ekki "trúaður"
Það er alveg ljóst að e-h hræðir þig til trúarinnar, þó það væri ekki nema mannlegt eðli.. Þú verður að kafa dýpra í sálartetrið þitt..
Þó ég sé ekki trúaður þá kallar það ekki á hegðun að vild! Hinsvegar getur það í orði a.m.k. kallað á virðingarleysi fyrir trúnni og trúarbrögðum, sambærilegt við virðingarleysi þitt fyrir hjátrúnni.
Svanur: Þá mundi ég til dæmis ekki þurft að reiða mig á eigin sannfæringu frekar en ég vildi og látið t.d. þínar eða annarra skoðanir ráða ferð minni. Þá mundi ég eflaust falla Ceserum þessa heims í geð.
Með tilgangsleysi lífsins á ég við æðri tilgang trúarbragðanna, t.d. eins og með góðri hegðan þá geti maður öðlast eilíft líf á góðum stað, en með vondri hegðan fer maður á einhvern verri stað. Að til sé e-h óskilgreinanlegt alheimsafl (Guð) osfrv.
Að þú þurfir ekki að reiða þig á eigin sannfæringu og verðir bara eins og viljalaust verkfæri ef trúarbrögðum sleppi er eins og hver önnu fyrra og endemis vitleysa. Þetta segir þú gegn betri vitund.
Er trúin kannski fyrir þér eins og snuð fyrir barn, til þess eins að skapa hugarró. Ég ætla ekki að neita því að trúarbrögðin gera það fyrir marga en það er allt og sumt sem þau gera... þau eru tálsýn.... og eru ekki um raunveruleikann.
Svanur: En af því ég þekki tilgang minn sem mannveru, kýs ég að hafa orð þín og annarra sem boða tilgangsleysið að engu og fer í staðinn eftir eigin sannfæringu. Hún byggir á því sem ég best veit.
Þetta mætti kalla hroka!. Ég get nánast fullyrt það að þú veist ekkert um æðri tilgang þinn þó þú sért sannfærður um það... Að vera sannfærður um e-h er ekki endilega að vita sannleikann. Að haga lífi sínu skv. einhverjum óskilgreinanlegum hlutum, er þú álítur sannleikann er í raun hið mesta tilgangsleysi
Þú tekur of stórt upp í þig ef þú telur að ég boði algert tilgangsleysi.
Það sem ég boða hinsvegar er: Lífið hefur engan æðri tilgang. (sbr. skilgr. ofar).
Svanur: Hún segir mér að fyrsta regla varmalögmálsins sé sönn og önnur reglan líka. Hún segir mér að ekkert verði ekki til úr engu og að óregla geti ekki orðið að reglu nema fyrir utanaðkomandi áhrif, ef það er í eðli hluta að viðhalda ástandi sínu o.s.f.r.Hún segir mér að á bak við stórahvell sé eitthvað sem við þekkjum ekki og sé kannski óþekkjanlegt. En hún segir mér líka að ég geti haft til þess afstöðu sem ekki þarf að hindra mig í að spyrja spurninga um lífið og tilveruna eins og;
Ok.. en er það þá fullkomlega ásættanlegt að Guð skapi úr engu ? Það er hárrétt Svanur að vísindin hafa ekki öll svörin.. en er það einhver afsökun fyrir trúarbrögð? Viltu ekki fara bara til dyra og vita hver var að banka í stað þess að setjast fyrir framan tölvuna og blogga um hver það mögulega gæti hafa verið? Hvort hefur meiri tilgang ?Svanur: ef alheimurinn væri fullur af yl, hvernig mundum við þá þekkja muninn á yl og kulda?
Myndum við þekkja það á því, að vegna vísindarannsókna hefur maðurinn öðlast þá þekkingu að geta framleitt bæði yl og kulda? En þú átt kannski við ef mannskepnan væri algóð... hvort hún myndi þá þekkja muninn á vondu og illu. Það er auðvitað ekki hægt að gefa sér svona forsendur til að hugsa hlutina út frá.Ef engin illska er til þá væri líklega algerlega tilgangslaust að þekkja e-h sem ekki er til? Svanur: hvernig getum við fullyrt að allt hafi engan tilgang ef við þekkjum ekkert yfirleitt sem hefur tilgang?Tel mig vera búinn að svara því, hvað ég átti við með að hafa tilgang. Allt líf hefur engan “æðri” tilgang.
Tinni (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 19:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.