Af kjölturökkum og frönskum flóm

kekkarjomiEftir sólrík Jól suður í Cornwall þar sem rjómi með smjörkekkjum er snæddur á jólum, ásamt hnausþykkum og dísætum ávaxtajólakökum, er ég kominn aftur heim og rétt að huga aðeins að blogginu aftur.

Ég þakka öllum þeim sem sendu mér jólakveðjur og sendi þeim bestu hátíðarkveðjur til baka.

Ég skemmti mér vel yfir jóladagana við lestur bókar sem fjallar um uppruna hugtaka, flestra enskra, en sum hver þó þekkt annarsstaðar, jafnvel á Íslandi.

Ég fann í bókinni og staldraði við skemmtilega umfjöllun um kjölturakka. (á ensku lapdog) Oft er talað um einhvern sem dekrað er við sem sem kjölturakka og einnig um þá sem láta stjórnast af öðrum þ.e. eru algjörlega í vasa einhvers.

En eins og oft áður fylgdi böggull skammrifi og það var ekki tekið út þrautalaust að vera kjölturakki.

Lady_with_a_Lapdog_(Lavinia_Fontana)Á miðöldum voru flær og lýs algengar óværur, svo algengar að háir jafnt sem láir þurftu að sætta sig óþægindin sem óværunni fylgdi. Hefðarfrúr margar áttu þá "kjölturakka", þ.e. einhverja tegund af smáhundi sem þær létu liggja í kjöltu sinni og jafnvel á nöktum lærum sínum. Óværan, sem  geðjaðist betur að blóði húsdýra en manna, hraðaði sér þá yfir í feld rakkans og seinna þegar hann var settur út, tók hann lýsnar og flærnar með sér.

floÞá er getið um þann einkennilega sið heldri manna í Frakklandi á sautjándu öld að ganga með um hálsinn í örlitlu búri, fló sem hann hafði fengið hjá ástmey sinni eða heitmey. Ól viðkomandi óværuna á blóði sínu með því að þrýsta smágjörðu búrinu að brjósti sér svo flóin næði að sjúga hann og blandast þannig blóðhans blóði ástmögur sinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Svanur......Takk fyrir þennan "nit-sama fróðleik  Gleðileg hátíð til þín kæri skólabróðir

Sigrún Jónsdóttir, 27.12.2008 kl. 16:12

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

he he skemmtilegur fróðleikur þetta :)  Takk fyrir mig.

Óskar Þorkelsson, 27.12.2008 kl. 18:58

3 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Gleðileg jól

Jónína Benediktsdóttir, 27.12.2008 kl. 19:37

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Takk fyrir það Hippó, Sigrún Óskar og Jónína og sömuleiðis.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.12.2008 kl. 14:52

5 Smámynd: egvania

Takk fyrir Svanur það er alltaf gaman að lesa hér, mikill fróðleikur.

Kveðja Ásgerður

egvania, 28.12.2008 kl. 20:01

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir þennan mikla fróðleik og njóttu hátíðisdaganna

Hólmdís Hjartardóttir, 28.12.2008 kl. 23:14

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Takk fyrir kveðjurnar Ásgerður og Hólmdís.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.12.2008 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband