7.12.2008 | 05:08
Hvernig Íslendingar refsa sjálfum sér eftir bankahrunið?
Sjálfur sagði Ísleifur að hann héldi að fólk væri orðið svo þreytt á jakkafataliðinu að það kæmi til sjóbaðanna til þess að geta umgengist hvert annað án þeirra. (Jakkafatanna)
Aðförum fólks við sjóböðin var svo lýst á eftirfararandi hátt; Þú kemur á baðfötunum einum á ísköldu dimmu kveldi, safnar hugrekki í nokkrar mínútur í grunnri heitri laug við bryggjuna, hleypur síðan um 100 metra að sjónum og stingur þér í hann öskrandi.
Fréttamaðurinn kom einnig við hjá Rauða kross Íslands þar sem viðmælandi hans segir honum að sú hugmynd að Ísland hafi talist fimmta auðugasta ríki veraldar sé nú brandari. 150 manns standi nú og bíði eftir að verða úthlutað brauði, kartöflum, smjöri og mjólk. Meðal þeirra séu einstæðar mæður sem nýlega hafa misst vinnuna og eftirlaunafólk sem missti allan sinn sparnað á einni nóttu við hrun bankanna.
"Ég get ekki ímyndað mér hvernig veturinn verður" er haft eftir 44 ára öryrkja hvers bætur hafa verið skornar niður við nögl. " Ég þekki fólk sem hafa fengið taugaáfall. Íslendingar eru mjög þreyttir á þessu ástandi."
Fréttamaðurinn lýsir einnig hvernig þrátt fyrir þetta, hafi gjörðir óhæfra stjórnenda og örfárra gráðugra bankastarfsmanna, ekki orðið til þess að æsa fólk til mikilla mótmæla eða borgaralegrar óhlýðni. 60% þjóðarinnar býr á Reykjavíkursvæðinu en aðeins 2% þeirra mæta á skipulögð mótmæli.
Hins vegar sjáist annarsstaðar hvernig sprungurnar í samfélaginu eru smá saman að gliðna undir rólegu yfirborðinu. Lögreglan sér merki um aukið heimilisofbeldi og ofbeldi tengdu aukinni áfengsneyslu. Kvennaathvarfið segist sjá verulega aukningu meðal þeirra kvenna sem sækjast eftir viðtölum og ráðgjöf að sögn Sigþrúðar Gunnarsdóttur. Hún setur það í beint samband við efnahagsástandið.
Af lýsingum fréttamannsins er svo að sjá að meiri hluti Íslendinga bregðist við þrengingunum með því að byrgja innra með sér reiði sína og vanþóknun.
Það hefur svo sem lengi loðað við okkur Íslendinga að bregðast þannig við persónulegu mótlæti, en um félagslegt óréttlæti, sem sannarlega er eins stærsta ástæða bankahrunsins, höfum við gjarnan getað tjáð okkur og oft knúið fram umbætur með beinskeyttum aðgerðum. Allt bendir því til að fjölmargir íslendingar í sínum innsta ranni líti ekki á ástandið sem afleiðingar félagslegs óréttlætis, heldur sem svo að það sé jafnvel sök þeirra sjálfra hversu illa er komið og bregðist því við í samræmi við það.
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Getur verið að við högum okkur eins og kona sem býr við heimilisofbeli?
Lúsin (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 08:39
Lúsin þar hittir þú naglann á höfuðið.
Heidi Strand, 7.12.2008 kl. 09:25
Ég er búin að þrautleita að þessu viðtali en finn það ekki. Geturðu hjálpað mér að finna það á netinu?
Lára Hanna Einarsdóttir, 7.12.2008 kl. 09:35
Margt til í þessu hjá manninum..
En ég hef brugðist við þessu ástandi með æðruleysi yfir eigin aðstæðum enda eru þær ekki sérlega slæmar.. skuldlaus maðurinn með góðar tekjur..
En ég er svakalega reiður yfirvöldum, mun reiðar ríkisstjórn og bankamálastjórn en nokkurntíman útrásarvíkingunum.. enda spiluðu þeir eftir leikreglum sem voru settar af ráðamönnum þessa lands.. seðlabanka, bankaeftirliti og ríkisstjórn.
Þetta hefur einnig orðið til þess að ég leita að vinnu erlendis því hér sé ég ekki framtíð fyrir mig eða mína .
En ég þekki marga sem langar til þess að kveikja í einhverju.. skjóta eitthvað.. berja eitthvað vegna þess að á einni nóttu misstu þeir allar eignir sínar og veikt hjónaband þeirra mun ekki standast frekari fjármálavqndræði.. Þetta fólk óttast ég að muni gera einhvern andskotann af sér bráðlega.
Óskar Þorkelsson, 7.12.2008 kl. 10:13
Mikið er gott að lesa þessi skrif þín, Svanur. Þá ekki hvað síst þín eigin innlegg.
Takk!
Ingibjörg SoS, 7.12.2008 kl. 12:03
Lára Hanna; Hér er eitthvað um þetta viðatal ;)
Óskar minn kæri; Vona svo sannarlega að ekkert af því sem ´marga langar að gera´verði gert og allra síst af þér. En ég lái þér samt ekki tilfinningarnar.
Stundum finnst mér að meðvirknin sé nákvæmlega sambærileg við slíkar aðstæður Lús.
Þakka góðar athugasemdir
Svanur Gísli Þorkelsson, 7.12.2008 kl. 14:31
Einnig hér Lára.
Svanur Gísli Þorkelsson, 7.12.2008 kl. 14:36
Gott innlegg hjá þér Svanur og svo má ekki persónugera vandann út fyrir heimilið, heldur persónugera hann inná heimilinu, við sína nánustu, konuna og börnin. Á þeim á reiðin að bitna. Meðan enginn valdamaður sýnir á sér iðrunarmerki, er sektin yfirfærð inná heimili landans og kirkjan blessar þetta alltsaman, með sinni alkunnu undanlátssemi og frábiður sér að tala um félagslegt réttlæti en finnst nægja að vera í hlutverki sóparans sem sópar öllu undir úrsérgengið teppi ríkisvaldsins.
Máni Ragnar Svansson, 7.12.2008 kl. 15:38
Svo ég gerist nú egósentrísk og snúi þessu öllu upp á mína sjálfa mig og mína persónu: Íslendingar eru upp til hópa stórundarleg þjóð, enda hef ég aldrei fundið mig almennilega heima meðal þeirra, satt að segja. Kannski lýsir það miklum hroka að segja þetta upphátt (öllu heldur skrifa það opinberlega) en þetta er engu að síður staðreynd í mínu lífi og búin að vera það lengi. Enda hefur löndum mínum víst líka oft þótt ég undarleg að sama skapi, þó það sé iðulega orðað pent og sagt að ég sé "svo spes" og "svo mikil dúlla".
Bestu kveðjur til þín Svanur, og takk fyrir skemmtileg og áhugaverð blogg.
Greta Björg Úlfsdóttir, 7.12.2008 kl. 16:39
Takk, Svanur... ég er búin að taka þetta upp og setja inn á tónspilarann á blogginu mínu merkt: BBC 4 - Iceland after the crash...
Lára Hanna Einarsdóttir, 7.12.2008 kl. 21:44
Ég er svo sammála......við bregðumst við eins og manneskja sem býr við heimilisofbeldi.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 7.12.2008 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.