The man in black með skilaboð til Íslendinga

Það eru margir sem spreyta sig á því að koma orðum að því sem hefur verið og er að gerast í íslensku samfélagi. Ég er löngu hættur að reyna það, enda virðist sem nánast allar upplýsingar sem fram koma vera annað hvort misvísandi eða ófullnægjandi ef ekki beinlínis rangar. Bláa höndin bendir en allar litlu gulu hænurnar segja "ekki ég" og áfram heldur sýningin.

Hér á eftir fara fjögur tólistarmyndbönd sem mér finnast koma mörgu af því til skila sem svo margir reyna að tjá um þessar mundir. Þessi fjögur lög eiga það líka sameiginlegt, að mínum mati, að vera miklu betur flutt hér heldur en frumútgáfur þeirra voru. En það er auðvitað smekkatriði.

Nú er bara að slaka á og hlusta á frábæra listamenn flytja frábærar tónsmíðar við texta sem tala til okkar betur nú en oft áður.

Fyrst kemur "The man in Black" Johnny Cash með lag Trent Reznor HURT. Reznor sagði eftir að hafa heyrt lagið í flutningi Cash; "Þetta er ekki mitt lag lengur".

 

Næsta kemur lagið REDEMPTION SONG eftir Bob Marley hér í flutningi Joe Strummer.

 

Allar nafnabreytingarnar á bönkunum og hugmyndirnar um að rétt sé að kalla landið  "Nýtt Ísland" leiddi hugann að þessu skemmtilega lagi sem upphaflega var flutt af The Four Lads en er hér sungið af They Might be Giants. Lagið er að sjálfsögðu INSTANBUL (Not Constantinople)

Að lokum sígildur ástaróður eftir Prince og hér í flutningi Sinead O´Connor. "NOTHING COMPARES TO YOU" sem ég held að sé enn og verði ávalt sú tilfinning sem sterkust er gagnvart landinu þegar allt kemur til alls.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Fæ alltaf tár í augun þegar ég heyri í Cash syngja þetta lag. Sinead O´Connor túlkar þetta lag frábærlega að mínu mat. Veitir ekki af í kreppunni og kuldanum hér á hjara veraldar. Góða helgi gamli.

Rut Sumarliðadóttir, 21.11.2008 kl. 16:18

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Takk fyrir þetta Svanur. Redemtion Song minnir kannski á eina skýringu á því sem á sér stað hér í stærra samhengi.  Það er heimildamynd um Glóbaliseringuna og inngrip IMF í Jamaica.  Nokkuð sem allir ættu að horfa á til að sjá hið stóra samhengi hlutanna, þótt kringumstæðunar séu í mörgu ólíkar.

Myndin heitir "Life and Debt" og ég mæli með henni sem helgaráhorfi. Raunar ætti RUV að sýna þetta nú.

Ef þú villt setja hana inn á bloggið þitt, þá er alveg eins farið að og með youtube, nema hvað þú ýtir ekki á "nota grafískan ham" í lokin, heldur vistar kóðann beint.

Gallinn við google video er líka sá að ef þú ferð inn í færslu aftur til að breyta henni, þá verður þú að setja kóðann inn aftur og strika út örina, sem eftir verður af gamla kóðanum.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.11.2008 kl. 16:34

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

 Það er ótrúlegt að verða vitni að því að sjá gamla heimskipulagið hrynja og það með ógnarhraða og enn ótrúlegra að fá að vera þáttakandi í að byggja upp nýtt

Ætlar þú á ráðstefnuna í London? ég var búin að ákveða að fara en veit ekki hvort ég næ að fjármagna ferðina.

Annars  elska ég þennan flutning hjá Cash....ég spila þetta gjarnan á gítar þegar þannig liggur á mér..

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 21.11.2008 kl. 19:43

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sömuleiðis Rut:)

Takk fyrir þetta Jón Steinar, horfi á þetta í kvöld.

Veit ekki enn með London Hrafnhildur en reyni hvað ég get að skreppa frá.

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.11.2008 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband