Sex spurningar

Það er sama hvar ég ber niður, spurningarnar sem ég mundi vilja fá svör við verða ætíð fleiri. Mér finnast þessar spurningar ekki stórar og unni því illa að finna ekki svörin. Spurningar sem ég vildi gjarnan fá svar við um þessar mundir eru þessar;

1. Hvað varð um innlánsféð á Icesave reikningi Landsbankans?
2. Fara nýjar lántökur Íslands nú í að greiða fólki sem átti inni hjá Icesave? (Þeir eru byrjaðir að borga út)
3. Er fólk að mótmæla aðeins til að fá útrás fyrir reiði sína eða hafa mótmælin annað markmið?
4. Eru mótmælin vatn á millu þeirra sem vilja efla til muna öryggisgæslusveitir á Íslandi?
5. Hvers vegna er Geir Haarde svona vinsæll eins og fram kemur í nýlegri skoðannakönnun?
6. Hvers vegna versla Íslendingar enn mest við Bónus?
7. Til hvers þarf erlend lán til að fá ´hjól hagkerfissins´ til að snúast á ný?

Ég vil taka það fram að ÖLL svör eru þegin með þökkum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Um spurningu 3: Ætli það sé ekki bland af báðu. Það mæta fjölmargir á Austurvöll, hver á sínum forsendum - af nógu er að taka.

Ég kann ekkert svar við spurningu 5 en lítill fugl hvíslaði því að mér að atkvæðin hafi verið talin í Flórída.

Haraldur Hansson, 11.11.2008 kl. 18:13

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hlakka til að sjá svörin sem ég vona að komi.

1) ?

2) Fáum við einhver lán???

3) Sitt mikið af hverju. M.a. viljum við fá svör eins og þú og að ábyrgð verði öxluð vegna vítaverðrar vanrækslu.

4) Kannski, en Þá væri verið að stofna til borgarastyrjaldar, og sumum væri trúandi til þess.

5) ???

6) Ódýrast, þrátt fyrir allt  ?? (Ég versla hjá kaupmanninum á horninu svo ég falli ekki í freistingar, versla þ.a.l. minna!)

7) Samkv. nýjustu tillögum hagfræðinga,  þurfum við þess ekki! 

Bestu kveðjur.

Sigrún Jónsdóttir, 11.11.2008 kl. 20:45

3 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég skal reyna (tek fram að þetta er það sem ég held ekki neitt sem ég veit):  

1. Tel því hafi verið stolið í gegnum skúffufélög auðmanna.

2. Það á eftir að skera úr um það. Bretar hafa "lánað" okkur fyrir þessu en enn er deilt um það hvort við eigum að greiða af því láni. Enn sem komið er er svarið nei.

3. Mótmæli eru ein leið fólks til að hafa áhrif á kjörna fulltrúa sína. Einnig er verið að vinna í því að virkja samtakamátt almennings með það markmið að hægt sé að koma spillingaröflunum út af þingi í næstu kosningum, annarsvegar með því að hreinsað verði á listum núverandi flokka og hinsvegar til þess að takist að mynda nýjar stjórnmálahreyfingar. Þess utan hafa mómæli þau áhrif á fólk að þau byrja að telja að þau geti haft áhrif. Það er mikilvægt meðan fjölmiðlar vilja helst segja okkur að allt sé tapað.

4. Já. Það sem kemur hins vegar í ljós er að ekkert öryggisbatterí sem stætt er á að hafa á Íslandi ræður við þúsundir sameinaðra manna. Ef ekki ríkir traust milli þjóðar og stjórnar mun ekki vera neinn friður alveg sama hversu marga þú setur undir vopn.

5. Könnunin er 3 vikna gömul og það er LANGUR tími í stjórnmálum Íslandskreppunnar. Svo hefur honum einnig tekist nokkuð vel að egna þjóðinni gegn Bretum og þannig komist hjá því að broddurinn af baráttunni beinist gegn honum. Það mun ekki endast lengi.

6. Vegna þess að þeir telja að það sé ódýrast og kreppuumfjöllunin í fjölmiðlunum virkar því sem ókeypis auglýsingarherferð fyrir Bónus. 

7. Vegna þess að eins og sakir standast er ekki til nógur erlendur gjaldeyrir til að standa undir innfluttningi hvað þá fjármagnsviðskiftum. Auk þess er það forsenda þess að hægt sé að fá almenning til að trúa því að allt muni bjargast og því forsenda þess að almenningur fari að kaupa aftur og þá ekki bara ferð eina leiðina út í heim.

Ef þú villt frekari svör komdu á borgarafundinn á NASA á mánudaginn klukkan 20. Þar verða færari einstaklingar til svara.

Héðinn Björnsson, 11.11.2008 kl. 21:09

4 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

3. Ég mæti á þau til að sýna vanþóknun á vanhæfum stjórnmálamönnum sem ljúga og treysta ekki fólkinu til að heyra hversu slæm staðan í raun er, ég tel fólkið alveg þola sannleikann nú og einnig löngu áður en áfallið reið yfir, við borgum þingmönnum og ráðherrum ekki kaup fyrir að ljúga upp í opið geðið á okkur og pukur, ég mótmæli einnig þjónkun þeirra við auðmenn landsins og fyrir að hafa látið þá draga sig á asnaeyrunum með hrikalegum afleiðingum, fyrir að hafa ekki séð lausafjárkrísuna fyrir eða lokað augum og eyrum fyrir þó augljóst væri hvert stefndi hverjum þeim sem nennti að bera sig eftir upplýsingunum, fyrir að hafa ekki hlustað á aðvaranir um hvert stefndi og sagt viðkomandi ekki hafa vit á því hvað þeir voru að tala um ect ect.

4. Ef að þau hætta að verða tiltölulega friðsamleg (örlítið brot mótmælenda síðustu helgi missti sig, flestir hlustuðu á mis magnaðar ræður og klöppuðu og púuðu eftir því sem við áttti) er voðinn vís, sérstaklega ef að óeirðalögreglan mætir grá fyrir járnum næsta laugardag, fólk mun ekki horfa þegjandi á lögregluna berja á unglingum landsins, kvekjuþráðurinn er stuttur í mörgum eftir endurteknar lygar og blekkingar ráðamanna og kjarkleysi þeirra við að upplýsa þjóðina.

Georg P Sveinbjörnsson, 11.11.2008 kl. 21:35

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

1. Hvað varð um innlánsféð á Icesave reikningi Landsbankans?

Ekki græna!

2. Fara nýjar lántökur Íslands nú í að greiða fólki sem átti inni hjá Icesave? (Þeir eru byrjaðir að borga út)

Ekki græna!!

3. Er fólk að mótmæla aðeins til að fá útrás fyrir reiði sína eða hafa mótmælin annað markmið?

Ég mæti á Austurvöll til að sýna vandlætingu mína á vinnubrögðu stjórnvalda, spillingunni, Davíð í Seðlabankanum, skorti á upplýsingum ....Markmið mitt er að það verði gefin út tilkynning um kosningar ekki síðar en í apríl

4. Eru mótmælin vatn á millu þeirra sem vilja efla til muna öryggisgæslusveitir á Íslandi?

5. Hvers vegna er Geir Haarde svona vinsæll eins og fram kemur í nýlegri skoðannakönnun?

Könnunin er gerð dagana 25-27 okt. Hrædd um að hann fengi ekki svona mikið fylgi í dag...og enn minna á morgun. Samt dularfullt hvað fylgið var mikið þarna í lok okt.

6. Hvers vegna versla Íslendingar enn mest við Bónus?

Skil það ekki!! Ég myndi ekki láta sjá mig dauða í Bónus!

7. Til hvers þarf erlend lán til að fá ´hjól hagkerfissins´ til að snúast á ný?

Skil það ekki!

Heiða B. Heiðars, 11.11.2008 kl. 21:47

6 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Roðnaði bara við að sjá fyrirsögnina hjá þér  Gat ekki stillt mig um að opna, örugglega ein um að misskilja þetta.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 11.11.2008 kl. 23:38

7 identicon

??????????????

kær kveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 08:55

8 identicon

Ég er nú bara voða feginn að fleiri en ég skilja ekki hvers vegna við þurfum endilega svona mikið lán,   Er   sem sagt búið að ákveða það fyrirfram að við getum ekki selt afurðir okkar nokkurs staðar í heiminum nema greiða upp þjófnað útrásarpjakka, og þvi þurfum við þessi lán????

En þegar stórt er spurt, verður fátt um svör.

(IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 09:30

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Vildi að ég ætti svörin

Hólmdís Hjartardóttir, 12.11.2008 kl. 10:46

10 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég þakka þeim sem gerðu góðar tilraunir til að svara þessum spurningum. Eftir símtöl við Seðlabanka, Landsbankann nýja og fjármáleftirlitið í dag veit ég að svarið við fyrstu og annarri spurningunni leikur ekki á lausu. Engar upplýsingar hafa verið gefnar um það og ekki stendur til að gefa neinar upplýsingar um þau mál.  

Svanur Gísli Þorkelsson, 12.11.2008 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband