Gremja Íslendinga

Það þarf ekki annað en að líta aðeins yfir skrif bloggara síðustu vikurnar til þess að sjá að þjóðin er að fara á límingunum. Mótmælafundir og fréttir af skoðanakönnunum, sem sýna að íslendingar eru fullir af gremju, staðfesta þetta líka. 

AsiaTrip_446Á meðan allar þjóðir heimsins með Bandaríkin og Bretland í fararbroddi reyna hvað þær geta til að lækka vexti með það fyrir augum að koma hjólum efnahagslífsins aftur í gang og til að mæta árhrifum alheimslegrar peningakreppu, hækka Íslendingar sína stýrivexti þannig að þeir eru nú hæstir  á Íslandi af öllum löndum heimsins. Íslendingar eru sem sagt þegar byrjaðir að borga það sem útherjar þeirra töpuðu í útlöndum.

trafficjamHinum almenna borgara líður eins og manni í umferðarhnút. Hann veit að hann er hluti af vandamálinu en getur ekkert aðhafst til að greiða úr því. Sumir heimta nýja löggu til að stjórna umferðinni, aðrir heimta ný umferðarlög, enn aðrir vilja láta skipa nýjan umferðarstjóra. En allar kröfur um nýja löggu, lög og  umferðarstjóra eru virtar að vettugi og það eina sem þjóðin getur er að liggja á flautunni. Stjórnvöld eru vissulega ekki öfundsverð af því að reyna að bjarga þjóðinni frá gjaldþroti en þau virðast neita að horfast í augu við þá einföldu staðreynd að þeir eru að starfa í umboði þjóðarinnar, ekki bankakerfisins eða verðbréfamarkaðarins.

Það hefur lengi loðað við óhefta auðhyggju að þar dregur hver til sín eins mikið og eins ört og hægt er. Hjá langflestum auðmönnum eru peningarnir ekki aðalmálið, heldur leikurinn. Þeir eiga miklu meiri peninga enn þeir fá nokkru sinni komið í lóg á sinni æfi með persónulegri neyslu. Því nota þeir peninga til að halda skor í keppninni við hvern annan.circ_system_poster

Auðhyggjumenn virka eins og blóðtappar í líkama heimsins. Fjármagnið er blóðið sem á að flytja næringu og súrefni til allra hluta líkamans og allir hlutar þessa alheimslega líkama þurfa að vera heilbrygðir og starfandi, annars mun allur líkaminn þola fyrir það fyrr eða síðar.

Lengi vel hafa auðhyggjumenn komist upp með að sanka að sér auði og haft að engu alvarlegar afleiðingar öfga þeirrar auðsöfnunar og öfga fátæktarinnar sem verður til umleið á stórum hluta heimsins. Afríka, Asía og suður Ameríka hafa lengst af verið þau svæði heimsins sem minnst af lífsblóði heimsins hefur flætt um. Íslendingar kærðu sig lengi vel kollótta um afkomu þessara landsvæða, eins og aðrir.  

Nú fær Ísland aftur eftir næstum því aldar langt hlé að finna fyrir blóðleysinu. Þeir sem mergsugu landið, en þar er einmitt blóðið framleitt, gera hvað þeir geta til að bjarga eigin rassi, svo þeir geti haldið áfram leiknum, þegar úr rætist.

En áður en gripið er til aðgerða til að þetta komi ekki fyrir aftur þarf að grípa til ákveðinna neyðaraðgerða.

Ef íslendingar ætluðu sér að bregðast við eins og aðrar þjóðir þar sem að kreppir og þær eru fáar þar sem svo er ekki,  mundu eftirfarandi aðgerðir vera í fullu samræmi.

Hér koma sex tillögur um aðgerðir í efnahagsmálum til næstu sex mánaða eru þessar;

1. Lækka stýrivexti strax niður í 4.5% og eftir tvo mánuði niðir í 4.0%

2. Neita að borga Icesave skuldir umfram 16.000 pund eins og tryggingarsjóðurinn gerði ráð fyrir og láta reyna á það fyrir dómsstólum ef Bretar gera kröfur um annað.

3. Ekki þiggja neitt lán sem veitt er með skilyrðum um íhlutun í efnahagsstjórn landsins eða er með hærri vöxtum en 4.5%

4. Hætta að flytja inn allar vörur sem ekki eru nauðsynlegar til afkomu fólksins í landinu.

5. Kaupa aðeins íslenska vöru.

6. Taka upp Evru sem gjaldmiðil eftir sex mánuði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Fólk er reitt....og þessi stýrivaxtahækkun er örugglaga það versta sem gat gerst nú.  Líst vel á tillögur þínar

Hólmdís Hjartardóttir, 30.10.2008 kl. 19:25

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Það er alltaf hægt að fara úr bílnum og skilja hann eftir í vitleysunni og koma sér á aðra braut ;)

góð grein hjá þér Svanur 

Óskar Þorkelsson, 30.10.2008 kl. 19:47

3 Smámynd: Sigga Hjólína

Æ. Svei mér þá. Ég bara veit ekki. Hvernig eigum við að halda þjóðfélaginu gangandi? Hvaðan eiga peningarnir að koma í gatnakerfið, heilbrigðiskerfið, menntastofnanir, o.sv.frv.? Ég sveiflast milli þess að fara í krossferð og heimta að stýrivextir lækki svo óverðtryggðu lánin mín fari ekki yfir 25% og síðan man ég að innflutningur er meiri en útflutningur. Við getum ekki framleitt allt sem þarf til að viðhalda lágmarksþörfum. Vantar tré fyrir pappírsframleiðslu. Engir stærðarinnar kornakrar. Og við erum ríkið. Ríkið verður að greiða þetta helvítis bankasukk. Lögin gera ekki ráð fyrir að menn eins og Björgúlfur, Hannes, Pálmi J, Jón Ásgeir, Ingibjörg, Jóhannes, etc. etc. séu persónulega ábyrg. Að þau selji eignir sínar og greiði brúsann í stað okkar. Svei mér þá. Ég bara veit ekki hvað skal halda eða gera.

Sigga Hjólína, 30.10.2008 kl. 20:03

4 Smámynd: Sammý

Hæ gaur, kveðja frá einni af glaðlindustu fjölskyldu Íslands. Knús og klemm frá okkur öllum.  

Sammý , 30.10.2008 kl. 20:10

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sammála öllu nema set spurningamerki við #6

Guðmundur Ásgeirsson, 30.10.2008 kl. 21:20

6 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Heyr, heyr.

Rut Sumarliðadóttir, 30.10.2008 kl. 21:36

7 Smámynd: Björn Heiðdal

Evran hefði ekki komið í veg fyrir "hringrásina".  Hún hefði ekki komið í veg fyrir ábyrgð á Icesave reikningum Landsbankans.  Hvað hefði hún gert fyrir okkur?

Björn Heiðdal, 30.10.2008 kl. 23:28

8 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Með betri pistlum og hefurðu þó skrifað þá marga góða!

Lára Hanna Einarsdóttir, 31.10.2008 kl. 01:31

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mjög góð grein.

Manni verður á að hugsa oft á dag þessa dagana...of seint, of seint, ó vei...

Til hvers þurftum við allt tildrið og prjálið sem greitt var þessu verði.

Dettur í hug enn ævintýri Andersens, um prinsessuna á bauninni sem stóði útu fyrir borgarhliðinum í regninu og söng:

Ó minn kæri Ágústín,

Allt horfið burt.

Greta Björg Úlfsdóttir, 31.10.2008 kl. 02:41

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fínar tillögur.

Takk fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.10.2008 kl. 07:31

11 Smámynd: Neddi

Björn Heiðdal, evran hefði losað okkur undan gengishruninu sem gerði slæmt ástand verra.

Neddi, 31.10.2008 kl. 09:28

12 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þakka allar athugasemdirnar.

Neddi: Þetta er hárrétt ábending til Heiðdals.

Björn S: Þeir vita sossum allt þetta, spurningin er hvort þeir vilja....

Greta: Það er ekkkert um seinan, þetta tekur samt tíma og Íslendingar horfðu fyrstir í gyn úlfsins og geta því verið með þeim fyrstu til að feta rétta braut.

Hjólína: Spurningin er fyrst og fremst hvort þjóðin sé tilbúin til þess að skipta um gír. Þeir tímar sem fara í hönd verða aldrei eins og það sem á undan hefur gengið. Íslendingar geta vel rekið áfram sína þjónustu þótt hún verði ef til vill ekki eins og áður.

Sammý. Gott að heyra að glaðværð tríkir enn á heimilum á Íslandi :=) Bestu kveðjur til baka.

Svanur Gísli Þorkelsson, 31.10.2008 kl. 11:35

13 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ef Íslendingar eru til í að herða sultarólina og fara ekki að skæla þó áfengi hækki og þeir fái ekki jólatré og margt, margt fleira um næstu jól og næstu ár, þá held ég bara að dæmið þitt geti gengið upp...margir eru bara svo góðu vanir og vakna upp við vondan draum,...kannski mál til komið, má segja.

Greta Björg Úlfsdóttir, 31.10.2008 kl. 12:44

14 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svanur, hvort sem pistlarnir þínir fjalla um dægurmál eða sögulegan fróðleik er alltaf jafn ánægjulegt að lesa þá.

Tveimur tillögum þínum í þessum pistli er ég þó ekki sammála.  6. liðurinn fellur reyndar um sjálfan sig því upptaka Evru kemur hvort sem er ekki til greina á næstu 6 mánuðum.

Það er sá 4. sem ég er ekki sammála!  Ég vil fá að kaupa varaliti og ilmvötn áfram þótt þessi varningur hafi ekkert að gera með "afkomu"  þjóðarinnar - enda er ég viss um að 50% hennar telja hvort sem er að svo sé

Kolbrún Hilmars, 31.10.2008 kl. 16:34

15 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hehe Kolbrún. Þú ert örugglega alveg nógu flott mín kæra, þótt þú neitir þér um varalit og ilmvatn, þangað til skútan kemst á flot aftur. -

Varðandi Evruna er það orðið deginum ljósara að vegna smæðar íslenska hagkerfisins  og þeirri staðreynd að það er svo samofið því sem gerist í öðrum löndum að smá hnjask þar getur kostað okkur allt, er nauðsynlegt að taka upp gjaldmiðil sem ekki hrynur þótt tveir þrír bankar hrynji. Ég spái því að innann 15 ára muni alheimsleggur gjaldmiðill verða tekinn upp einmitt af þessari ástæðu.

Greta: Sammála

Svanur Gísli Þorkelsson, 31.10.2008 kl. 17:18

16 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

ekki sammála 4 og 5 því þá mun flest allt verslunarfólk í landinu missa vinnuna

en lið númer 1 er ég algjörlega sammála og það finnst mér kjarni málsins í dag, enn ein grundvallarmistökin í hagstjórninni að hækka vextina, ófyrirgefanlegt, köld tuska framaní þjóðina og atvinnulífið og  sá sem heldur á þessari tusku skal fá hana óþvegna framaní sig aftur, hvort sem það er Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn, Dragbítur Oddsson í Seðlabankanum, Geirharður Forsætisráðherra eða bara einhver annar klunninn og klumbuhausinn....punktur  Takk fyrir skrif þín Svanur því af þér geislar ferskum blæ Ljósvíkingsins     

Máni Ragnar Svansson, 31.10.2008 kl. 22:15

17 identicon

samála nema um evruna halda krónunni læra að umgangast krónuna virðingu og burt með verðtryggingu  krónan er hornsteinn íslands og frelsi okkar sem þjóð

bpm (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 11:22

18 Smámynd: Óskar Þorkelsson

krónan er hornsteinn íslands og frelsi okkar sem þjóð

EÞtta er með því fyndara sem ég hef séð á blogginu lengi.   Hvða frelsi hefur ísland í dag ?  Hvaða fullveldi hefur þjóðin ef embættismaður í NY getur sagt ríkisstjórninni fyrir verkum ?  

Óskar Þorkelsson, 1.11.2008 kl. 11:50

19 identicon

Af því þú hefur svo gaman af því að setja sögulega hluti í samhengi og skoða STÓRU MYNDINA - Hvað segirðu um "conspiracy theories" hugmyndafræði hins sérlundaða og fyrrum breska blaðamanns David Icke - sjá....

Big Brother: The Big Picture (David Icke)

http://www.edgemediatv.com/article001_icke.html

Það væri gaman að heyra hvað þér finnst um það - í samhengi við hugmyndir þínar um framtíð okkar hér í samfélagi manna.

snegla (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 16:25

20 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Máni; Viltu meina að það þurfi færra afgreiðslufólk við að afgreiða íslenska vöru en þá útlensku?

Sæl Snegla; David er ein af þessum röddu í eyðimörkinni. Hann sér ákveðna þróun í gangi heimsmála og rekur hana til "alheimsyfirráðasamsæris." Hann horfir algjörlega framhjá þeirri staðreynda að samfélag manna hefur tekið ákveðna stefnu í þróun sinni og alheimslegt samfélag er lokastigið í þeirri framvindu. Ef hann hefði verið uppi fyrir 2000 árum hefði hann hrópað sömu rökin gegn myndun þjóða. Þessi framvinda sem tekið hefur okkur frá lauslega hnýttum fjölskyldum og ættbálkum, til þjóðflokka, borgríka, þjóða, þjóðabandalaga og sem á endanum munu sameinast í alheimslegu samveldi er ekki hugverk einhverra stórvesíra eða mógúla á bak við tjöldin, heldur innibyggt í eðli mannsins. Þeir kunna að reyna að nýta sér þau umbrot sem mannkynið fer í gegnum við hvert stig, en þeir eru jafn undir manneðlið seldir og allir aðrir.

Hin tvo samhliða ferli, uppbyggingar og niðurhruns sem á sér stað í heiminum í dag, ruglar líka mynd Davids. Sumt af því sem hann sér sem uppbyggjandi áhrif eru í raun niðurrífandi og öfugt. Sem dæmi um þetta er alheimsleg mynnt. Hann sér slíkan gjaldmiðil, sérstaklega ef hann er aðeins rafrænn sem ógn við frelsi fólks af því að þá er hægt að skapa heildar gagnasafn um alla hegðun einstaklinga.

Tæknilega hefur hann rétt fyrir sér. En ef við tökum aðeins tillit til tæknilegra forsenda má segja að allar samtengingar upplýsinga séu frelsi okkar skaðlegar. Internetið sem dæmi er afar mikil og góð framför um leið og það er hræðilegt líka. Þegar allt kemur til alls, er skaðsemi þess algjörlega komið undir siðferði þeirra sem nota það, bæði þeirra sem setja inn á það upplýsingar og þeirra sem sækjast eftir aðgengi að þeim.

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.11.2008 kl. 18:32

21 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mér finnst það sem hann segir frábært. Og niðurstaða hans í lokin er einmitt sú sem þú kemur að Svanur, það er að segja hin siðræna, að orðið SAMVISKA fái merkingu í hugum nútímamannsins, sem því miður stjórnast oftast af hjarðhugsun, skammtímahagsmunum og þægindum, eins og hann bendir svo réttilega á.

Hver hefur ekki heyrt þá afsökun nafnleysingjans sem hrópar hátt og gagnrýnir íslenskt þjóðfélag að hann gæti misst vinnuna ef hann segði til nafns?

David Icke hefur ekki hræðst slíkt, hann segir frá því að hann hafi verið talinn geðbilaður, ruglaður, ekki í húsum hæfur og að börnin hans hafi orðið fyrir aðkasti í skólanum. - Örugglega hefur honum margoft verið sagt upp vinnu líka!

Greta Björg Úlfsdóttir, 1.11.2008 kl. 20:32

22 identicon

Ertu sem sagt að segja að David sé í raun eins og þú - rödd í eyðimörkinni. Það sem þú segir og það sem hann segir skiptir ekki máli, því Guðleg forsjón mun sjá um að allt fari vel að lokum. Eða ertu að segja að þú vitir það sem skiptir máli en það viti aðrir ekki nema þessir fáu útvöldu sem eru búnir að fatta sannleikann þinn. Soldið fordómafullt, miðað við þínar eigin skilgreiningu á fordómum er það ekki? David lýsir á mjög magnaðann hátt hvernig hægt er að draga fólk á asnaeyrunum og fá það til að aðhyllast hvers konar skurðgoð og bull. Mannleg meðvitund eins dofinn og hún er orðin af öllu því sem glepur, gerir okkur skepnunum auðveldara um vik að fljóta áfram með hjörðinni, vegna þess að það er miklu þægilegra að lifa hálfdofinn og sofandi en með opinn skilningarvitin. Sjálfstæð og gagnrýnin hugsun - hélt að hún ætti upp á pallborðið hjá þér. En greinilega ekki, nema hún sé sú sama  og þín ... eða hvað?

snegla (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 02:48

23 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sælar Greta og  Snegla aftur.

Ef þú lest pistlana mína muntu komast að því að ég er sammála David í mörgu. En ég er ekki sammála honum um að fámennur hópur ættmenna frá Babýloníu til forna, stjórni gangi heimsmála og hafi gert það frá örófi.

Ég skilgreini ekki frelsi á sama hátt og hann og ég heyri lítið frá honum  varðandi lausnir. Hann er fínn, eins og margir aðrir að sligreina vandann, en það fer minna fyrir lausnunum.

Hann virðist halda að ef að allir vita "sannleikann" sé það nóg til þess að breyta honum. Því er ég ekki sammála. Það er aðeins áfangi.

Svanur Gísli Þorkelsson, 2.11.2008 kl. 03:31

24 identicon

Ég næ alveg hvert þú ert að fara. Þú ert málsvari þess að lausnin sé ein allsherjar sameining mannskepnunnar undir einni alheimsstjórn með einum gjaldmiðli og einu tungumáli. Það er það sem David aðvarar okkur um að sé hættulegt - með því að draga okkur þangað er auðveldara að stjórna okkur, hugsunum okkar og vilja. Auðvelt að deyfa okkur með hæfilegri afþreyingu, þannig að við tökum ekki eftir því að hópum er beitt gegn hver öðrum og við höldum að við séum að taka afstöðu með einum á móti öðrum en erum í raun að taka afstöðu með sama valdinu sem á bak við situr. Það er valdið sem þú aðhyllist, eða hvað? Það er stórhættulegt fyrir okkur að taka upp Evruna - það er akkúrat það sem ætlast er til að við gerum. Sjónarspilið var sett þannig upp. Evrópubandalagið þarf á því að halda að hafa Norðmenn með og leiðin til þess er að láta okkur falla á hnén og betla um inngöngu. Ergo Norðmenn koma á eftir. Við erum tálbeitan sem sett vorum á öngulinn í þessari veiðiferð. Við eigum að halda sjálfstæði okkar og halda okkur utan Evrópubandalagsins áfram, og læra að halda þessu samfélagi gangandi með krónuna okkar, veika eða sterka.  Evrópa á eftir að slátra sjálfri sér og æða inn í glötunareld. Við þurfum ekkert að elta hana þangað. Við eigum ekki að festast í efnahagslegum mælikvörðum "núsins". Heldur hugsa hundruð og þúsundir ára fram í tímann og ákveða hvað við viljum að sagt verði um okkur þegar fornminjar nútímans verða grafnar upp í framtíðinni. Það er allt í lagi að vera með "hrædda" krónu, ef við getum haldið sjálfstæði okkar, virðingu og staðið á þeim gildum sem við viljum halda í heiðri. Það eru ekki Evrópubandalags gildi. Eða hvað ???

snegla (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 08:58

25 identicon

Varðandi þetta... "ef allir vita sannleikann" sé það nóg til að breyta honum, og að það skorti lausnir. Ef við vitum ekki sannleikann, og lausnin sem við samþykkjum byggir á lygagrunni, erum við þá ekki í miklu verri málum, heldur en ef við vitum sannleikann og getum sammælst um lausnir. Það þurfa ekki allir að vera sammála. En það þurfa allir að vita hvernig málum er háttað svo þeir geti tekið "fordómalausar" ákvarðanir - hver fyrir sig og um leið ábyrgð á sjálfum sér. Annað er bara ábyrgðaleysi og fordómar fram í fingurgóma. Fordómar byggðir á vanþekkingu / lygi, eru það hættulegasta af öllu ... ER það ekki?

snegla (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband