Rógur og skrum

LopapeysaFjölmiðlar landa beggja vegna Atlantshafsins hafa síðustu daga reynt að gera efnahagsástandinu á Íslandi einhver skil og oft gripið í því sambandi til orða og hugtaka sem eru afar röng og villandi. Að segja að Ísland sé núna "þróunarland", vegna þess að efnahagur þess var svo samtvinnaður bönkum sem urðu illa úti í efnahagshruninu sem allur heimurinn er að fara í gegn um, er fáránleg fréttamennska, skrum og rógur.

Þróunarlönd eru þau lönd sem ekki hafa náð langt í þróun lýðræðis, frjáls markaðar, iðnvæðingar, velferðakerfis og mannréttinda fyrir þegna sína. Þróun landa er mæld eftir ákveðnum stöðlum sem taka tillit þjóðarframleiðslu og almennra launa í landinu, lífslíka og læsi þegna þess. Ekkert af þessu hefur hnignað á Íslandi á síðustu vikum.

Það er líka fáránlegt að heyra Íslendinga sjálfa, jafnvel þótt þeir séu skelkaðir eða/og reiðir,  líkja landinu við "bananalýðveldi". Orðið bananalýðveldi er orð sem var fundið upp til að lýsa á niðrandi hátt smáþjóðum sem voru/eru afar óstöðugar pólitískt séð og urðu auk þess að reiða afkomu sína á afmörkuðum landbúnaðarvörum eins og banönum. Þeim er venjulega stjórnað af fáum sjálfkjörnum, ríkum og spilltum klíkum eins og voru lengi af við völd í löndum mið-Ameríku eins og El Salvador, Belize, Nicaragua, Honduras, og Guatemala.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk

Hólmdís Hjartardóttir, 22.10.2008 kl. 01:21

2 Smámynd: Skattborgari

Góð grein hjá þér. En ég get ekki talið þjóð vera þróaða sem kýs yfir sig vanhæfa hálfvita til að stjórna sem hugsa ekki um hennar hag og gefur eignir þjóðarinnar og selur þær undirverði til vina sinna.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 22.10.2008 kl. 01:43

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Algengasta svarið við þessu Skatti er að engin þjóð sem kýs í frjálsum kosningum fær betri eða verri stjórn yfir sig en hún á skilið. Við bjuggum um þetta rúm og nú verðum við að liggja í því.

Svanur Gísli Þorkelsson, 22.10.2008 kl. 01:50

4 Smámynd: Skattborgari

Það er rétt hjá þér Svanur.

 Ég er að pæla í að sækja um vinnu hjá öryggisfyrirtæki í Írak við að flytja fyrirmenn á milli staða.

Kveðja Skattborgari

Skattborgari, 22.10.2008 kl. 01:52

5 identicon

Alveg sammála þér, vandamálið sem uppi er stafar frá því að forseti Bandaríkjanna kemur fram í fjölmiðli og lýsir því yfir að það sé kreppa á hönd ... hann hefði alveg eins getað komið fram og sagt að "grænir menn frá mars, eru að ráðast á okkur" til að skapa paník. Það var nú vel vitað fyrir, að fjárglæframenn og kosningarþjófar þarna vestra skyldu grípa til einhvers örþrifaráðs til að bjarga skinninu í þessu kosningum. Við sjáum bara Colin Powell ... hann er að reyna að gera Obama bjarnargreiða ...

En þó er ekki hægt að líta fram hjá Íslandi í þessum efnum ... Bandarískur hagfræðingur, frá þriðja floks háskóla er fengin til að koma með yfirlýsingar um Íslensk stjórnmál ... allir eru flón ... eins og hann hafi eitthvert vit á því.  Myndi vilja sjá afrit af verkum hans undanfarin ár í þessum háskóla, sem eiga að gera hann að sérfræðingi um Ísland.

Hitt er svo annar handleggur, að Íslendingar hafa hagað sér eins og fífl og mega taka það til sín líka. Ég sótti um að komast í herinn hér, ekki sem hermaður, heldur fór inn í stabinn. Eðlilega, spyrja sænsk yfirvöld Íslensk yfirvöld um þennan dóna sem fram kemur og hvað? jú, ég fékk að heira allt sem á milli gekk ... slúður um það að ég ætti að vera nauðgari, mögulegur ofbeldismaður af því að ég varð fyrir slysi og höfuðhöggi miklu á unga aldri.  Fjölskylda mín var nídd, bróður minn átti að vera barnaníðingur meðal annars. Sögur um gamla kærustu, þar sem ég átti að hafa lagt hana í einelti þegar ég var 13 ára (er 46 í dag). Í raun alveg öfugt, ég var glæsilegur áður en ég missti andlitið við slysið, og stúlkan gekk á eftir mér ... og varð svo brjálæð þegar ég hætti við hana ... við vorum bara aldrei neitt saman í raun.  Og annað slíkt kjaftæði ... þetta gekk fram af öllum hér, en á sjálfsagt upptök sín í að einhver Íslendingurinn, sem langaði að fá stöðuna, og taldi mig ekki vel að henni kominn, vildi bola sér inn í staðinn.

Þetta eru Íslendingar í hnotskurn, og mega taka þetta til sín að þetta er ekkert sem hvorki Gordon Brown, né aðrir í heiminum ekki er kunnugt um. Það kemur að því að það verður engin kani eða rússar að skýla sér á bak við og þá er nú betra að vera viðbúinn óveðrinu.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 05:54

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Góður pistill sem endranær.

"Bananalýðveldi"? Einhverntíma hef ég nú notað það orð í reiði yfir einhverju sem gengur á heima á Íslandi í samanburði við DK eða Svíþjóð þar sem ég er stödd núna við gæslu á þremur barnabarna minna meðan foreldrarnir skruppu í siglingu til Þýskalands.

En eftir þennan pistil þinn verður þetta orð ekki notað, góð áminning. Alveg þykir mér líka orðnotkunin "skæruliði" yfir ómálga börn með eindæmum!

Edda Agnarsdóttir, 22.10.2008 kl. 07:42

7 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

"Þeim er venjulega stjórnað af fáum sjálfkjörnum, ríkum og spilltum klíkum eins og voru lengi af við völd"

Hvað meinarðu, er þetta ekki akkaúrat tilfellið á Íslandi.

Bjúgnalýðveldið Ísland, þar mætti nú nú margt þróast á annan veg en hingað til hefur verið

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.10.2008 kl. 08:16

8 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Tek undir með VÖV, hér er ekkert fokkings lýðveldi. Nokkrar fjölskyldur eiga þetta land með manni og mús.

Rut Sumarliðadóttir, 22.10.2008 kl. 12:15

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Vilhjálmur og Rut; Við verðum að ákveða hvort við eigum yfirleitt að nota einhver viðmið sem gefa þessum orðum "lýðræði" og "lýðveldi" merkingu eða láta okkur nægja það sem fólki "finnst" án þess að færa fyrir því nokkur rök. Á Íslandi eru stjórnmálamenn ekki sjálfkjörnir og hér eru engir einkaherir sem láta andstæðinga ríka fólksins hverfa. Dómstólar landsins fara að lögum og lögin eru ekki geðþóttaákvarðanir.

Björn; Það sem gerðist í bankakerfinu á Íslandi er ekkert einsdæmi en smæð þjóðarinnar gerir áhrif þess miklu alvarlegri fyrir okkur en segjum Breta sem geta dælt að því er virðist ótakmörkuðu lánsfé inn í bankana sem voru komnir á hausinn. Engin mundi samt nota orð eins og "þróunarland" yfir Bretland.

Svanur Gísli Þorkelsson, 22.10.2008 kl. 12:54

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Fámennið er okkar stærsta vandamál varðandi lýðræðið.  Frændur veljast saman á lista stjórnmálaflokkanna, starfa hlið við hlið inni í fyrirtækjum, í nefndum og stjórnum stórfyrirtækja, innan dómskerfisins, innan embættisgeirans.  Þetta er óhjákvæmilegt í þorpinu Ísland þar sem allir eru skyldir öllum.

En að jafna þessum "lýðræðis"aðstæðum okkar við "vanþróun" þykir mér fulllangt gengið.

Kolbrún Hilmars, 22.10.2008 kl. 13:57

11 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Helmingaskipti stjórnmálaflokkanna bera ekki með sér lýðræðisbrag.  Landsbanki, Búnaðarbanki..........o.sv.frv.

Sigrún Jónsdóttir, 22.10.2008 kl. 14:46

12 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Það er rétt Sigrún og ég er þeirrar skoðunar að flokkapólitíkin hér, sem annarsstaðar sé úrelt leið fyrir lýðræðið. En það mega pólitíkusarnir ekki heyra á minnst, því þá yrðu þeir persónulega ábirgir fyrir stefnu sinni.

Þetta flokkafyrirkomulag er stórgallað og í besta lagi millistig (í stóra samhenginu) sem fljótlega mun renna sitt skeið á enda. Það á að kjósa einstaklinga til starfa fyrir almenning, ekki flokka.

Svanur Gísli Þorkelsson, 22.10.2008 kl. 15:01

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sammála þessu með einstaklingana í stað flokkana. Ég neita hinsvegar að viðurkenna að ég búi í bananalýðveldi!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.10.2008 kl. 15:32

14 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Er einhver sérstök ástæða fyrir að þú ert með mynd af litlu systurdætrum mínum þeim Magneu Gná og Þorsteinu Þöll á þessu bloggi? Þær búa á sveitabæ í Syðridal við Bolungarvík og þessa mynd tók ég þegar við fórum út í Flatey á Breiðafirði. Framtíð Íslands býr í þessum börnum og öllum öðrum börnum á Íslandi og við eigum að sporna við að börnin hérna séu hnepptar í skuldaánauð.

Reyndar hugsa ég að þú hafir fengið þessa mynd á wikipedia en það væri gaman að vita ef þú hefur rekist á hana annars staðar. Hugsanlega hafa einhverjir fjölmiðlar tekið hana á wikipedia. Ég gaf heiminum þessa mynd þegar ég skrifaði greinina lopapeysa. Hún er hérna: http://commons.wikimedia.org/wiki/Image:Lopapeysa.jpg Það mega allir nota þessa mynd og það þarf ekkert að spyrja mig um leyfi.  Takk reyndar fyrir að benda mér á hvað hún er táknræn fyrir stöðuna í dag.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 22.10.2008 kl. 16:18

15 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þú svarar spurningunni svo vel sjálf Salbjörg að ég hef engu við að bæta :) Þetta eru gjörvuleg börn SEM ÞÚ OG VIÐ ÖLL GETUM VERIÐ HREYKIN AF.

Svanur Gísli Þorkelsson, 22.10.2008 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband