Hvað eru Restavekar ?

Haiti%20Children%201Haiti, (Fjallalandið) er það ekki paradís á jörðu? Sú er alla vega ímynd flestra norðurálfubúa af Karíbahafseyjunum þar sem tæpar 9 milljónir manns búa.

En á Haiti búa að því að talið er 300.000 börn sem eru kölluð á gamla "Kríóla" málinu; "Restavek" sem merkir "að vera hjá".

Restavekar búa ekki hjá foreldrum sínum, heldur eru þau þrælar betur efnaðra Haíti búa.

Fellibylirnir Fay, Gústaf, Hana og Ike sem gengu yfir Haíti í sumar opinberuðu fyrir alheiminum alvarlegt þjóðfélagsmein sem fram að þessu hefur ekki verið á allra vitorði. Á Haíti þar sem barnadauði er hvað hæstur í heiminum, er stundað víðfeðmt og mismunarlaust þrælahald barna.

Á eyjunum er að finna ríkt fólk og fátækt og svo það sem ekkert heimili á. Meðal þeirra sem ekkert heimili eiga tíðkast að koma börnunun fyrir meðal betur efnaðs fólks í von um að börnin fái eitthvað að borða og jafnvel að fara í skóla. Reyndar er staðan slík að aðeins helmingur barna á skólaaldri yfirleitt, er skráður í skóla. Hlutfall Restaveka er miklu minna.

Í raun eru börnin hneppt í þrældóm. Þau eru beitt líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi, svelt og refsað á ýmsan hátt og fæst þeirra líta nokkru sinni veggi skólanna að innann. 

"Það er farið með þau verr en húsdýrin" segir talsmaður sameinuðu þjóðanna um ástand Restaveka barna. "Þau eru annars flokks þegnar, litlir þrælar. Þau fá að borða og fyrir það skrúpa þau og fága hýbýli ríka fólksins."

"Það hafa allir a.m.k. eitt" haitian-children-salvery_5248

 Widna og Widnise, eru 12 ára tvíburasystur sem hafa verið á sama heimili í tvö ár.

Þær fara á fætur við sólarupprás  til að ná í vatn, safna eldivið, elda skúra og þrífa. Þær horfa á börn "gestgjafa" sinna sem eru á svipuðum aldri, borða morgunmat og hafa sig til í skólann.

Tvíburarnir fá ekkert að borða á morgnanna og eru hafðar heima til að vinna. Samt hafa þær það betur að eigin sögn en flestir aðrir Restavekar. Þær eru t.d. barðar á lofana ef þær gera mistök en ekki í höfuðið.

Á kvöldin fá þær að borða með hinum börnunum og þær sofa á mottum á gólfinu eins og hin börnin. Þær hafa meira að segja skó til að ganga í.  

gigicohen2En þeim líkar ekki vistin. Sérstaklega hvernig þeim er stöðugt strítt af hinum börnunum sem segja að þær verði ætíð þjónustustúlkur.

Og þær sakna móður sinnar sem vinnur sem þjónustustúlka og heimsækir dætur sínar þegar hún getur.  

"Móðir okkar er of fátæk til að sjá fyrir okkur" segir Widna. "En við viljum ekki vera Restavekar."

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Mig minnir að ég hafi líka lesið einhversstaðar að HIV veiran sé þaðan komin, þori ekki að hengja mig upp á það samt.

Heimir Eyvindarson, 14.10.2008 kl. 19:52

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þetta er rétt hjá þér Heimir því HIV veiran sem breiddist út í USA og Evrópu er rakin til Haíti og ársins 1969. Það sem meira er, hún er rakin til eins hermanns.

En er samt talið að veiran fyrst komið í menn í Afríku.

Svanur Gísli Þorkelsson, 14.10.2008 kl. 20:15

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er ekki ofbeldishneigð kona í eðli mínu.  Reyndar er ofbeldi það síðasta sem mér dettur í hug svona yfirleitt.

En eftir lestur um þessi blessuð börn (og víða annarsstaðar) langar mig til að fremja einhver ódæði. 

Hef séð heimildarmynd um þessi börn.

Og öllum er sama.  Amk. lyftir enginn litlafingri litlum sálum til bjargar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.10.2008 kl. 21:06

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þegar og ef þú lætur til skarar skríða Jenný, þá ræsir þú mig út líka.

Þetta er svo lélegur business að engir alvöru peningamenn mundu eyða krónu, hvað þá dollar eða pundi til að hjálpa þessum börnum. -

Svanur Gísli Þorkelsson, 14.10.2008 kl. 21:15

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Svona "grimmd" fyrirfinnst víðsvegar í þriðja heiminum og er sprottinn upp úr fátækt og vonleysi..  siðleysi þeirra ríku .. eða sinnuleysi er mannlegt eðli.. því sumu færðu ekki breytt og þá tekuru bara þátt í viðbjóðnum.  

Óskar Þorkelsson, 14.10.2008 kl. 23:01

6 Smámynd: halkatla

þetta er eitt af mörgu sem er virkilega óhugnanlegt í samfélaginu á Haiti. Heimurinn er sorglegur og afskiptaleysið skelfilegt :(

halkatla, 14.10.2008 kl. 23:46

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 15.10.2008 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband