Bretar á leið til Íslands að versla

Shopping%20Logo%20TSSEkki er öll vitleysan eins. Um leið og það fréttist að Hr. Green ætlaði að notfæra sér ástandið sem Hr. Brown (Það er eins og maður sé dottinn inn í kvikmyndina Reservoir Dogs)  átti svo stóran þátt í að skapa á landinu bláa og kaupa eitthvað af eignum uppflosnaðra Íslendinga fyrir gengismuninn sem nú er á pundinu og krónunni, hugsa fleiri Bretar sér gott til glóðarinnar.

Sumir þeirra eru þegar komnir til Íslands og spóka sig á Laugarveginum með fulla vasa af krónum sem þeir fengu í skiptum fyrir pundin sín. Þeir geta nú í fyrsta sinn keypt sér bjórglas á lægra verði á Íslandi en heima hjá sér, og þar með hefur ákveðinni fyrirstöðu verið kippt í burtu sem hingað til hefur fælt fjölda Breta frá frá Íslandi. Allur varningur er á mun betri prísum en á drottningarlandinu og það eru þeir ákveðnir í að notfæra sér. 

Nú er bara að vona að þetta haldist nokkurn veginn svona fram yfir jól því þá munu Glasgow, Manchester og Lundúnabúar fjölmenna til Íslands til að gera innkaup sín þar og brátt munum við geta greitt Mr. Brown út lausnargjaldið sem hann setti á íslensku fyrirtækin sem hann hefur tekið úi gíslingu hér í Bretlandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kreppumaður

Liverpool kiss verður þá jólakveðja dauðadrukkinna Breta til okkar Íslending á Laugarveginum í ár!

Kreppumaður, 12.10.2008 kl. 15:21

2 Smámynd: Skattborgari

Hehe það er ágætt að þeir geti fengið bjórinn ódýrt. En vörunar sem þeir munu kaupa eru margar innfluttar þannig að við munum fá minni gjaldeyri hlutfallslega fyrir þær. Sem getur þýtt ef vara er verðlögð miðað við gamla gengið að við fáum minna fyrir hana en hún kostaði úti upphaflega.

En annars er ágætt að fá ferðamenn inn því að þeir munu kaupa mikið af Íslenskum vörum sem er gott mál.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 12.10.2008 kl. 15:53

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þetta eru góðar fréttir;  þar sem aðeins er einn ferðamáti í boði þá ættu flugfélögin okkar verða enn í business þegar hagur okkar gjaldþrota eskimóa vænkast    

Við ættum ef til vill líka að gefa þeim bjórglösin - smámunir miðað við allt hitt...

Kolbrún Hilmars, 12.10.2008 kl. 16:26

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahaha, lífið er svo sannarlega kaldhæðnislegt stundum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.10.2008 kl. 17:16

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 12.10.2008 kl. 17:39

6 Smámynd: egvania

Við getum sett upp skilti með stórum stöfum BRETARNIR KOMA.

egvania, 12.10.2008 kl. 17:47

7 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

   Þetta er skrítið ástand...sem ég skil eiginlega lítið í...verð bara að viðurkenna það.

Rúna Guðfinnsdóttir, 12.10.2008 kl. 18:30

8 Smámynd: Anna S. Árnadóttir

Hæ Svanur....

Okkur líst vel á þetta...loksins verður Ísland heitasti verslunarstaðurinn í Evrópu og við snúm vörn í sókn.....verst að við skulum ekki lengur eiga Grænan Ís

kær kveðja frá okkur Gúnda

Anna

Anna S. Árnadóttir, 12.10.2008 kl. 20:04

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú hefur ekki græna glóru um hvað er að ske Svanur. Með fullri virðingu annars. Þessi Þórðargleði eða illkvittni fer þér svo heldur illa, þessum andans manni.

Ef við semjum við IMF, þá er sjálfstæði Íslands farið og þar með ákvörðunarréttur okkar yfir auðlindunum. Það verður að stöðva þann gerning. Að senda borderline mongólíta í slíkar viðræður er algert sjálfsmorð.  Tökum boði Rússa ef skilyrðin eru ekki of bindandi og vonum svo að þeir afskrifi þær svo er betur árar. 

Það er orðið ansi undarlegt, þegar IMF er farinn að biðla til þjóðar um að fááð lána henni. Þeim díl fylgir yfirtaka efnahagstjórnar hér. Semsagt alger valdataka, manna með annarlega hagsmuni, Bildenbergera og hringborðsriddara Globalistanna, sem hafa það eitt að markmiði að koma öllum helvítins heiminum á eina hendi.

Ég vona að menn átti sig á hvað er í uppsiglingu hér.

Ágæt byrjun, er að lesa "Falið Vald," sem hægt er að nálgast á www.vald.org Lesið síðan um sjóðinn og sérstaklega um skilyrði hans og gagnrýni á hann hér: http://en.wikipedia.org/wiki/International_Monetary_Fund

Þetta heitir Globalismi - One world Goverment og hún er IMF.  Þetta monster er búið að halda vanþróuðum ríkjum í helgreipum skulda í marga áratugi með upptöku auðlinda og arðráni í gegnum ofurvexti og ofurskilyrði. Nú er kominn tími til að fólk hætti að rífa hvert annað á hol hér heima og sjái hið raunverulega samhengi.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.10.2008 kl. 23:23

10 identicon

... og þú ert fararstjórinn í ferðinni, eða hvað?

gp (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 00:12

11 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

heyrði af færeyjingum sem auglýstu verslunarferðir til íslands fyrir jólin ! við verðum að vona það besta fyrir ísland !

Kærleikskveðjur til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 13.10.2008 kl. 06:39

12 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ætli bresku frírnar komi til Rvk. til að versla fyrir jólin, það er ekki öll vitleysan eins!

Rut Sumarliðadóttir, 13.10.2008 kl. 11:00

13 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þakka öllum athugasemdirnar.

Gaman að heyra frá þér Anna og skilaðu kveðju til Gúnda :)

Jón Steinar: Sé að þú ert alveg með á nótunum eins og fyrr :=) Alltaf gott að vita hvar fræðsluna er að fá.

Svanur Gísli Þorkelsson, 13.10.2008 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband