Nú er lag fyrir Ísland

british_propaganda_logoÞað er farið að hljóðna fjölmiðlaskrumið um Ísland á Bretlandi. Helst er að heyra á þeim sem taka til máls að beðið sé eftir því sem kemur út úr viðræðum sendinefndarinnar og íslensku peningamannanna. Sjónvarpið er hætt að sýna fatlað fólk og krabbameinssjúklinga sem vondu Íslendingarnir svindluðu peninga út úr.

En eitt er nauðsynlegt.

Nú er lag fyrir stjórnvöld á Íslandi að breyta vörn í sókn. Þeir ættu að senda út frá hverja yfirlýsinguna á eftir annarri sem sýna hvernig staða Íslands var gerð mun verri með umsögnum og aðgerðum breskra stjórnvalda. Það hefur myndast tómarúm hjá fréttamiðlum um málið sem við ættum að nýta okkur. Þá ættu íslendingar að nýta sér ummæli Bush um að þjóðir ættu að forðast aðgerðir sem skemma fyrir öðrum þjóðum og vel er hægt að heimfæra upp á aðgerðir  Breta gegn íslendingum.

propagandaÞessi kreppa snýst hvort eð er að mestu um mat fólks á stöðu mála. Ef mat fólk verður að Ísland hafi ekkert til saka unnið þótt einhverjir bankamenn okkar hafi teflt of djarft, eins og er sannleikanum samkvæmt, erum við á leiðinni upp. Við eigum að hefja þá baráttu strax og hamra járnið á meðan það er heitt. -

Það sjá það allir að 300.000 manns hér á Íslandi geta ekki og eiga ekki að borga fyrir mistök þessara exeldrengja í bönkunum. Komum skilaboðum okkar á framfæri. Það er leiðin út úr þessum Bretahremmingunum og þá mun myndast friður og ráðrúm fyrir okkur að byggja á styrkleikum okkar.

Rússalán og alþjóðabankinn eru slæmir kostir fyrir Ísland. Hvorutveggja mun hafa afar óæskileg áhrif á sjálfstæði þjóðarinnar. Ef við þurfum peninga til að reka landið áfram, eigum við að fá þá lánaða frá Norðmönnum. Þeir eru auðugasta þjóð jarðarinnar, náfrændur okkar og auk þess tilbúnir til þess að hjálpa.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kreppumaður

Ég hef sagt það áður og segi enn:  Gamli sáttmáli frá 1262 er enn í gildi, við höfum aldrei fengið formlegt sjálfstæði frá Norðmönnum, nú höldum við aftur heim...

Kreppumaður, 11.10.2008 kl. 20:35

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Já og ber er hver að baki nema sér bróður eigi.... 

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.10.2008 kl. 20:39

3 Smámynd: Kreppumaður

Svona eins og þeir bræður í Sjálfstæðisflokknum sem rjúka grátandi á dyr.  En það er vegna þess að fluttar voru svo margar ræður sem hrærðu...

Kreppumaður, 11.10.2008 kl. 20:44

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

tek undir með kreppumanninum enda hef ég birt gamla sáttmála á mínu bloggi fyrir nokkrum dögum síðan í heild sinni :)

Óskar Þorkelsson, 11.10.2008 kl. 20:53

5 identicon

Ef alþjóðasamningar segja að við (ísl. ríkið) eigum að greiða hluta inneigna breta í icesave, þá eigum við að gera það, allavega sýna viðleitni, semja. Við eigum að standa við þá samninga sem við erum aðilar að, öðruvísi endurheimtum við ekki traust annarra.

Sammála þér um að æskilegast væri að þyggja aðeins aðstoð frá norðmönnum, en það er ekki víst að það dugi til. IMF fylgja mjög líklega hamlandi skilyrði og rússum fylgir....eitthvað...

sigurvin (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 21:57

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Langbesti kosturinn að fá  aðstoð frá norðurlöndunum

Hólmdís Hjartardóttir, 11.10.2008 kl. 22:52

7 identicon

Gaman að sjá að þú ert kominn hingað til Íslands, til okkar hinna 300.000 (eins og lesa má úr texta þínum) aftur - og vonandi búinn að fá betri og íslenskari útgáfur af því sem er að gerast. Menn eru að skoða lögmæti þessara aðgerða breta í alþjóðlegu samhengi. Aðgerðir þeirra virðast í fljótu bragði vera í trássi við Evrópu lögin sem við heyrum undir um frjálsan flutning fjármuna milli landa. Hér er í frétum farið að hóta málsókn á hendur Bretlandi - með milljarða punda í málsbætur fyrir að hafa sett Kaupþing á hausinn. Það skrítna er þó að að meðan menn hér heima tala um ólögmætar aðgerðir breta og frystingu eigna þar í landi. Þá beitum við útlendinga sömu brögðum hér heima. Þ.e. það getur enginn tekið sínar eignir frá Íslandi og flutt til útlanda. En þannig notum við alltaf röksemdir í okkar stríðum - aðrir þurfa að fara að lögum og reglum þótt við skjótum okkur undan því. Nú er ég ekki að mæla Bretum bót - það skondna er að þeir eru fyrst og síðast að ráðast gegn sjálfum sér og breskum fyrirtækjum. Bretar hafa einir og óstuddir í þessu hryðjuverkastríði sínu drepið Kauphing í Bretlandi sem var Breskt fyrirtæki en ekki Íslenskt. Því þessi lagasetning þeirra setti Kaupþing endanlega á hausinn. Jafnframt eru þeir langt komnir með að setja Baug á hausinn. Bakkavararbræður virðast hafa getað keypt Bakkvör út úr Exista og bjargað sér fyrir horn í bili. Svanur lestu þér aðeins betur til svo umræðan verði aðeins beittari og dýpri. Fyrst þú ert kominn heim og farinn að fylgjast með fréttum, mönnum og málefnum, þá ertu vonandi farinn að hjálpa ríkisstjórninni líka í PR málum. Þar virðast þeir algjörlega bjargarlausir og þurfa á góðum mönnum, sem kunna til verka eins og þú, með góð sambönd í útlöndum að halda. Way to go, and keep up the good work.

gp (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 23:12

8 identicon

Varðandi vinskap annarra þjóða - þá er algjörlega ljóst að ef Noregur eða aðrar norðurlandaþjóðir hefðu haft áhuga að að styðja okkur væru þær búnar að því. Sama á við um Bretland og BNA. Japanir virðast ætla að beita sér fyrir því að Ísland veðri fyrsta þjóðin sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn taki til aðstoðar. Og að Rússalánið komi þar í gegn. Við erum að vinna að því fullum fetum að ná samkomulagi við Hollendinga og Breta um þessa Icesave reikninga sem Íslenskir skattborgarar eru ábyrgir fyrir. Samkomulag við Hollendinga er í höfn og mun hvert íslenskt mannsmarn þurfa að greiða þangað um 900.000 áður en yfir líkur. Ekki hefur ennþá náðst samkomulag við Bresku sendinefndina. Að kröfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verður samkomulag við þessar þjóðir að vera í höfn áður en hægt er að leita ásjár hjá þeim. Ef að afstoð þeirra verður muna þeir taka yfir efnahagsstjórn hér að miklu leiti  í eihvern tíma - og það virðist einhverrar tregðu gæta hjá stjórnvöldum að undirgangast slíka og þ.a.l. hefur sú formlega bón ekki verið borin upp.

gp (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 23:19

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk kærlega fyrir þennan og undanfarna pistla.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.10.2008 kl. 00:05

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Varðandi vinskap annarra þjóða - þá er algjörlega ljóst að ef Noregur eða aðrar norðurlandaþjóðir hefðu haft áhuga að að styðja okkur væru þær búnar að því

Sko.. norðmenn eru búnir að segjast mundu hjálpa ef þeir væru beðnir um það.. en Geir Harði og heilalausa liðið í sjálftektarflokknum hafa ekki gert það enn.. þeir vilja frekar fá alþjóðagjaldeyrissjóðinn hingað inn.  Geir er fífl 

Óskar Þorkelsson, 12.10.2008 kl. 00:34

11 identicon

Óskar, skoðaðu þessa fréttumfjöllun úr Times og haltu því svo áfram fram að við höfum hafnað aðstoð.  Í greininni er fjallað um að stærstu mistök Bandaríkjanna og evrópuþjóða í þessu fjármálakrísu er að neita okkur um lán. Hugsaðu þig svo um tvisvar áður en þú heldur því fram að hinn "heilalausi" sjálstæðisflokkur með hinn hálf norska Geir - sem þú kallar fífl - í fararbroddi hafi ekki haft samband við Norðurlandaþjóðirnar og þá sérstaklega Noreg þegar leitað var leiða til að afla aukins fjár í gjaldeyrisvaraforðann. Þessar þjóðir hafa örugglega krafist þess að við leituðum til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um aðstoð - eitthvað sem augljóst er að Sjálfstæðisflokknum er óljúft að gera. Sjálfstæðisflokkurinn vill eðli málsins samkvæmt ekki gefa upp það sjálfstæði sem þarf að gefa upp, komi til slíkrar aðstoðar. Heldurðu virkilega að Rússar hafi verið okkar fyrsti kostur? og hvers vegna heldurðu að fulltrúar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum séu komnir hingað? Hérna er linkurinn inn á Times - inn á fréttina sem ég var að vitna í.

 http://www.timesonline.co.uk/tol/comment/columnists/bronwen_maddox/article4916541.ece

gp (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 01:51

12 identicon

Er ekki augljóst að Rússalánið er tilkomið vegna þess að enginn annar vildi lána okkur?  Og aðkoma Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að málum okkar vegna þess að "vinaþjóðirnar" kröfðust þess, vegna þeirra vandræða sem þær voru komnar í? Í þessu máli er enginn saklaus - við höfum öll tekið þátt í þessu bulli og sukki, meira að segja gegn betri vitund. Sjálfstæðismenn, og aðrir stjórnmálamenn. Fjármálamenn, stjórnendur fyrirtækja, almenningur, öll þjóðin. Við græddum öll, mismikið samt, á meðan á veislunni stóð. Græðgin réð ferðinni. Nú er veislunni lokið. Við höfum vaknað upp og erum ennþá með bullandi móral og að drepast úr timburmönnum. Reynum að afsaka hegðun okkar með því að benda á aðra sem sökudólga, en í hvert sinn sem við bendum með einum putta á einhvern annan benda þrír á okkur sjálf. Sem betur fer virðist sem menn horfi til kvenlægra gilda og hafi ákveðið að þau séu vel til þess varin að taka við stjórnartaumum í þessu ástandi og er það vel. Sérstaklega í ljósi jafnréttispælinga Svans.

gp (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 01:59

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Okkar únamenn voru vankaðir en eru að vakna núna

Sigurður Þórðarson, 12.10.2008 kl. 02:20

14 Smámynd: egvania

Takk fyrir öll skrifin ykkar sem svo sannarlega gefa mér misvíxlandi myndir af ástandi okkar hér á landi.

Mér er spurn hvar ætlar Rússinn að fá peninga til að lána okkur, hefur hann ekki meira en mikið að gera með sína sveltandi landa. 

Ásgerður Einarsdóttir.

egvania, 12.10.2008 kl. 07:08

15 Smámynd: Óskar Þorkelsson

gp.. af gefnu tilefni.. og ég ítreka að Geir er fífl því hann hefur EKKI beðið norðmenn um hjálp ennþá.

http://www.vg.no/nyheter/innenriks/artikkel.php?artid=527096 

Regjeringen vil ikke vurdere ytterligere økonomisk hjelp til Island før islendingene selv ber om det.

- Så langt har Island ikke brukt muligheten landet har til å låne penger i Norges Bank, sier statsminister Jens Stoltenberg.

Den islandske sentralbanken har adgang til å låne 500 millioner euro, rundt 4,2 milliarder kroner, av Norge, etter en avtale som ble inngått allerede i mai. Høyre-leder Erna Solberg understreket i et brev til Stoltenberg fredag at Norge må være beredt til å gi ytterligere hjelp til det kriserammede landet.

Geir harði hefir ekki beðið norðmenn um hjálp en er tilbúinn til að mjálma utan í alþjóðagjaldeyrissjóðnum.. enn og aftur maðurinn er FÍFL 

Óskar Þorkelsson, 12.10.2008 kl. 10:20

16 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Svanur. Takk fyrir þennan fína pistil sem mér finnst afar fróðlegur eins og kommentin við hann. Ég er sammála þér að brýnustu nauðsyn ber til að gera Breta bera að aðförinni að Íslandi og gleyma aldrei að halda því til haga í umræðunni. Hitt er líka rétt að öll höfum við tekið einhvern þátt í veislunni, beint eða óbeint og sofið á verðinum. Mér líst hinsvegar, svona utanfrá séð, best á Rússana. Mér finnst það afarkostir hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að við þurfum að semja við Bretana. Látum lögin duga og ekki krónu(pund) umfram það. Eftir málafelin gætu þeir þurft að borga okkur margfalt til baka. Í samvinnu við Rússa fáum við sterkari ímynd og höldum sjálfstæði okkar (sem er skilyrði auðviðtað) Ég held að breska !!###!!! hefði aldrei þorað í svona aðgerðir ef við værum stærri þjóð en við erum. Tökum Rússagullið beint án afskipta Evrópu eða Bandaríkjanna og förum í mál við Bretana. (Ekki kannski mjög kvenlegt álit ) kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 12.10.2008 kl. 10:27

17 Smámynd: Sigurður Rósant

Ja, ég er nú á því að fólk eigi að halda í þau tækifæri sem hafa alltaf gefið von um gróða. Kaupa lottómiða og happadrættismiða sem aldrei fyrr. Gerast þátttakendur í keðjuhlutabréfum af fullum krafti. Þá mun auðurinn vaxa og allir ná gleði sinni aftur, Íslendingar sem Bretar.

Sigurður Rósant, 12.10.2008 kl. 10:31

18 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Gaman og fróðlegt að lesa, bæði pistilinn og kommentin. Ég er enn hálf rugluð í þessu máli öllu

Kveðjur.

Rúna Guðfinnsdóttir, 12.10.2008 kl. 11:17

19 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Heyja Norge! ekki spurning að okkar er hollast að fá lánað hjá norðmönnum og því fylgja minnstu skilyrðin.

Rut Sumarliðadóttir, 12.10.2008 kl. 13:29

20 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Nú hvaða skilyrði eru frá Norge? Heimta þeir ekki að við förum með það í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og greiðum Bretum? Sem þýðir að við þurfum enn meira lán hjá þeim. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 12.10.2008 kl. 14:38

21 identicon

Vissu ráðamenn á Íslandi ekki af þessum skuldbindingum? Þegar maður tekur lán þá er ábekingum yfirleitt sent bréf heim, þar sem greint er frá að þeir hafi gengist í ábyrgð fyrir e-u. Varðandi frændu vora í Noregi, þá þykir nú sannað að gerð var aðför að íslensku krónunni fyrir fáeinum mánuðum með fulltingi Olíusjóðs þeirrar ágætu þjóðar. Hvar voru þeir, þegar semja átti sameiginlega við bandaríska banka, og Íslendingum var einum sýndur fingurinn? Norðmenn höfðu engan áhuga á málinu, fyrr en jákvæð viðbrögð komu frá Rússum. Annaðhvort stafar það af skömm, eða einhverjum annarlegum hvötum.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 21:05

22 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þakka góðar athugasemdir. Þessi umræða á eftir að halda áfram en einhvernvegin hefur maður á tilfinningunni að þegar upp er staðið verði hlutur Íslands í heimskreppunni  að veiða fisk ofaní þá sem hafa efni á að kaupa hann.

Svanur Gísli Þorkelsson, 13.10.2008 kl. 11:39

23 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Ég held að í framtíðinni komi í ljós hvernig Ísland var fryst úti af Seðlabönkum allra helstu "vinaþjóða" í Evrópu og Ameríku. Ég vona að það sé rétt sem ég heyrði í fréttum útvarps að stærstu hluthafar í bönkunum sálugu ætli að höfða mál á Bretana vegna valdbeitingar og skemmdarstarfssemi. Menn hafa kannski gleymt að reikna með Rússum sem möguleika fyrir Íslendingana. Það kann að vera erfitt fyrir Norðmenn að við getum nú opnað  þessa austurleið og þá allt í einu rennur þeim blóðið til skyldunnar. Við eigum að vera stolt og ekki beygja okkur fyrir ofbeldinu. Kyssum ekki vöndinn. Semjum við Rússana strax. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 13.10.2008 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband