Íslensk fyrirtæki í Bretlandi með 100.000 Breta í vinnu.

Brown-Haarde_1007684cNú virðist vera að koma á daginn að Gordon Brown hafi skotið sig illilega í fótinn þegar hann fór út í aðgerðir gegn íslensku fyrirtækjum á grundvelli laga sem ætluð voru til að stemma stigu við fjármálastarsemi hryðjuverkahópa.

Fólk almennt spyr sig hvort það hafi verið þetta sem vakti fyrir stjórnvöldum þegar að þau fengu þessi lög samþykkt, þ.e. að geta látið til skarar skríða gegn hverjum sem er, svo lengi sem forsætisráðherrann ákveður að þjóðaröryggi sé í húfi. Íslendingar samkvæmt skilgreiningu ógna sem sagt þjóðaröryggi Bretlands, samkvæmt túlkun Browns.

_1857556_icelandÞað má samt færa líkur að því að haldi Brown þessu til streitu, muni koma til kasta íslendinga að svara fyrir sig. Brown ætti að vera ljóst að stærsta fyrirtæki Bretlands í einkaeign er íslenskt. Honum ætti líka að vera ljóst að íslensk fyrirtæki í Bretlandi hafa yfir 100.000 manns í vinnu hjá sér, langflestir Bretar. -

Breskir viðmælendur fjölmiðla sem vinna hjá þessu fyrirtækjum, eru gapandi yfir yfirlýsingum Browns og aðgerðum hans. -

Ef að það er ósk Browns að flæma þessi fyrirtæki í burtu frá Bretlandi, er hann á réttri leið. - Eða kannski það sé ætlun Browns að gera þessi fyrirtæki upptæk líka og segja Íslandi alfarið stríð á hendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sammála þér Kjartanmeð flokkspólitíkina. - Gordon heldur að þetta sé hans "finest hour" því að hann er að bjarga Bretlandi frá efnahagslegu hruni. Hann vantaði heppilegan blóraböggul og Ísland lá vel við höggi. Stofuhitagreindarvísitala Browns er veginn upp með óbilandi metorðgirnd hans. 

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.10.2008 kl. 13:54

2 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Þetta er stórundarleg ákvörðun hjá honum

Kristberg Snjólfsson, 11.10.2008 kl. 14:46

3 Smámynd: Kreppumaður

Ég held að hann geri allt okkar upptækt, líka þig sem ert fulltrúi þjóðarinnar í Bath.  Þá verður þú látinn blogga um kosti Browns og hvað hann sé mikilhæfur stjórnandi...

Kreppumaður, 11.10.2008 kl. 16:00

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hehehhe. Vona að Kasakstan bursti þá á eftir. Ég og Borat erum mættir.

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.10.2008 kl. 16:12

5 Smámynd: Kreppumaður

Heldurðu að ég hafi ekki verið svo óheppinn að kveikja á sjónvarpinu og sjá þá hvítklædda (eins og engla) syngja drottningaróðinn!  Var fljótur að skipta um stöð.

Kreppumaður, 11.10.2008 kl. 17:04

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svanur, svona sem framhald frá síðasta þræðinum þínum - nú er sendinefndin bretanna komin hér og mér sýnist að fyrri aðgerðir og orð Mr Browns standi enn óbreytt. 

Það er með ólíkindum hvað einn maður getur komið miklum illindum af stað!

Svo vona ég að Kasakstan vinni...

Kolbrún Hilmars, 11.10.2008 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband