Brown reynir að snúa ótta Breta upp í reiði gegn Íslendingum

brown460Þess má þegar sjá merki að vopnin eru að snúast í höndunum á Brown forsætisráðherra Breta. Hann reyndi með ummælum sínum að snúa ótta Breta upp í reiði gegn Íslendingum. Þótt öll bresku blöðin séu með Íslandsmálin á forsíðu í dag og séu flest afar ósanngjörn, er fólk farið að spyrja hvers konar framkoma þetta sé við smáþjóð sem allir líta á sem vinaþjóð.

Mundi Brown hafa komið svona fram ef Þýskaland hefði átt í hlut, spurði virtur sjónvarpsþáttargerðarmaður í gærkvöldi. -

Bretar tala um "New cod war" og segja c.o.d. standi fyrir "Cash on delivery" og slíks sé ekki að vænta af Íslandi.

Stjórnarandstaðan í Bretlandi er þegar farin að ásaka Brown um "grand standing" í Íslandsmálinu og um að nýta það sér til framdráttar í pólitískum tilgangi. Ópólitískir menntamenn hafa bent á að aðgerðir Browns og frysting eigna íslendinga í Bretlandi sé kol-ólögleg og lítt til þess fallin að vekja traust annarra þjóða á stjórnvöldum. Brown hefur sýnt í þessu máli að hann er fær um að leggja minnimáttar í einelti. Einnig hafa margir af fjárfestunum sjálfir sagt að þeir óttist ekki og reikni með að fá ekki greitt þegar tímar líða frá. Nú er sendinefnd frá breska fjármálaráðuneytinu á leið til Íslands til að "kynna" sér stöðuna þar. Kannski hefðu  þeir átt að gera það áður en þeir réðust í aðgerðir gegn íslensku fyrirtækjunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Mér kemur mest á óvart, að framferði Breta komi okkur á óvart.

Muna menn ekkert?

Hvað var sagt um okkar varðskipsmenn?

ÞEir voru sagðir brjálaðir menn á herskipum, sem bombanderuðu ,,varnalausar" hetjur hafsins á togurum (gufuknúnum og gömlum, -sýndar myndir af gömlum lágristum kláfum) ,--Hvergi sat frá freigátum HMS ------ Ekki fyrr en Matti Bjarna gerði óspart grín að því, að gamall dráttabátur hefði rist eina nýjustu Freigát flota hennar hátignar upp eins og sardínudós.  Þá varð allt vitlaust niður við No 10 og stríði varð þeim tapað.

ÞAð eru VÖNDLARNIR   ,,the dodgy bonds" sem keypt voru sem flott örugg ávöxtun og shure thing.  Núna leggur skítafýluna um Fleet Street af vöndlunum

ÞESSVENA ER PUNDIÐ AÐ FALLA FRJÁLSU FALLI OG SVO MUN EINNIG UM EVRUNA fljótlega.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 10.10.2008 kl. 09:32

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Góð grein. takk fyrir hana. þetta er greinilega orðið meira en fjármálakreppa, þetta er hápólitiskt mál.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 10.10.2008 kl. 10:14

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Enda er hann helvítis Krati - hefur örugglega haft samráð við Össur og Imbu áður en hann fór af stað.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.10.2008 kl. 14:01

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Svanur..

þá er ég sannspár..

ég sagði þetta í blogginu þínu að politískir andstæðingar þeirra myndu nota þetta gegn þeim.  

Brynjar Jóhannsson, 10.10.2008 kl. 17:37

5 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

gegn honum ætlaði ég að segja.

Brynjar Jóhannsson, 10.10.2008 kl. 17:38

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svanur, mér skilst á nýjustu útvarpsfréttum að Mr Brown hafi aflétt "hryðjuverkalögunum" og jafnframt lýst samvinnuvilja í bréfi til Mr Haarde í dag. 

Hefur þú séð eitthvað um þetta í bresku pressunni?

Kolbrún Hilmars, 10.10.2008 kl. 18:04

7 Smámynd: halkatla

Það þarf að fara með þetta mál lengra einsog Guðni Ágústsson vill, en það á að gerast á milli pólitíkusa og hefur ekkert með breta og íslendinga að gera. Ég les allt á daily mail og þar sjá 95% þeirra sem kommenta um þessi mál alveg í gegnum þessa viðbjóðslegu púka, Brown og Darling. Þeir skipta hundruðum, bretar eru svo yndislegir.

halkatla, 10.10.2008 kl. 19:26

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

"Spunameistarar" fóru fram úr sér, það er bara svo einfalt og þeir eiga ekki lengur erindi.  "Spunameistarar" Breska Verkamannaflokksins eru örugglega svo ungir að þeir vita ekki að Ísland "er ekkert lamb að leika sér við".

Sigrún Jónsdóttir, 10.10.2008 kl. 22:25

9 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Við björgum okkur eins og alltaf. Víkingablóðið rennur enn í æðunum og hefnigirnin líka. Brown á eftir að súpa seyðið af sínum gjörðum þegar við, af okkar alkunnu snilld, svörum fyrir okkur.

Marta Gunnarsdóttir, 10.10.2008 kl. 22:51

10 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl Öll og takk fyrir athugasemdirnar.

Klobrún, Það er ekkert um það hér að Brown hafi slakað á klónni gagnvart íslendingum. Hann hefur ekki leyst eignir félaganna sem hann lét frysta eða gert neitt nema að senda Þess sendinefnd til Íslands. 

Brynjar, Þetta var hárrétt hjá þér.

Sigrún, Brown er að reina að slá sig til riddara núna með að ætla að ábyrgjast að enginn tapi neinu og kennir öllum um hvernig komið er nema sjálfum sér.

Marta,Ég er ekki viss um að hefnd komi að neinu gagni. Staða Íslands í Bretalandi er mjög sterk og við getum svo sem, ef til kæmi, gripið til ýmissa annarra ráða til að verja okkur. En ég er sammála því að sókn er besta vörnin.

Annar Karen, Rétt Bretar sjá í egnum þetta. Pressan fer samt hamförum enn gegn okkur.

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.10.2008 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband