9.10.2008 | 18:35
Bretar tala um nýtt Þorskastríð við Ísland
Það er fáránlegt að hlusta á einhverja útvarpsmenn hér í Bretlandi heimta með frekjutón og fyrirlitningu afsökunarbeiðni af íslenska sendiherranum eftir að hann hafði lesið greinargóða yfirlýsingu um ástand mála.
Breskir fjölmiðlar eiga eftir að fara hamförum gegn Íslandi og íslendingum í kvöld og á morgunn og andrúmsloftið er eins og rétt áður en átökin hefjast fyrir alvöru. Það þarf að afmennska óvininn. Þegar er farið að heyrast að Bretar líti á ástandið sem að nýtt þorskastríð sé í uppsiglingu af því að Icesave getur ekki borgað öllum Bretum það sem þeir áttu inni hjá fyrirtækinu.
Fjöldi breskra sveitarfélaga og jafnvel mannúðarsamtaka lagði inn fé til Icesave og fór þar m.a. að ráðum breskra stjórnvalda. Von um háa ávöxtun gerði sjóðinn álitlegan fyrir gráðuga Breta. Bresk stjórnvöld nota hvert tækifærri sem þeir hafa til að beina athygli fólks að því að Ísland geti ekki borgað og nota landið og þjóðina sem blóraböggul. Þeir hafa tekið Landbanka og Kaupþings-eignir bæði á Ermasundseyjunni Gurnsey og Isle of Man til gjaldþrotaskipta.
Íslendingar eiga að neita að borga krónu af þessum peningum. Ef þeir eru tapaðir, töpuðust þeir vegna þess að djarft var spilað með peningana af Landsbankanum. Þeir sem stjórnuðu því verða að svara fyrir Það. Hvers vegna láta ráðherrar og sendiherrar Íslands eins og að þetta sé þjóðinni að kenna eða einhverri heimskreppu. Það vita allir að þeir eru að ljúga og sú lygi kemur óorði á Ísland og íslendinga. Hverja er verið að vernda?
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:05 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 786807
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bretar hafa áður misreiknað sig gagnvart Íslendingum
Þú átt örugglega eftir að standa þig vel sem "sendiherra" okkar í Bretlandi (svona er alltaf sagt á hátíðar- og tyllidögum).
Ég bjó þarna í síðasta þorskastríði og það var bara gaman.....enda var ég í vinningsliðinu.
Þeir sem gambla með peninga taka auðvitað áhættu.....hvort sem það eru íslenskir eða erlendir fjárglæframenn....þeir töpuðu og það er sárt, örugglega helv. sárt
Sigrún Jónsdóttir, 9.10.2008 kl. 21:02
Sæl Sigrún.
Á endanum verður þetta Brown og jafnvel Bretum til mikillar háðungar. Ef a' þetta væri Þýskaland sem þeir væru að eiga við mundu þeir ekki haga sér svona. Að frysta fjárfestingar íslenskra banka á bresku yfirráðsvæði er ólöglegt og þeir reyna að fela sig bak við nýlega löggjöf sem ætluð er til að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn geti athafnað sig í bankakerfinu. Hver svo sem sök íslendinganna er, eru bresk stjórnvöld ekki hætis betri.
Svanur Gísli Þorkelsson, 9.10.2008 kl. 22:13
....vitið þið það ég skil Brown......
Hólmdís Hjartardóttir, 9.10.2008 kl. 23:41
Hvernig væri að þú snaraðir þessari grein yfir á ensku
og kæmir henni fyrir þar sem tjallinn les hana?
Þetta er helv. gott hjá þér. Kv. Kristján
Kristján (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 23:57
Það sem er að núna er að misvitrir politíkusar eru að nota þetta til að bæta ímynd sína án þess að skilja þetta fullkomlega sem þýðir að heimskulegar ákvarðanir verða teknar.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 10.10.2008 kl. 00:21
Svanur..
ég er hjartanlega sammála þér....
Ég er búin að benda fólki á að þetta eru líklega mestu mistök Gordon Brown. Probaganda maskínan er að reyna að aflífa okkur en það er sagnfræðileg staðreynd að ÍSLENDINGAR TAPA ALDREI STRÍÐUM FYRIR ENGLENDINGUM. Reyndar tókst einum það "en hann var fangi" svo það telst ekki með.. ... við töpum kannski fyrir Englendingum í fótbolta en nei TAKK EKKI STRÍÐUM.. ... ÞEssi tímabundni hlandvarmi í skó Gordon Brown munu hafa slæmar afleiðingar þegar sagan verður skoðuð .
Rússar láta aldrei þennan pening sem þeir leggja til okkar fuðra upp. Þeir eru að sýna stórveldistilburði sína
Þeir eru í þessu til að sýna VALD SITT.. þetta er ekkert annað EN PROBAGANDASTRÍÐ og ef vit er með mönnum þá mun breski forsetinn vera örlítið hóværari ef hann ræðir þessi mál við rússa.
Bandaríkin standa ekki vel í dag... en RÚSSAR ERU SKULDLAUSIR. Shanghai bandalagið er komið á yfirborðið og við munum líklega vera á þeim öxli í framtíðinni væntanlega vegna þess að þetta er guð vors lands.. þar að segja ef að þetta lán gengur eftir..
Brynjar Jóhannsson, 10.10.2008 kl. 01:27
Hef rennt yfir ensku blöðin og sýnist að Brown og félagar séu að nota þetta tilefni sér til fylgisauka, veitir víst ekki af, - en við lögðum vopnið í hendur þeirra. Ég tel þetta ekki vera spurningu um geðþóttaákvörðun okkar, ekki spurningu um hvað við "viljum" eða "ætlum" að gera heldur hvað okkur BER að gera. Við eigum að standa við þá samninga sem við erum aðilar að, í þessu tilfelli EES, sem segir víst að okkur BERI að ábyrgjast innistæður í íslenskum bönkum að stórum hluta og IceSave er útibú frá íslenskum banka. (að vísu getum við ekki borgað, en það er annað mál)
Ég hef fulla samúð með breskum sparifjáreigendum, ekki síður en íslenskum. Kannski voru íslenskir ráðamenn að kanna viðbrögðin þegar þeir "neituðu að borga" (segja þeir - OK .. gott og vel ...eða - við skulum þá veita ykkur aðstoð...)
Hefði erlendu banki starfandi á íslandi hirt hundruð milljóna af íslenkum sparifjáreigendu og hans ríki neitað að standa við samningsbundnar ábyrgðir, held ég að okkar viðbrögð yrðu ekkert öðruvísi og ég myndi vera mjög sammála eignafrystingu.
En breskir fjölmiðlar eru að gera íslenska þjóð og íslendinga alla að skrímsli, einhverskonar illmenni, þjófi, ræningja og svindlara sem enga virðingu á skilið. Það er ekki sanngjarnt.
sigurvin (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 09:12
Ég er sammála Sigurvin. Kapp er best með forsjá og í upphafi skyldi endirinn skoða.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 14.10.2008 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.