Bretar tala um nýtt Þorskastríð við Ísland

haarde-brownÞað er fáránlegt að hlusta á einhverja útvarpsmenn hér í Bretlandi heimta með frekjutón og fyrirlitningu afsökunarbeiðni af íslenska sendiherranum eftir að hann hafði lesið greinargóða yfirlýsingu um ástand mála.

Breskir fjölmiðlar eiga eftir að fara hamförum gegn Íslandi og íslendingum í kvöld og á morgunn og andrúmsloftið er eins og rétt áður en átökin hefjast fyrir alvöru. Það þarf að afmennska óvininn. Þegar er farið að heyrast að Bretar líti á ástandið sem að nýtt þorskastríð sé í uppsiglingu af því að Icesave getur ekki borgað öllum Bretum það sem þeir áttu inni hjá fyrirtækinu.

ODINN ICELAND GUNBOAT IN ROUGHERS DURING THE CAD WAR[1]Fjöldi breskra sveitarfélaga og jafnvel mannúðarsamtaka lagði inn fé til Icesave og fór þar m.a. að ráðum breskra stjórnvalda. Von um háa ávöxtun gerði sjóðinn álitlegan fyrir gráðuga Breta.  Bresk stjórnvöld nota hvert tækifærri sem þeir hafa til að beina athygli fólks að því að Ísland geti ekki borgað og nota landið og þjóðina sem blóraböggul. Þeir hafa tekið Landbanka  og Kaupþings-eignir bæði á Ermasundseyjunni Gurnsey og Isle of Man til gjaldþrotaskipta.

Íslendingar eiga að neita að borga krónu af þessum peningum. Ef þeir eru tapaðir, töpuðust þeir vegna þess að djarft var spilað með  peningana af Landsbankanum. Þeir sem stjórnuðu því verða að svara fyrir Það. Hvers vegna láta ráðherrar og sendiherrar Íslands eins og að þetta sé þjóðinni að kenna eða einhverri heimskreppu. Það vita allir að þeir eru að ljúga og sú lygi kemur óorði á Ísland og íslendinga. Hverja er verið að vernda?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Bretar hafa áður misreiknað sig gagnvart Íslendingum

Þú átt örugglega eftir að standa þig vel sem "sendiherra" okkar í Bretlandi (svona er alltaf sagt á hátíðar- og tyllidögum).

Ég bjó þarna í síðasta þorskastríði og það var bara gaman.....enda var ég í vinningsliðinu.

Þeir sem gambla með peninga taka auðvitað áhættu.....hvort sem það eru íslenskir eða erlendir fjárglæframenn....þeir töpuðu og það er sárt, örugglega helv. sárt

Sigrún Jónsdóttir, 9.10.2008 kl. 21:02

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl Sigrún.

Á endanum verður þetta Brown og jafnvel Bretum til mikillar háðungar. Ef a' þetta væri Þýskaland sem þeir væru að eiga við mundu þeir ekki haga sér svona. Að frysta fjárfestingar íslenskra banka á bresku yfirráðsvæði er ólöglegt og þeir reyna að fela sig bak við nýlega löggjöf sem ætluð er til að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn geti athafnað sig í bankakerfinu. Hver svo sem sök íslendinganna er, eru bresk stjórnvöld ekki hætis betri.

Svanur Gísli Þorkelsson, 9.10.2008 kl. 22:13

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

....vitið þið það ég skil Brown......

Hólmdís Hjartardóttir, 9.10.2008 kl. 23:41

4 identicon

Hvernig væri að þú snaraðir þessari grein yfir á ensku

og kæmir henni fyrir þar sem tjallinn les hana?

Þetta er helv. gott hjá þér.      Kv.  Kristján 

Kristján (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 23:57

5 Smámynd: Skattborgari

Það sem er að núna er að misvitrir politíkusar eru að nota þetta til að bæta ímynd sína án þess að skilja þetta fullkomlega sem þýðir að heimskulegar ákvarðanir verða teknar.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 10.10.2008 kl. 00:21

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Svanur..

ég er hjartanlega sammála þér....

Ég er búin að benda fólki á að þetta eru líklega mestu mistök Gordon Brown. Probaganda maskínan er að reyna að aflífa okkur en það er sagnfræðileg staðreynd að ÍSLENDINGAR TAPA ALDREI STRÍÐUM FYRIR ENGLENDINGUM. Reyndar tókst einum það "en hann var fangi" svo það telst ekki með.. ... við töpum kannski fyrir Englendingum í fótbolta en nei TAKK EKKI STRÍÐUM.. ... ÞEssi tímabundni hlandvarmi í skó Gordon Brown munu hafa slæmar afleiðingar þegar sagan verður skoðuð .

Rússar láta aldrei þennan pening sem þeir leggja til okkar fuðra upp. Þeir eru að sýna stórveldistilburði sína

Þeir eru í þessu til að sýna VALD SITT.. þetta er ekkert annað EN PROBAGANDASTRÍÐ og ef vit er með mönnum þá mun breski forsetinn vera örlítið hóværari ef hann ræðir þessi mál við rússa.

Bandaríkin standa ekki vel í dag... en RÚSSAR ERU SKULDLAUSIR. Shanghai bandalagið er komið á yfirborðið og við munum líklega vera á þeim öxli í framtíðinni væntanlega vegna þess að þetta er guð vors lands.. þar að segja ef að þetta lán gengur eftir.. 

Brynjar Jóhannsson, 10.10.2008 kl. 01:27

7 identicon

Hef rennt yfir ensku blöðin og sýnist að Brown og félagar séu að nota þetta tilefni sér til fylgisauka, veitir víst ekki af, - en við lögðum vopnið í hendur þeirra. Ég tel þetta ekki vera spurningu um geðþóttaákvörðun okkar, ekki spurningu um hvað við "viljum" eða "ætlum" að gera heldur hvað okkur BER að gera. Við eigum að standa við þá samninga sem við erum aðilar að, í þessu tilfelli EES, sem segir víst að okkur BERI að ábyrgjast innistæður í íslenskum bönkum að stórum hluta og IceSave er útibú frá íslenskum banka. (að vísu getum við ekki borgað, en það er annað mál)

Ég hef fulla samúð með breskum sparifjáreigendum, ekki síður en íslenskum. Kannski voru íslenskir ráðamenn að kanna viðbrögðin þegar þeir "neituðu að borga" (segja þeir - OK .. gott og vel ...eða - við skulum þá veita ykkur aðstoð...)

Hefði erlendu banki starfandi á íslandi hirt hundruð milljóna af íslenkum sparifjáreigendu og hans ríki neitað að standa við samningsbundnar ábyrgðir, held ég að okkar viðbrögð yrðu ekkert öðruvísi og ég myndi vera mjög sammála eignafrystingu.

En breskir fjölmiðlar eru að gera íslenska þjóð og íslendinga alla að skrímsli, einhverskonar illmenni, þjófi, ræningja og svindlara sem enga virðingu á skilið. Það er ekki sanngjarnt.

sigurvin (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 09:12

8 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég er sammála Sigurvin. Kapp er best með forsjá og í upphafi skyldi endirinn skoða.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 14.10.2008 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband