8.10.2008 | 16:29
Ísland, verst í heimi
"Íslendingar biðjast forláts á því að hafa gert heiminum þetta", segir röddin í útvarpinu. "Ætla þeir líka að biðjast afsökunar á Björk", svarar viðmælandinn. Orðstír Íslendinga hrapar hratt um þessar mundir meðal Evrópuþjóða, ekki hvað síst Breta sem segjast eiga fullt af peningum inni í Íslenskum bönkunum sem ekki sé hægt að fá greidda.
Brown forsætisráðherra (Geir Breta) segist ætla að sækja þessa peninga með lögsókn. Fjölmiðlar halda því fram að Ísland rambi á barmi gjaldþrots og bæti þar með einu heimsmetinu við í sarpinn, fyrsta og eina þjóðin í heiminum til að vera tekin til gjaldþrotaskipta.
Og það er ekki einu sinni beðið eftir því að þjóðin lýsi yfir gjaldþroti. Þegar er byrjað að selja eigur hennar erlendis á spottprísum. Lúxemborgar bankinn er farinn og eins Lundúnaútibú Landsbankans. Hlutirnir gerst hratt. Íslendingar bregðast við eins og steinrunnið tröll. Enginn vill lána þeim krónu. Þeir eru litlir og öfundaðir og liggja einkar vel við höggi nú, og þeir verða óspart notaðir sem blóraböggull til að draga úr sekt og sársauka erlendra peningamanna.
Heima virðast allir vera enn í "þetta reddast" fasanum. Fæstir vita ekki að það er búið að afskrifa Ísland sem alvöru land og að það var gert í gær af heimspressunni og síðan af fjármálastofnunum heimsins. - Hver einasti grínþáttur er fullur af skopi um Ísland og íslendinga sem virðast ansi vinafáir sem stendur. Bandaríkin vilja ekki lána okkur, Rússar segja kannski og vilja sjá hvað meira við erum tilbúnir að offra, Evrópuþjóðirnar eru sundurþykkar og sjálfselskar og Ísland stendur eitt.
Flestir skemmtiþættir hér um slóðir eru fullir af gríni um íslendinga og Ísland og hvernig þeir létu fáeina kalla í jakkafötum veðsetja alla þjóðina til að þeir gætu spókað sig um á erlendri grundu og sagst eiga fótboltafélög og tuskubúðir um allt Bretland. - Stjórnmálmennirnir á Íslandi eru sagðir heimskir og alþýðan heimskari. -
Auðvitað svíður manni þetta fyrir hönd lands og þjóðar en fyrst og fremst er það reiðin sem angrar mann. Reiðin sem sprettur fram af því ég veit að þeir sem bera ábyrgðina á þessum hrakförum reyna að segja fólki að þetta hafi verið óumflýjanlegt og að "heimskreppan" hafi gert þetta. Reiður vegna þess að ég veit að þeir sem veðsettu Ísland verða enn ríkari á þessu því að þeir munu láta sauðsvartan almúgann borga fyrir sig skuldir sínar. Þeir eru ekki margir, en þeir eiga meira enn allir hinir til samans. Þegar upp er staðið munu þeir eiga enn meira og við hin, enn minna.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Ætli það sé ekki líka slæmt fyrir þig að vera Íslendingur á Englandi? Hætt við að þú verðir tjargaður af reiðum almúga sem búinn er að missa allt sitt. Ég ætla að sækja um Norskt vegabréf. Bara vegna þess að ég skammast mín svo mikið fyrir Björk.
Kreppumaður, 8.10.2008 kl. 16:53
Úff... þetta er nú meiri martröðin. Og henni líkur ekkert á næstunni
Heiða B. Heiðars, 8.10.2008 kl. 16:58
Ég er ekki hissa að bretar séu reiðir íslendingum. Þetta er auðvitað bankarán í orðsins fyllstu. Ekki nóg með að þessi stefna sé búin að setja þjóðina á hausinn heldur er búið að eyðileggja mannorð okkar út á við í hinum stóra heimi.
Held því miður að þetta fólk kunni ekki að skammast sín.
Rut Sumarliðadóttir, 8.10.2008 kl. 16:59
Ég reyndar skil ekki af hverju enginn stjórnmála maður minnist á að frysta eignir þessara fáu einstaklinga sem keyrðu landið í klessu, það væri hægt að nota eigur þeirra og peninga upp gjaldþrotakröfur.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 8.10.2008 kl. 17:16
Þessir háu herrar voru á svimandi háum launum vegna þess að störf þeirra fólu í sér svo mikla ábyrgð. En hvar liggur þessi ábyrgð núna? Þessir sömu einstaklingar (virðast) eiga nóg af peningum (kannski á erlendum reikningum) meðan að allt hérna heima er í skötulíki. Er ekki tími til kominn að menn verði látnir sæta ábyrgð, þessari miklu ábyrgð sem þeim var borgað fyrir að bera?
Aðalsteinn Baldursson, 8.10.2008 kl. 19:45
Ábyrgð það var þá helst, ætli hún hafi nú ekki verið afnumið úr íslenskri tungu sem og lögum um svipað leiti og hætt var að hálshöggva menn hér um árið!
Æi, hvað getur maður/kona sagt........
kær kveðja Svanur og good luck........
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 20:53
Er þetta virkilega svona slæmt þ.e. álit Breta á Íslendingum? Áttu einhverja linka til að við hér hnípin þjóð í vanda getum séð hvað málið snýst um?
Með fyrirfram þökk!
marco (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 22:27
Ja, ég veit ekki hverjir verða fyrir þessari óvild Breta. Kom hingað til London laugardagskvöldið 4. okt og hef engu mætt nema góðvild og kurteisi Breta og þeirra sem búa hér.
Skrapp í bíltúr til Stonehenge og Bath í dag og fann enn meiri hlýleika hjá þessu fólki. Mikil umferð og seinlegt að komast til baka inn í borgina. Það er náttúrulega vandamál sem Bretar munu þurfa að leysa áður en þeir sýna öllum umheiminum að þeir eru lakari skipuleggjendur en Kínverjar til að halda Ólympiuleika.
Við þurfum að leggja í púkk og hjálpa þeim að leysa yfirvofandi vanda.
Sigurður Rósant, 8.10.2008 kl. 22:50
Ef þú stillir upp fullri skál af salgæti fyrir framan sælgætissjúkan krakka og hann hrifsar og hrifsar, og treður í sig þangað til hann kafnar...hverjum er það að kenna? krakkanum eða þeim sem stillti upp skálinni?
Hvað þýðir það ef þjóð verður gjalþrota?? Er það ekki eins og með fyrirtæki, þ.e. eitthvað annað fyrirtæki yfirtekur reksturinn, með skuldum og öllu? Oftast stærsti lánadrottinn. ...Eigum við að þyggja risalán frá Rússum?...
sigurvin (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 23:49
Martröð.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.10.2008 kl. 23:52
Þetta var lame trix hjá Gordon Brown til að auka vinsældir sínar. Algjörlega óþarft og hann gæti hæglega fengið þetta í bakið af politískum andstæðingum sínum á næstunni ef þeim langar að nota þetta á hann. Því ef hann lætur okkur borga fyrir þennan fjanda en ekki vitleysingjanna sem efndu til þessara skulda ... þá er líklegt að við förum á hausinn.
hart verður að mæta hörðu og réttir menn verða að taka á sig skellinn.
Brynjar Jóhannsson, 8.10.2008 kl. 23:55
Erum vid kannski ad ná af bretum þorskinum sem þeir stundudu í sjálftöku fordum?
Gulli litli, 9.10.2008 kl. 00:02
Ég vil líka sjá þetta djók um okkur, finnst samt eins og það sé verðið að sparka í okkur liggjandi hér út í ballarhafi. Held þeir séu að skemmta sér á okkar kostnað þar til allt fer á sama veg hjá þeim... Sjáum til
Lilja Kjerúlf, 9.10.2008 kl. 00:15
Sæll gamli skólabróðir á Núpi 69-70 !
Undanfarna mánuði hef ég fylgst með skrifum þínum,
mér til mikillar skemmtunar og fróðleiks, endilega haltu þessum
góðu skrifum áfram. Ég segi bara takk fyrir.
Þú segir að við segjum "þetta reddast". Það mun ekki gerast
nema við berum gæfu til að koma þessum mönnum frá völdum.
Á Svörtuloftum situr fjandi
sá hefur Haardehund í bandi.
Ef sendum báða strax úr landi
sýnist mér leysast þjóðarvandi.
Án stuðla og höfuðstafa.
Nú hart er sótt að Davíðs armi
kóngur bráðum fallinn.
Bezt er geymdur í endaþarmi
Helvítis kallinn
K.A.H.
Þú ættir ekki að velkjast í vafa um að ég er
þér algerlega sammála.
Beztu kveðjur K.A.H.
Kristján (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 00:35
Við getum unnið breta aftur með toilet pappír... np
DoctorE (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 08:52
Ég skil ekki hvernig Brown getur látið þetta út úr sér. Hann á stóran þátt í því að setja Kaupþing á hausinn. Samkvæmt lögum EES þá er íslenska ríkið ábyrgt fyrir því að tryggja innistæður þeirra sem eru með peningana sína þarna inni. Það var engin ástæða fyrir Brown að segja það sem hann sagði.
Ingo (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 09:41
Hmmm er hann er auðvitað að vitna í Dabba kóng sem sagði að þessar innistæður yrðu ekki tryggðar, spurning hvort það sé þá ekki Dabba að kenna
Lilja Kjerúlf, 9.10.2008 kl. 09:54
marco, því miður og eins og kom fram í íslenskunm fréttumer brunasalan hafinn á íslenskum eiginum.
Grínið er vitanlega flest í útvarpinu enn, enda geta þeir spunnið þetta á staðnum.
Sigurður, Bretar eru of kurteisir til að láta svona lagað bitna á einstaka túrista þótt fjölmiðlarnir séu neikvæðir. -
Sigurvin, Það hefur engin þjóð orðið gjaldþrota fram að þessu en eins og komið er fram við okkur íslendinga núna, virðist þjóðar-gjaldþrot helst vera fólgið í því að hægt er að taka eignir íslendinga á erlendri grund traustataki á tæknilegum forsendum, neita okkur um fyrirgreiðslu og setja okkur afarkosti hvað varðar endurgreiðslu og sektir. Þetta minnir óneitanlega á það sem gert var við Þýskaland eftir fyrri heimsstyrjöldina. Við náttúrulega höldum að þetta sé allt okkur að kenna þótt aðeins fáeinir fjármálaspekúlantar hafi komið okkur í þessa stöðu og göngum þess vegna sneypt um götur. Geir þakkaði Brown fyrir að taka að sér skuldir Icesave!!!!
Brynja, Er það furða þótt fólk taki þetta alvarlega, en það sem upp úr stendur er að nú keppast fjölmiðlar og þeir sem raunverulega eru ábirgir við að segja okkur að við eigum ekki að vera að leita að blóraböglum heldur takast á við þetta saman eins og þetta sé eitthvað sem við höfum sameinginlega gert. Það er rangt. Fólk á rétt á að vita hverjir komu Íslandi í þessa stöðu og þeir sömu eiga að hætta að reyna kenna samlöndum sínum um þetta og gera þá meðseka.
Brynjar, Ég er alveg sammála þér um að Brown er að nota Ísland til að draga athyglina frá eigin misstökum.
Kristján, Takk fyrir það gamli vinn
Svanur Gísli Þorkelsson, 9.10.2008 kl. 09:54
Vek athygli á þessari grein í frétt mbl.is í dag "Atburðir í Bretlandi felldu Kaupþing"
Að morgni 29. september bárust fréttir af erfiðleikum Glitnis og yfirvöld tilkynntu áform um kaup á 75% hlut í bankanum. Hófst þá atburðarás sem enginn sá fyrir eða gat haft stjórn á. Þetta smitaði út frá sér í íslenska hagkerfinu og krónan hóf frjálst fall. Lánshæfismatsfyrirtæki lækkuðu lánshæfismat ríkisins og íslensku bankanna og erlendir fjárfestar hrundu af stað skriðu þar sem þeir reyndu að losa sig við íslenskar eignir óháð því hversu traustar þær voru.
Segir það sem segja þarf um fjármálavitringin Davíð Oddson og hans þátt í þeirri stöðu sem íslendingar búa við í dag. Svo kemur þessi vitringur og segist hafa varað ríkisstjórnina við í marga mánuði. Sem aftur segir okkur að hann hafi gert sér fulla grein fyrir stöðunni í langan tíma, segi hann satt. Sem svo enn gefur tilefni til þess að hugsa út í þær samsæriskenningar gagnvart Jóni Ásgeiri og co. og hvort þær séu eins fjarstæðukenndar og manni þótti í fyrstu.
Kæri Svanur tek mér hér það bessaleyfi að setja inn link á undirskriftalista þess efnis að vor seðlabanka stjóri Davíð Oddson segi af sér.
http://www.petitiononline.com/fab423/petition.html
Þú bara kippir þessu þá út ef þú ert ekki sammála.
Kveðja,
Katala (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 11:15
Fyrst var efnahagssamdráttur, síðan kreppa og nú erum víð komin á næsta stig. Las í bresku blaði í gær: "Ísland...fyrst þjóða til að verða gjaldþrota" Það er alveg tímabært að velta því fyrir sér hvað verður um þjóð sem getur ekki greitt skuldir sínar og verður gjaldþrota. Kemur önnur þjóð - sem treystir sér til að borga skuldirnar - og tekur yfir reksturinn í sínu nafni? Nýfundnland hafði fulla sjálfstjórn innan breska heimsveldisins, þeir neyddust til að gefa sjálfsstjórnina uppá bátin og gerðust 10. fylki Kanada.
Færeyjar/Danmörk. Verðum við Færeyjar Noregs?...eða Bretlands?...BNA?
"aðeins fáir fjármálaspekulantar hafa komið okkur í þessa stöðu" Hvað með þá sem lögðu kræsingarnar fyrir framan þá og hurfu á braut? (einkavæðing bankanna án allra lagatakmarkana og eftirlits, afnám bindiskyldu o.fl.) Allt í einu uppgötvast að við erum í ábyrgð fyrir hárri fjárhæð breskra sparifjáreigenda! Hvar var eftirlitið?
Nei það er ekki almenningur sem hefur unnið sér inn þetta orðspor í UK og víðar, en stjórnmálamennirnir eru ekki saklausir.
sigurvin (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 12:13
Ísland er besta land í heimi!
Jafnvel Bretar fúslega viðurkenna það, og þeir sem hugsa eitthvað (það eru ekki margir hér) vita að kreppan er ekki Íslendingum að kenna, heldur græðgi fjármálamanna og þá sérstaklega hér í Bretlandi. Menn sem keyptu grimmt baneitruð lán í USA og seldu áfram eða héldu, með mikla gróðavon í huga og fengu svo milljónir punda hver í jólabónusa eins og frægt er.
Ég vildi helst geta sagt að þeir sem arðrænt hafa þjóðina síðan fiskveiðar hófust, hafi núna endanlega komið henni í klandur, en það er því miður ekki svona einfalt. Það er miklu líklegra að lífeyrissjóðir og aðrar fjármálastofnanir sem fjárfest hafa í erlendum skuldabréfum sem síðan falla hafi orðið fyrir þverrandi eignarstöðu sem því nemur. Mál sem er Íslandi algerlega óviðkomandi, en bitnar sárt á landanum.
Hefðu Lífeyrissjóðirnir og bankarnir fjárfest að mestu innanlands, þá vær öldin allt önnur og við gætum setið á sama bekk og Jón Ásgeir. Málið er einfalt, þú fjárfestir aðallega í þínu umhverfi. Ef þú vilt vera í Bretlandi, þá fjárfestu aðallega þar etc.
Svo eru það þeir sem stunda brask með nauðsynjar og olíu, snúa sér við og selja áfram með hagnaðarsjónarmið í huga, slíkt ætti að banna, enda var það þar sem kreppan byrjaði. Nauðsynjar ættu ekki að vera endurseljanleg markaðsvara til annarra en tengdra aðila og undir ströngu eftirliti. Ef það væri gert þá myndi besín og td. kornvara vera í stöðugt í verði.
Kannske lærum við af reynslunni og höldum okkar auði heima við og styrkjum okkar þjóðfélag til almennra heilla, en látum ekki menn vaða um víðan völl í nafni íslenskra banka og sparisjóða. Ef menn vilja sem einstaklingar og félög, óháð íslenskum fjármálastofnunum, fara og versla erlendis, ok, no problem.
Það fyndna er að margir af stórhluthöfum fara með lán úr okkar bönkum sem fjárfestingarfé fyrir önnur félög sem þeir eru jafnfram stjórnarmenn í. Þessir menn eiga að sitja fyrir svörum og skoða þarf hvort hér hafi verið brotið á okkur íslendingum af þeim sem treyst var fyrir okkar fjármálastofnunum.
lifið heil
Njáll Harðarson, 9.10.2008 kl. 14:23
Frábær skrif!
Þetta lýsir nákvæmlega ástandinu hjá manni hér í Þýskalandi. Þetta er á allra vörum.
Auðvitað vita allir að maður er Íslendingur. Það hefur alltaf talist mjög sérstakt.
Það mun halda áfram að teljast sérstakt...
Ég var að heyra í útvarpinu að Kaupþing hafi verið sett í greiðslustöðvun hér í Þýskalandi í dag. 50000 sparifjáreigendur þurfa að óttast um inneignir sínar.
Í sjónvarpinu í gær voru viðtalsþættir á ýmsum rásum.
Þar var meðal annars maður frá blaðinu "Finanztest" sem prófaði sparifjársamninga allra banka sem störfuðu í Þýskalandi NEMA Kaupþings. Það var af ásettu ráði. Þeir voru ekki teknir alvarlega með þessa fáránlegu vexti.
Eða hvað er það sem gerir íslenska bankamenn svona miklu betri en aðra að þeir geti lofað slíkum ávöxtunum?
Ekki nema með því að svíkja fé út úr eigin þjóð, blóðmjólka hana með verðtryggingu og svikum í verðbréfahringum.
Eiginlega ætti að læsa þetta lið á bak við lás og slá. Þarf ekki endilega að hálshöggva þá eins og í gamla daga.
Liggur við að maður verði að kommúnista (pabbi snýr sér við í gröfinni núna)...
Einar (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 17:24
Já ég má til með að bæta við þetta. Þetta er hörmulegt, alveg hörmulegt. Ég bý líka erlendis er búinn að búa í SV-Englandi í meira en 2 ár en við erum nýflutt á Costa Blanca á Spáni. Maður er bara í þvílíku þunglyndiskasti yfir þessum ósköpum, ekki það að maður eigi sjálfur svo mikilla hagsmuna að gæta, en samt þó nokkra og maður á lík þarna uppkomin og óuppkomna niðja sína.
Við fylgjumst með netinu agndofa og litla Ísland er meira og minna aðalfréttaefnið á BBC World fréttastöðinni sem viðn horfum mikið á. Beinar útsendingar úr höfuðbo0rginni okkar, sannkallaðar hryllingsssögur, sagðar af uppskrúfuðum ómerkilegum æsifréttamönnum. Við, Ísland eða Íslendinagar höfum nánast enga samúð eða skilning hjá þessum blóðþyrstu æsifréttamönnum Bresku pressunnar. Ég bjó nógu lengi í Bretlandi til að sjá þessa ógeðslegu og blóðþyrstu pressu þar og mér rann alltaf kalt vatn milli skinns og hörunds þegar þeir fláðu menn og málefni hreinlega lifandi. Menn eru algerlega teknir af lífi, annaðhvort algerir skúrkar og kvikindi eða þvílíkar hetjur sem hafnar eru upp til skýjana. Þessvegna eru heilar þjóðir líka teknar af lífi, hvað þá svona smásíli eins og Ísland.
En þetta er alls ekki Breska þjóðin, því Breska þjóðin er yfirleitt mjög vel upplýst um Ísland og Íslensku þjóðina og hefur mjög góða og jákvæða mynd af landinu og upp til hópa eru Bretar mjög yndislegt og einstaklega kurteist og tillitssamt fólk sem kann mjög vel að meta Ísland og Íslendinga. En Breska pressan er þvílíkt "RUBBISH" En guð blessi Ísland og Íslendinga nú á þessum hræðilega erfiðu tímum. Stöndum saman.
Ég tek alls ekki undir níð og róg um Björgólf Guðmundsson. Hann og aðrir hafa alveg örugglega aldrei ýmindað sér að þetta gæti farið svona hrikalega. Björgóflur er sannur séntilmaður og studdi alltaf dyggilega við bakið á menningu og listum og líka þá sem minna máttu sín. Þetta er maður sem mátt hefur muna tímana tvenna og nú þrenna. Nei mín skoðun er algerlega sú að Íslandi var komið í þessa hræðilegu stöðu. Vissulega má tala um eftirá að betra hefði verið að fara meira varlega og að ýmsu leiti brugðust líka Íslenskar eftirlitsstofnanir. Eins og með þessa Icesave reikninga.
En þegar fleiri þúsnd manns og braskarastofnanfir selja á þig veiðileyfi og selja líka þriðja aðila á þig slysa- heilsu- og líftryggingar þá er ekki von á góðu. Íslensku bankarnir voru að flestu leyti mjög vel rekin fyrirtæki sem skiluðu ár eftir ár miklum hagnaði, voru með gott eiginfjárhlutfall og heilbrigða og sterka lausafjárstöðu. Drifinn áfram af hörkuduglegu og metnaðarfullu starfsfólki. Þessvegna er þetta gríðarlegt áfall og sorglegt. Ég vona að þjóðin nái að standa saman nú á þessum miklu örlaga tímum en fari ekki í innbyrðis hjaðningarvíg, það gerir bara illt verra eins erfið og staðan er. Ég held ég verði nú aldrei kommúnisti aftur en það er samt sem áður dagljóst finnst mér að taka þarf þetta kapitalíska hagkerfi til rækilegrar uppstokkunar og rannsóknar, því að þessu leyti hefur það sýnt sig, ekki bara hér á landi heldur um allan hinn kapítaliska heim að það er þjóðhættulega meingallað.
Lifið heil þjóðin mín.
Gunnlaugur
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 19:30
Ég þakka Katala, Sigurvini, Njáli, Einari og Gunnlaugi fyrir frábær innleg í þessa umræðu. Það er gott að fá álit fleirri sem búa utan skersins um þessar mundir því það er örugglega erfitt að trúa þessum hamagangi í fjölmiðlum gegn Íslandi.
Svanur Gísli Þorkelsson, 9.10.2008 kl. 20:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.